Bjarkey: Óásættanlegt að einn þingflokkur haldi lýðræðinu í uppnámi Atli Ísleifsson skrifar 29. maí 2019 20:00 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna. vísir/vilhelm Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, skaut föstum skotum á þingflokk Miðflokksins vegna málþófs þeirra í umræðum um þriðja orkupakkann í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. „Það er óásættanlegt að einn þingflokkur taki sér þá stöðu að halda löggjafanum og þar með lýðræðinu í uppnámi. Slíkt á ekki að líðast,“ sagði Bjarkey.Talað í tvær vikur Bjarkey útlistaði fjölda þeirra mála sem bíða afgreiðslu og óljóst er hvort takist að ljúka fyrir þinglok vegna málþófs þingmanna Miðflokks. Nefndi hún meðal annars Heilbrigðisstefnu til ársins 2030, þingsályktunartillögu um áætlun gegn ofbeldi og afleiðingum þess, frumvarp félagsmálaráðherra um sérstaka uppbót vegna framfærslu og meðferð atvinnutekna, lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og frumvarp um rétt barna sem aðstandendur þegar foreldri glímir við alvarleg veikindi eða fellur frá.Kominn tími til að uppskera „En það er alls óvíst hvort og þá hvenær þessi mál fá hér fram að ganga vegna þeirrar stöðu sem við stöndum nú frammi fyrir. Vegna þess að einn þingflokkur hefur tekið það að sér að tala hér í tæpar tvær vikur, á milli þess sem hann sannfærir þing og þjóð um að þeir séu alls ekki að stunda málþóf. Á meðan bíðum við hin 54 sem eigum sæti hér á Alþingi, eftir því að geta tekið þessi góðu og þörfu mál til umræðu og afgreiðslu,“ sagði Bjarkey. Þingmaðurinn sagði að yfirstandandi þing hafi verið starfssamt og afkastamikið og nú sé komið að því að uppskera. „Þannig virkar Alþingi, þingið okkar í lýðræðissamfélagi. Það er óásættanlegt að einn þingflokkur taki sér þá stöðu að halda löggjafanum og þar með lýðræðinu í uppnámi. Slíkt á ekki að líðast. Forseti, meirihluti Alþingis vill ljúka 149. þingi með afgreiðslu mála eins og lög gera ráð fyrir. Á þessum bjarta degi er full ástæða fyrir sóknarhug og bjartsýni. Samfélagið á það skilið að við höldum áfram að sækja fram, fyrir alla landsmenn og framtíðina,“ sagði Bjarkey. Alþingi Vinstri græn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Sjá meira
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, skaut föstum skotum á þingflokk Miðflokksins vegna málþófs þeirra í umræðum um þriðja orkupakkann í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. „Það er óásættanlegt að einn þingflokkur taki sér þá stöðu að halda löggjafanum og þar með lýðræðinu í uppnámi. Slíkt á ekki að líðast,“ sagði Bjarkey.Talað í tvær vikur Bjarkey útlistaði fjölda þeirra mála sem bíða afgreiðslu og óljóst er hvort takist að ljúka fyrir þinglok vegna málþófs þingmanna Miðflokks. Nefndi hún meðal annars Heilbrigðisstefnu til ársins 2030, þingsályktunartillögu um áætlun gegn ofbeldi og afleiðingum þess, frumvarp félagsmálaráðherra um sérstaka uppbót vegna framfærslu og meðferð atvinnutekna, lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og frumvarp um rétt barna sem aðstandendur þegar foreldri glímir við alvarleg veikindi eða fellur frá.Kominn tími til að uppskera „En það er alls óvíst hvort og þá hvenær þessi mál fá hér fram að ganga vegna þeirrar stöðu sem við stöndum nú frammi fyrir. Vegna þess að einn þingflokkur hefur tekið það að sér að tala hér í tæpar tvær vikur, á milli þess sem hann sannfærir þing og þjóð um að þeir séu alls ekki að stunda málþóf. Á meðan bíðum við hin 54 sem eigum sæti hér á Alþingi, eftir því að geta tekið þessi góðu og þörfu mál til umræðu og afgreiðslu,“ sagði Bjarkey. Þingmaðurinn sagði að yfirstandandi þing hafi verið starfssamt og afkastamikið og nú sé komið að því að uppskera. „Þannig virkar Alþingi, þingið okkar í lýðræðissamfélagi. Það er óásættanlegt að einn þingflokkur taki sér þá stöðu að halda löggjafanum og þar með lýðræðinu í uppnámi. Slíkt á ekki að líðast. Forseti, meirihluti Alþingis vill ljúka 149. þingi með afgreiðslu mála eins og lög gera ráð fyrir. Á þessum bjarta degi er full ástæða fyrir sóknarhug og bjartsýni. Samfélagið á það skilið að við höldum áfram að sækja fram, fyrir alla landsmenn og framtíðina,“ sagði Bjarkey.
Alþingi Vinstri græn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Sjá meira