Halldóra: Stjórnmálastéttinni ekki treystandi til þess að setja hag þjóðarinnar umfram eigin Atli Ísleifsson skrifar 29. maí 2019 21:04 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. vísir/vilhelm Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, segir ástæðuna fyrir því að fólk beri lítið traust til Alþingis vera að stjórnmálastéttin hafi sýnt að henni sé ekki treystandi til að fara með völd. Henni sé ekki treystandi til þess að setja hag þjóðarinnar umfram eigin hag. Þetta sagði Halldóra í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hún sagði að stjórnmálamenn hafi ítrekað sýnt það í aðdraganda kosninga hversu tilbúnir þeir séu til að lofa öllu fögru til að halda völdum, en treysti svo á gleymni almennings frekar en efna loforðin. Hún sagði stærsta skrefið í þá átt að endurreisa traust til Alþingis væri líklega það að efna stærsta svikna loforðið. Árið 2012 hafi verið haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort að hér skyldi taka gildi ný stjórnarskrá byggð á tillögum stjórnlagaráðs. Tveir þriðju kjósenda, yfirgnæfandi meirihluti, hafi lýst því yfir að svo skildi verða.Ofan í skúffu „Nú, um sjö árum seinna, er nýja stjórnarskráin enn ofan í skúffu ríkisstjórnarinnar. Það þótti mikilvægara að mynda þessa margumræddu breiðu ríkisstjórn frá vinstri til hægri en að efna loforðið við þjóðina um nýja stjórnarskrá. Það þótti mikilvægara að leiða Sjálfstæðisflokkinn aftur til valda, þrátt fyrir öll þau ótal spillingarmál sem hann hefur komið að á nýliðnum árum og þrátt fyrir andstöðu hans við nýju stjórnarskrána og aðgerðir gegn henni - þá þótti það mikilvægara en að efna loforðið við þjóðina um nýja stjórnarskrá. Skortur á aðgerðum til að auka traust fela í sér gríðarlega hættu. Mikið vantraust til stjórnmála, stjórnmálamanna og lýðræðislegra stofnana getur verið undanfari þess að lýðræðisleg gildi víki fyrir stjórnlyndum þjóðernispopúlisma. Ég hef áhyggjur af þessari þróun. Ég hef sérstaklega áhyggjur af því hvernig við bregðumst við þessari þróun því það hefur verið tilhneiging okkar að reyna að ráðast beint gegn þessum öflum með því að setja tjáningarfrelsinu þrengri skorður, með því að reyna að þagga niður umræðu sem okkur þóknast ekki. En staðreyndin er sú að þöggunin nær sjaldnast markmiði sínu heldur nærir frekar og valdeflir þær raddir sem á að þagga,“ sagði Halldóra.Hlusta á raddir almennings Þingmaðurinn sagði hlutverk þingmanna vera að hlusta á raddir almennings, gefa áhyggjum þeirra gaum, stuðla að upplýstri umræðu og vinna að lausnum með gegnsæum ferlum og með skýrri aðkomu almennings. Undir lok ræðu sinnar beindi þingmaðurinn þeim orðum til þjóðarinnar að segja að „þið eruð stjórnarskrárgjafinn og það [sé ]okkar að framkvæma ykkar vilja við gerð grunnsamfélagssáttmálans okkar. Það er mín von að okkur auðnist að framkvæma þann vilja sem allra fyrst, til þess að við höfum öll betri leikreglur, þing sem þjóð, til þess að leysa úr áskorunum framtíðar saman. Við lítum á það sem verkefni okkar Pírata að framkvæma, með gagnsæi og heiðarleika að leiðarljósi, og það verður það áfram þar til markmiðinu er náð,“ sagði Halldóra. Alþingi Píratar Stjórnarskrá Tengdar fréttir EES-samningurinn hafi gjörbreytt íslensku samfélagi Áslaug Arna sagði framtíðina banka á dyrnar sama hversu margir vilja berjast gegn henni. 