Ætlar að stórbæta réttindi leigjenda Andri Eysteinsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 29. maí 2019 12:45 Alls eru þrjátíu þúsund manns á leigumarkaði hér á landi og hefur þeim fjölgað um sextíu prósent á rúmum tíu árum. Vísir/Vilhelm Alls eru þrjátíu þúsund manns á leigumarkaði hér á landi og hefur þeim fjölgað um sextíu prósent á rúmum tíu árum. Félagsmálaráðherra segir að frumvarp um breytingar á húsleigulögum verði lagt fyrir Alþingi í haust þar sem komi fram verulegar réttarbætur fyrir leigjendur. Leigjendur hér á landi hafa lengi kvartað undan meira óöryggi en leigjendur í nágrannalöndunum, hvað varðar t.d. tíða hækkun leiguverðs eða skyndilega uppsögn samnings. Í janúar lagði átakshópur í húsnæðismálum til að húsaleigulög yrði endurskoðuð svo bæta mætti réttarstöðu þeirra þrjátíu þúsund einstaklinga sem eru á leigumarkaði hér á landi. Íbúðalánasjóður og Félagsmálaráðuneytið héldu Leigudaginn í dag á Hilton Reykjavík. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir að umræður og vinnustofur þar verði nýttar í tillögur í frumvarp um breytingar á húsaleigulögum sem verður lagt fyrir Alþingi í haust. „Það sem er verið að skoða er hvort að ákvörðun leigufjárhæðar í upphafi leigu og heimildir til að breyta henni á leigutíma sé hægt að takmarka það eitthvað og líka lengd leigusamnings og uppsögn hans. Skilgreina langtímatímaleigu og úrræða og viðurlög gegnum brotum á ákvæðum húsaleigulaga,“ sagði Ásmundur Einar. Hann býst við að fram komi talsverðar breytingar á þessum málum enda sé kveðið á það í hinum svokallaða lífskjarasamningi stjórnvalda og vinnumarkaðarins. Ásmundur segir að litið verði til nágrannalanda í þessu samhengi þar sem réttindi leigjenda séu mun betri en hér á landi. Leigjendum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. „Það er 60% aukning frá tímabilinu 2004-2006 til 2014 til 2016. Á sama tíma jókst heildarfjöldi heimila aðeins um 14%. Misvægi er mikið. Leigjendur eru tekjulægsti hópur samfélagsins en vill gjarnan vera í eigin húsnæði þannig að þú sérð að það er mjög aðkallandi að stíga fast til jarðar þarna,“ sagði Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra. Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira
Alls eru þrjátíu þúsund manns á leigumarkaði hér á landi og hefur þeim fjölgað um sextíu prósent á rúmum tíu árum. Félagsmálaráðherra segir að frumvarp um breytingar á húsleigulögum verði lagt fyrir Alþingi í haust þar sem komi fram verulegar réttarbætur fyrir leigjendur. Leigjendur hér á landi hafa lengi kvartað undan meira óöryggi en leigjendur í nágrannalöndunum, hvað varðar t.d. tíða hækkun leiguverðs eða skyndilega uppsögn samnings. Í janúar lagði átakshópur í húsnæðismálum til að húsaleigulög yrði endurskoðuð svo bæta mætti réttarstöðu þeirra þrjátíu þúsund einstaklinga sem eru á leigumarkaði hér á landi. Íbúðalánasjóður og Félagsmálaráðuneytið héldu Leigudaginn í dag á Hilton Reykjavík. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir að umræður og vinnustofur þar verði nýttar í tillögur í frumvarp um breytingar á húsaleigulögum sem verður lagt fyrir Alþingi í haust. „Það sem er verið að skoða er hvort að ákvörðun leigufjárhæðar í upphafi leigu og heimildir til að breyta henni á leigutíma sé hægt að takmarka það eitthvað og líka lengd leigusamnings og uppsögn hans. Skilgreina langtímatímaleigu og úrræða og viðurlög gegnum brotum á ákvæðum húsaleigulaga,“ sagði Ásmundur Einar. Hann býst við að fram komi talsverðar breytingar á þessum málum enda sé kveðið á það í hinum svokallaða lífskjarasamningi stjórnvalda og vinnumarkaðarins. Ásmundur segir að litið verði til nágrannalanda í þessu samhengi þar sem réttindi leigjenda séu mun betri en hér á landi. Leigjendum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. „Það er 60% aukning frá tímabilinu 2004-2006 til 2014 til 2016. Á sama tíma jókst heildarfjöldi heimila aðeins um 14%. Misvægi er mikið. Leigjendur eru tekjulægsti hópur samfélagsins en vill gjarnan vera í eigin húsnæði þannig að þú sérð að það er mjög aðkallandi að stíga fast til jarðar þarna,“ sagði Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra.
Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira