Lýstu yfir vantrausti við kanslara Austurríkis Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2019 15:55 Sebastian Kurz, fyrrverandi kanslari og formaður Þjóðarflokksins. AP/Ronald Zak Þing Austurríkis hefur samþykkt vantrauststillögu gegn Sebastian Kurz, kanslara og formanns Þjóðarflokksins, vegna hneykslis Heinz-Christian Strachce, fyrrverandi varakanslara og leiðtoga Frelsisflokksins. Boðað hefur verið til kosninga í september og hefur starfsstjórn tekið við völdum. Kurz leiddi þá starfsstjórn þar til í dag þegar þingmenn stjórnarandstöðunnar og Frelsisflokks Strache greiddu atkvæði með vantrauststillögunni. Það sem leiddi til stjórnarslita Þjóðar- og Frelsisflokksins var myndbandsupptaka þar sem Heinz-Christian Strache virtist lofa konu, sem þóttist vera í forsvari fyrir rússneskan auðjöfur, opinberum samningum í skiptum fyrir jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum og fjármagn. Strache sagði konunni að ef auðjöfurinn sem hún þóttist vera í forsvari fyrir keypti eitt af stærstu dagblöðum Austurríkis og sæi til þess að umfjöllun um Frelsisflokkinn væri jákvæðari. Hann nefndi nokkra blaðamenn sem þyrfti að reka og aðra sem hann vildi að yrði gert hærra undir höfði. Þar að auki ræddi hann við hana um það hvernig hægt væri að koma fjármunum til flokksins með leiðum sem færu fram hjá opinberu eftirliti. Myndbandið var tekið upp á Ibiza, skömmu fyrir þingkosningar í Austurríki árið 2017. Þjóðarflokkur Kurz kom vel út úr Evrópuþingskosningum sem fóru fram í gær og vonaðist hann samkvæmt Reuters til þess að nýta sér þann árangur og áframhaldandi veru sína í embætti Kanslara til að styrkja stöðu flokksins fyrir þingkosningarnar í september. Kurz mun hafa ætlað að stilla sér upp sem fórnarlambi frekar en þeim sem tryggðu aðgang Strache og Frelsisflokksins að ríkisstjórn landsins. Hann mun þó mögulega verða kanslari aftur í september, haldi Þjóðarflokkurinn fylgi sínu. Frelsisflokkurinn tapaði miklu fylgi í gær. Austurríki Evrópusambandið Tengdar fréttir Mótmæli í Austurríki þegar hægristjórnin tók við völdum Hægristjórn hins 31 árs gamla Sebastian Kurz tók við völdum í Austurríki fyrr í dag. 18. desember 2017 12:16 Ætla að loka moskum og reka bænapresta úr landi Yfirvöld Austurríkis ætla að loka sjö moskum í ríkinu og reka bænapresta, sem sagðir eru vera fjármagnaðir erlendis frá, úr landi. 8. júní 2018 12:11 Samkomulagi náð um ríkisstjórnarsamstarf í Austurríki Austurríski Þjóðarflokkurinn hefur náð samkomulagi við Frelsisflokkinn um ríkisstjórnarsamstar. 15. desember 2017 22:16 Hert útlendingalöggjöf efst á dagskrá nýrrar ríkisstjórnar Sebastian Kurz er orðinn kanslari Austurríkis. Þjóðernishyggjuflokkar í ríkisstjórn. Annar þeirra stofnaður af nasistum. Hörð mótmæli voru fyrir utan Hofburg-höll á meðan ríkisstjórnin tók við völdum. 19. desember 2017 06:00 Allir ráðherrar austurríska Frelsisflokksins segja af sér Alls fimm ráðherrar flokksins hafa nú sagt af sér, auk varakanslarans, í kjölfar hneykslismáls sem skekur Austurríki. 20. maí 2019 19:41 Morðinginn í Christchurch gaf austurrískum öfgamönnum fé Ástralskur maður gaf leiðtoga öfgasamtaka andsnúnum innflytjendum í Austurríki jafnvirði um 200.000 króna. 28. mars 2019 13:19 Boðað til óvæntra kosninga í Austurríki Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis og , hefur slitið ríkisstjórnarsamstarfi flokks síns Þjóðarflokksins við fjar-hægri Frelsisflokkinn og boðað til kosninga. 18. maí 2019 22:30 Vann með þjóðernishyggju að vopni Þegar Sebastian Kurz var kjörinn formaður ungliðahreyfingar Þjóðarflokksins í Austurríki árið 2009, þá 23 ára gamall, grunaði hann eflaust ekki að innan áratugar myndi hann leiða flokk sinn til kosningasigurs og verða þannig afar líklegur til að setjast á kanslarastól. 