Hákarl skorinn úr línu án þess að skera sporðinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. maí 2019 16:00 Ónefndur sjómaður sendi myndband til að sýna hvernig skipverjar hefðu getað brugðist við vandanum. Mikið hefur verið rætt um skipverjana á Bíldsey SH 65 sem skárðu sporð af hákarli sem flæktist í línu í bátnum nýverið. Þeir birtu sjálfir myndband af uppátækinu, að því er virðist til þess að stuða fólk, og birtu á samfélagsmiðlum.Viðbrögðin voru mikil hjá fólki sem sakaði þá um dýraníð og skepnuskap. Færðu þeir þau rök fyrir því að hákarlinn hefði aldrei haldið lífi hvort eð er og því hefði engu máli skipt þótt sporðurinn væri skorinn af.Töluvert hefur verið deilt um þetta í umræðum á netinu, bæði á Facebook og í ummælakerfum fjölmiðlanna. Sumir taka undir með skipverjunum, segja hákarlinn myndu deyja hvort sem er og sjómenn séu vanir því að drepa fiska. Flestir fordæma þó hegðunina og segja hana sýna grimmdarskap. Einn sjómaður, sem vildi ekki láta nafns síns getið, sendi Vísi myndband af hákarli flæktum í línu til að sýna hvernig skipverjarnir hefðu getað brugðist við vandanum.Myndbandið má sjá hér að neðan.Fjórir voru um borð í bátnum þegar atvikið átti sér stað. Skipstjóri og þrír skipverjar sem allir komu við sögu á myndbandinu. Þeim þremur hefur öllum verið sagt upp störfum og hegðun þeirra fordæmd af eigendum útgerðarinnar. Hið sama hefur formaður Sjómannasambandsins gert sem telur skipverjana munu eiga erfitt með að fá starf í bransanum á ný. Hann veltir fyrir sér hvort um of harkaleg viðbrögð sé að ræða að reka þá án þess að gefa þeim tækifæri til að bæta ráð sitt.Málið er á borði Matvælastofnunar sem beinir sjónum sínum fyrst og fremst að þeim skipverja sem skar sporðinn af. Rætt hefur við hann og svo virðist sem aðeins sé spursmál hvort hann hljóti stjórnvaldssekt eða verði kærður til lögreglu. Skipverjarnir þrír hafa ekkert tjáð sig um málið undanfarinn sólarhring en Vísir hefur gert endurteknar tilraunir til að ná í þá. Skipstjórinn vildi ekkert tjá sig um málið við Vísi. Dýr Sjávarútvegur Tengdar fréttir Búið að ræða við skipverjann sem bíður sektar eða kæru til lögreglu Fulltrúi Matvælastofnunar hefur rætt við skipverja á Bíldsey SH sem skar sporð af hákarli sem hafði fest sig í línu bátsins. 29. maí 2019 10:58 Þriðja skipverjanum sagt upp Stjórn Sæfells hf. hefur sagt upp þriðja skipverjanum á Bíldsey SH eftir að myndbandsbrot þar sem sjá má skipverja skera sporð af hákarli og sleppa honum lausum komst í birtingu. 29. maí 2019 11:47 Skáru sporðinn af hákarli og birtu myndband á netinu Myndskeið af tveimur skipverjum á bátnum Bíldsey SH-65 að skera sporð af hákarli er í mikilli dreifingu á netinu þessa stundina. 28. maí 2019 13:42 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um skipverjana á Bíldsey SH 65 sem skárðu sporð af hákarli sem flæktist í línu í bátnum nýverið. Þeir birtu sjálfir myndband af uppátækinu, að því er virðist til þess að stuða fólk, og birtu á samfélagsmiðlum.Viðbrögðin voru mikil hjá fólki sem sakaði þá um dýraníð og skepnuskap. Færðu þeir þau rök fyrir því að hákarlinn hefði aldrei haldið lífi hvort eð er og því hefði engu máli skipt þótt sporðurinn væri skorinn af.Töluvert hefur verið deilt um þetta í umræðum á netinu, bæði á Facebook og í ummælakerfum fjölmiðlanna. Sumir taka undir með skipverjunum, segja hákarlinn myndu deyja hvort sem er og sjómenn séu vanir því að drepa fiska. Flestir fordæma þó hegðunina og segja hana sýna grimmdarskap. Einn sjómaður, sem vildi ekki láta nafns síns getið, sendi Vísi myndband af hákarli flæktum í línu til að sýna hvernig skipverjarnir hefðu getað brugðist við vandanum.Myndbandið má sjá hér að neðan.Fjórir voru um borð í bátnum þegar atvikið átti sér stað. Skipstjóri og þrír skipverjar sem allir komu við sögu á myndbandinu. Þeim þremur hefur öllum verið sagt upp störfum og hegðun þeirra fordæmd af eigendum útgerðarinnar. Hið sama hefur formaður Sjómannasambandsins gert sem telur skipverjana munu eiga erfitt með að fá starf í bransanum á ný. Hann veltir fyrir sér hvort um of harkaleg viðbrögð sé að ræða að reka þá án þess að gefa þeim tækifæri til að bæta ráð sitt.Málið er á borði Matvælastofnunar sem beinir sjónum sínum fyrst og fremst að þeim skipverja sem skar sporðinn af. Rætt hefur við hann og svo virðist sem aðeins sé spursmál hvort hann hljóti stjórnvaldssekt eða verði kærður til lögreglu. Skipverjarnir þrír hafa ekkert tjáð sig um málið undanfarinn sólarhring en Vísir hefur gert endurteknar tilraunir til að ná í þá. Skipstjórinn vildi ekkert tjá sig um málið við Vísi.
Dýr Sjávarútvegur Tengdar fréttir Búið að ræða við skipverjann sem bíður sektar eða kæru til lögreglu Fulltrúi Matvælastofnunar hefur rætt við skipverja á Bíldsey SH sem skar sporð af hákarli sem hafði fest sig í línu bátsins. 29. maí 2019 10:58 Þriðja skipverjanum sagt upp Stjórn Sæfells hf. hefur sagt upp þriðja skipverjanum á Bíldsey SH eftir að myndbandsbrot þar sem sjá má skipverja skera sporð af hákarli og sleppa honum lausum komst í birtingu. 29. maí 2019 11:47 Skáru sporðinn af hákarli og birtu myndband á netinu Myndskeið af tveimur skipverjum á bátnum Bíldsey SH-65 að skera sporð af hákarli er í mikilli dreifingu á netinu þessa stundina. 28. maí 2019 13:42 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Búið að ræða við skipverjann sem bíður sektar eða kæru til lögreglu Fulltrúi Matvælastofnunar hefur rætt við skipverja á Bíldsey SH sem skar sporð af hákarli sem hafði fest sig í línu bátsins. 29. maí 2019 10:58
Þriðja skipverjanum sagt upp Stjórn Sæfells hf. hefur sagt upp þriðja skipverjanum á Bíldsey SH eftir að myndbandsbrot þar sem sjá má skipverja skera sporð af hákarli og sleppa honum lausum komst í birtingu. 29. maí 2019 11:47
Skáru sporðinn af hákarli og birtu myndband á netinu Myndskeið af tveimur skipverjum á bátnum Bíldsey SH-65 að skera sporð af hákarli er í mikilli dreifingu á netinu þessa stundina. 28. maí 2019 13:42