29. maí 2019 20:45 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, segir ástæðuna fyrir því að fólk beri lítið traust til Alþingis vera að stjórnmálastéttin hafi sýnt að henni sé ekki treystandi til að fara með völd. Henni sé ekki treystandi til þess að setja hag þjóðarinnar umfram eigin hag. Þetta sagði Halldóra í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hún sagði að stjórnmálamenn hafi ítrekað sýnt það í aðdraganda kosninga hversu tilbúnir þeir séu til að lofa öllu fögru til að halda völdum, en treysti svo á gleymni almennings frekar en efna loforðin. Hún sagði stærsta skrefið í þá átt að endurreisa traust til Alþingis væri líklega það að efna stærsta svikna loforðið. Árið 2012 hafi verið haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort að hér skyldi taka gildi ný stjórnarskrá byggð á tillögum stjórnlagaráðs. Tveir þriðju kjósenda, yfirgnæfandi meirihluti, hafi lýst því yfir að svo skildi verða.Ofan í skúffu „Nú, um sjö árum seinna, er nýja stjórnarskráin enn ofan í skúffu ríkisstjórnarinnar. Það þótti mikilvægara að mynda þessa margumræddu breiðu ríkisstjórn frá vinstri til hægri en að efna loforðið við þjóðina um nýja stjórnarskrá. Það þótti mikilvægara að leiða Sjálfstæðisflokkinn aftur til valda, þrátt fyrir öll þau ótal spillingarmál sem hann hefur komið að á nýliðnum árum og þrátt fyrir andstöðu hans við nýju stjórnarskrána og aðgerðir gegn henni - þá þótti það mikilvægara en að efna loforðið við þjóðina um nýja stjórnarskrá. Skortur á aðgerðum til að auka traust fela í sér gríðarlega hættu. Mikið vantraust til stjórnmála, stjórnmálamanna og lýðræðislegra stofnana getur verið undanfari þess að lýðræðisleg gildi víki fyrir stjórnlyndum þjóðernispopúlisma. Ég hef áhyggjur af þessari þróun. Ég hef sérstaklega áhyggjur af því hvernig við bregðumst við þessari þróun því það hefur verið tilhneiging okkar að reyna að ráðast beint gegn þessum öflum með því að setja tjáningarfrelsinu þrengri skorður, með því að reyna að þagga niður umræðu sem okkur þóknast ekki. En staðreyndin er sú að þöggunin nær sjaldnast markmiði sínu heldur nærir frekar og valdeflir þær raddir sem á að þagga,“ sagði Halldóra.Hlusta á raddir almennings Þingmaðurinn sagði hlutverk þingmanna vera að hlusta á raddir almennings, gefa áhyggjum þeirra gaum, stuðla að upplýstri umræðu og vinna að lausnum með gegnsæum ferlum og með skýrri aðkomu almennings. Undir lok ræðu sinnar beindi þingmaðurinn þeim orðum til þjóðarinnar að segja að „þið eruð stjórnarskrárgjafinn og það [sé ]okkar að framkvæma ykkar vilja við gerð grunnsamfélagssáttmálans okkar. Það er mín von að okkur auðnist að framkvæma þann vilja sem allra fyrst, til þess að við höfum öll betri leikreglur, þing sem þjóð, til þess að leysa úr áskorunum framtíðar saman. Við lítum á það sem verkefni okkar Pírata að framkvæma, með gagnsæi og heiðarleika að leiðarljósi, og það verður það áfram þar til markmiðinu er náð,“ sagði Halldóra.
Alþingi Píratar Stjórnarskrá Tengdar fréttir EES-samningurinn hafi gjörbreytt íslensku samfélagi Áslaug Arna sagði framtíðina banka á dyrnar sama hversu margir vilja berjast gegn henni. 29. maí 2019 20:45 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
EES-samningurinn hafi gjörbreytt íslensku samfélagi Áslaug Arna sagði framtíðina banka á dyrnar sama hversu margir vilja berjast gegn henni. 29. maí 2019 20:45