Ástrali mættur hingað til lands til að vara Íslendinga við því að skerða útiveru barna Birgir Olgeirsson skrifar 10. maí 2019 16:00 Hann sagði að kynslóðin sem væri að vaxa úr grasi í dag í Ástralíu væri kölluð "bómullarkynslóðin“ og sagði áströlsk börn verja minni tíma utandyra á degi hverjum heldur en fangar í öryggisfangelsum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Ástralinn Griffin Longley er hingað mættur til lands til að kynna sér útiveru barna og vara Íslendingum við hættunum sem fylgja því að skerða frelsi barna til að leika sér úti. Longley mætti í Brennsluna á FM957 í morgun þar sem hann ræddi þetta málefni en hann sagði að á síðastliðnum tveimur áratugum hefði það færst í aukana að foreldrar ofverndi börnin sín og hleypi þeim ekki út til að leika sér af ótta við að þau bíði skaða eða verði fyrir barðinu á glæpamönnum sem vinni þeim mein. Hann sagði að kynslóðin sem væri að vaxa úr grasi í dag í Ástralíu væri kölluð „bómullarkynslóðin“ og sagði áströlsk börn verja minni tíma utandyra á degi hverjum heldur en fangar í öryggisfangelsum. Longley benti á að velferð barna víðs vegar um heiminn hefði verið könnuð nýverið og niðurstaðan var sú að Ísland var þar á meðal fjögurra efstu þjóðanna þar sem börnin verja mestum tíma utandyra. Hinar þjóðirnar þrjár eru Finnland, Noregur og Holland.Hann setti sér því það að markmiði að heimsækja öll þessi lönd og kynna sér hvernig þær þjóðir ala börnin sín upp. Benti Longley á að Íslendingar, Norðmenn og Finnar setji útiveru í forgang og þess vegna leiki börnin sér meira úti. Hjá Hollendingum er það þannig að foreldrarnir vinna minna en foreldrar í öðrum löndum og verji því meiri tíma með börnum sínum og þá helst utandyra. Hann sagði það til marks um órökréttan ótta að hleypa börnunum sínum ekki út til að leika sér. Sér í lagi sagði hann óttan við að þau verði numin á brott af níðingum ekki sérlega rökréttan. Í Ástralíu verður að meðal tali einn á hverju ári fyrir barðinu á hákarli, en samt óttast Ástralar ekki að taka sundsprett í sjónum. Þá leggi foreldrar börnin sín í mesta hættu þegar þau eru sett í bíl, en samt hættir enginn að nota bíla. Longley sagðist hafa skilning á þessum ótta en segist þess vegna vera að breiða út mikilvægi þess að börnunum sé leyft að leika sér utandyra, því það sé í raun ekki það mikið að óttast. „Við verðum að vera skynsöm og átta okkur á því að börnin þurfa að hreyfa sig.“ Hefur Longley bent á að börn í Ástralíu meiði sig oftar við að detta úr rúmi heldur en úr tré. Fleiri börn deyja af völdum þess að verða undir sjónvarpi á heimili sínu. Dánartíðnin þar sé mun hærri þegar kemur að því að verða undir sjónvarpi heldur en að látast af slysförum við leik utandyra. Þáttastjórnendur Brennslunnar bentu á að þó að Ísland sé vel statt þegar kemur að þessu málefni þá væri hins vegar viðhorfið í þá veru að innivera sé að aukast. Spurður hvernig væri hægt að koma í veg fyrir það sagði Longley mikilvægt að ræða þetta málefni og átta sig á því að frelsi til útiveru skipti miklu máli þegar kemur að velferð barnanna. Brennslan Börn og uppeldi Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira
Ástralinn Griffin Longley er hingað mættur til lands til að kynna sér útiveru barna og vara Íslendingum við hættunum sem fylgja því að skerða frelsi barna til að leika sér úti. Longley mætti í Brennsluna á FM957 í morgun þar sem hann ræddi þetta málefni en hann sagði að á síðastliðnum tveimur áratugum hefði það færst í aukana að foreldrar ofverndi börnin sín og hleypi þeim ekki út til að leika sér af ótta við að þau bíði skaða eða verði fyrir barðinu á glæpamönnum sem vinni þeim mein. Hann sagði að kynslóðin sem væri að vaxa úr grasi í dag í Ástralíu væri kölluð „bómullarkynslóðin“ og sagði áströlsk börn verja minni tíma utandyra á degi hverjum heldur en fangar í öryggisfangelsum. Longley benti á að velferð barna víðs vegar um heiminn hefði verið könnuð nýverið og niðurstaðan var sú að Ísland var þar á meðal fjögurra efstu þjóðanna þar sem börnin verja mestum tíma utandyra. Hinar þjóðirnar þrjár eru Finnland, Noregur og Holland.Hann setti sér því það að markmiði að heimsækja öll þessi lönd og kynna sér hvernig þær þjóðir ala börnin sín upp. Benti Longley á að Íslendingar, Norðmenn og Finnar setji útiveru í forgang og þess vegna leiki börnin sér meira úti. Hjá Hollendingum er það þannig að foreldrarnir vinna minna en foreldrar í öðrum löndum og verji því meiri tíma með börnum sínum og þá helst utandyra. Hann sagði það til marks um órökréttan ótta að hleypa börnunum sínum ekki út til að leika sér. Sér í lagi sagði hann óttan við að þau verði numin á brott af níðingum ekki sérlega rökréttan. Í Ástralíu verður að meðal tali einn á hverju ári fyrir barðinu á hákarli, en samt óttast Ástralar ekki að taka sundsprett í sjónum. Þá leggi foreldrar börnin sín í mesta hættu þegar þau eru sett í bíl, en samt hættir enginn að nota bíla. Longley sagðist hafa skilning á þessum ótta en segist þess vegna vera að breiða út mikilvægi þess að börnunum sé leyft að leika sér utandyra, því það sé í raun ekki það mikið að óttast. „Við verðum að vera skynsöm og átta okkur á því að börnin þurfa að hreyfa sig.“ Hefur Longley bent á að börn í Ástralíu meiði sig oftar við að detta úr rúmi heldur en úr tré. Fleiri börn deyja af völdum þess að verða undir sjónvarpi á heimili sínu. Dánartíðnin þar sé mun hærri þegar kemur að því að verða undir sjónvarpi heldur en að látast af slysförum við leik utandyra. Þáttastjórnendur Brennslunnar bentu á að þó að Ísland sé vel statt þegar kemur að þessu málefni þá væri hins vegar viðhorfið í þá veru að innivera sé að aukast. Spurður hvernig væri hægt að koma í veg fyrir það sagði Longley mikilvægt að ræða þetta málefni og átta sig á því að frelsi til útiveru skipti miklu máli þegar kemur að velferð barnanna.
Brennslan Börn og uppeldi Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira