Leggja til að þriðji orkupakkinn verði færður aftast á dagskrá þingsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. maí 2019 16:48 Frá þingfundi í gær þar sem þingmenn Miðflokksins ræddu þriðja orkupakkann. vísir/vilhelm Fjórir stjórnarandstöðuflokkar, Samfylkingin, Píratar, Viðreisn og Flokkur fólksins, leggja til að flokkarnir sem sæti eiga á þingi setjist nú að samningaborðinu og semji um afgreiðslu þeirra mála sem bíða á þingi. Innleiðing þriðja orkupakkans verði færð aftast á dagskrá þingsins en flokkarnir leggja þetta til sem lausn á málþófi þingmanna Miðflokksins um þriðja orkupakkann. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, greinir frá tillögu flokkanna á Facebook-síðu sinni. Hann segir mörg gríðarlega mikilvæg mál bíða afgreiðslu og vandséð hvenær þau fái þinglega meðferð. Stjórnarmeirihlutanum hafi algjörlega mistekist að höggva á hnútinn. „Undanfarnar vikur hefur staðið yfir málþóf níu þingmanna Miðflokksins um þriðja orkupakkann sem komið hefur í veg fyrir þinglega meðferð allra annarra mála. Það er gagnrýnivert að mörg stór mál ríkisstjórnarinnar hafa komið allt of seint fram, þar á meðal innleiðing þriðja orkupakkans, auk þess sem enn er beðið eftir nýrri fjármálastefnu og breyttri fjármálaáætlun. Mörg gríðarlega mikilvæg mál bíða afgreiðslu og vandséð hvenær þau fái þinglega meðferð. Stjórnarmeirihlutanum hefur mistekist algjörlega að höggva á þennan hnút. Undir liggja miklir hagsmunir almennings og ótækt annað en að þingmenn, hvar í flokki sem þeir standa, fái tækifæri til að sinna þessum verkefnum í þágu kjósenda af fullum krafti. Því leggja eftirfarandi flokkar fram þá lausn að flokkarnir semji um afgreiðslu þeirra mála sem bíða og innleiðing þriðja orkupakkans verði færð aftast á dagskrá þessa þings,“ segir Logi á Facebook-síðu sinni en færsluna má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Alþingi Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir þingmenn Miðflokksins hygla sjálfum sér daginn út og inn Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagðist upplifa vanlíðan yfir því að geta ekki unnið að málum kjósenda sinna. Miðflokksmenn hefðu tekið Alþingi Íslendinga í gíslingu. 28. maí 2019 12:17 Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. 29. maí 2019 11:12 Mætir ekki til eldhúsdagsumræðna vegna lengdar þingfundar Þingmaður Miðflokksins sagðist ætla að sleppa eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld til að geta undirbúið þingfund á föstudag undir lok rúmlega sólahrings langs þingfundar í morgun. 29. maí 2019 11:35 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Fjórir stjórnarandstöðuflokkar, Samfylkingin, Píratar, Viðreisn og Flokkur fólksins, leggja til að flokkarnir sem sæti eiga á þingi setjist nú að samningaborðinu og semji um afgreiðslu þeirra mála sem bíða á þingi. Innleiðing þriðja orkupakkans verði færð aftast á dagskrá þingsins en flokkarnir leggja þetta til sem lausn á málþófi þingmanna Miðflokksins um þriðja orkupakkann. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, greinir frá tillögu flokkanna á Facebook-síðu sinni. Hann segir mörg gríðarlega mikilvæg mál bíða afgreiðslu og vandséð hvenær þau fái þinglega meðferð. Stjórnarmeirihlutanum hafi algjörlega mistekist að höggva á hnútinn. „Undanfarnar vikur hefur staðið yfir málþóf níu þingmanna Miðflokksins um þriðja orkupakkann sem komið hefur í veg fyrir þinglega meðferð allra annarra mála. Það er gagnrýnivert að mörg stór mál ríkisstjórnarinnar hafa komið allt of seint fram, þar á meðal innleiðing þriðja orkupakkans, auk þess sem enn er beðið eftir nýrri fjármálastefnu og breyttri fjármálaáætlun. Mörg gríðarlega mikilvæg mál bíða afgreiðslu og vandséð hvenær þau fái þinglega meðferð. Stjórnarmeirihlutanum hefur mistekist algjörlega að höggva á þennan hnút. Undir liggja miklir hagsmunir almennings og ótækt annað en að þingmenn, hvar í flokki sem þeir standa, fái tækifæri til að sinna þessum verkefnum í þágu kjósenda af fullum krafti. Því leggja eftirfarandi flokkar fram þá lausn að flokkarnir semji um afgreiðslu þeirra mála sem bíða og innleiðing þriðja orkupakkans verði færð aftast á dagskrá þessa þings,“ segir Logi á Facebook-síðu sinni en færsluna má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Alþingi Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir þingmenn Miðflokksins hygla sjálfum sér daginn út og inn Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagðist upplifa vanlíðan yfir því að geta ekki unnið að málum kjósenda sinna. Miðflokksmenn hefðu tekið Alþingi Íslendinga í gíslingu. 28. maí 2019 12:17 Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. 29. maí 2019 11:12 Mætir ekki til eldhúsdagsumræðna vegna lengdar þingfundar Þingmaður Miðflokksins sagðist ætla að sleppa eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld til að geta undirbúið þingfund á föstudag undir lok rúmlega sólahrings langs þingfundar í morgun. 29. maí 2019 11:35 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Segir þingmenn Miðflokksins hygla sjálfum sér daginn út og inn Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagðist upplifa vanlíðan yfir því að geta ekki unnið að málum kjósenda sinna. Miðflokksmenn hefðu tekið Alþingi Íslendinga í gíslingu. 28. maí 2019 12:17
Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. 29. maí 2019 11:12
Mætir ekki til eldhúsdagsumræðna vegna lengdar þingfundar Þingmaður Miðflokksins sagðist ætla að sleppa eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld til að geta undirbúið þingfund á föstudag undir lok rúmlega sólahrings langs þingfundar í morgun. 29. maí 2019 11:35