21. október 2017 06:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Þing Austurríkis hefur samþykkt vantrauststillögu gegn Sebastian Kurz, kanslara og formanns Þjóðarflokksins, vegna hneykslis Heinz-Christian Strachce, fyrrverandi varakanslara og leiðtoga Frelsisflokksins. Boðað hefur verið til kosninga í september og hefur starfsstjórn tekið við völdum. Kurz leiddi þá starfsstjórn þar til í dag þegar þingmenn stjórnarandstöðunnar og Frelsisflokks Strache greiddu atkvæði með vantrauststillögunni. Það sem leiddi til stjórnarslita Þjóðar- og Frelsisflokksins var myndbandsupptaka þar sem Heinz-Christian Strache virtist lofa konu, sem þóttist vera í forsvari fyrir rússneskan auðjöfur, opinberum samningum í skiptum fyrir jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum og fjármagn. Strache sagði konunni að ef auðjöfurinn sem hún þóttist vera í forsvari fyrir keypti eitt af stærstu dagblöðum Austurríkis og sæi til þess að umfjöllun um Frelsisflokkinn væri jákvæðari. Hann nefndi nokkra blaðamenn sem þyrfti að reka og aðra sem hann vildi að yrði gert hærra undir höfði. Þar að auki ræddi hann við hana um það hvernig hægt væri að koma fjármunum til flokksins með leiðum sem færu fram hjá opinberu eftirliti. Myndbandið var tekið upp á Ibiza, skömmu fyrir þingkosningar í Austurríki árið 2017. Þjóðarflokkur Kurz kom vel út úr Evrópuþingskosningum sem fóru fram í gær og vonaðist hann samkvæmt Reuters til þess að nýta sér þann árangur og áframhaldandi veru sína í embætti Kanslara til að styrkja stöðu flokksins fyrir þingkosningarnar í september. Kurz mun hafa ætlað að stilla sér upp sem fórnarlambi frekar en þeim sem tryggðu aðgang Strache og Frelsisflokksins að ríkisstjórn landsins. Hann mun þó mögulega verða kanslari aftur í september, haldi Þjóðarflokkurinn fylgi sínu. Frelsisflokkurinn tapaði miklu fylgi í gær.
Austurríki Evrópusambandið Tengdar fréttir Mótmæli í Austurríki þegar hægristjórnin tók við völdum Hægristjórn hins 31 árs gamla Sebastian Kurz tók við völdum í Austurríki fyrr í dag. 18. desember 2017 12:16 Ætla að loka moskum og reka bænapresta úr landi Yfirvöld Austurríkis ætla að loka sjö moskum í ríkinu og reka bænapresta, sem sagðir eru vera fjármagnaðir erlendis frá, úr landi. 8. júní 2018 12:11 Samkomulagi náð um ríkisstjórnarsamstarf í Austurríki Austurríski Þjóðarflokkurinn hefur náð samkomulagi við Frelsisflokkinn um ríkisstjórnarsamstar. 15. desember 2017 22:16 Hert útlendingalöggjöf efst á dagskrá nýrrar ríkisstjórnar Sebastian Kurz er orðinn kanslari Austurríkis. Þjóðernishyggjuflokkar í ríkisstjórn. Annar þeirra stofnaður af nasistum. Hörð mótmæli voru fyrir utan Hofburg-höll á meðan ríkisstjórnin tók við völdum. 19. desember 2017 06:00 Allir ráðherrar austurríska Frelsisflokksins segja af sér Alls fimm ráðherrar flokksins hafa nú sagt af sér, auk varakanslarans, í kjölfar hneykslismáls sem skekur Austurríki. 20. maí 2019 19:41 Morðinginn í Christchurch gaf austurrískum öfgamönnum fé Ástralskur maður gaf leiðtoga öfgasamtaka andsnúnum innflytjendum í Austurríki jafnvirði um 200.000 króna. 28. mars 2019 13:19 Boðað til óvæntra kosninga í Austurríki Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis og , hefur slitið ríkisstjórnarsamstarfi flokks síns Þjóðarflokksins við fjar-hægri Frelsisflokkinn og boðað til kosninga. 18. maí 2019 22:30 Vann með þjóðernishyggju að vopni Þegar Sebastian Kurz var kjörinn formaður ungliðahreyfingar Þjóðarflokksins í Austurríki árið 2009, þá 23 ára gamall, grunaði hann eflaust ekki að innan áratugar myndi hann leiða flokk sinn til kosningasigurs og verða þannig afar líklegur til að setjast á kanslarastól. 21. október 2017 06:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Mótmæli í Austurríki þegar hægristjórnin tók við völdum Hægristjórn hins 31 árs gamla Sebastian Kurz tók við völdum í Austurríki fyrr í dag. 18. desember 2017 12:16
Ætla að loka moskum og reka bænapresta úr landi Yfirvöld Austurríkis ætla að loka sjö moskum í ríkinu og reka bænapresta, sem sagðir eru vera fjármagnaðir erlendis frá, úr landi. 8. júní 2018 12:11
Samkomulagi náð um ríkisstjórnarsamstarf í Austurríki Austurríski Þjóðarflokkurinn hefur náð samkomulagi við Frelsisflokkinn um ríkisstjórnarsamstar. 15. desember 2017 22:16
Hert útlendingalöggjöf efst á dagskrá nýrrar ríkisstjórnar Sebastian Kurz er orðinn kanslari Austurríkis. Þjóðernishyggjuflokkar í ríkisstjórn. Annar þeirra stofnaður af nasistum. Hörð mótmæli voru fyrir utan Hofburg-höll á meðan ríkisstjórnin tók við völdum. 19. desember 2017 06:00
Allir ráðherrar austurríska Frelsisflokksins segja af sér Alls fimm ráðherrar flokksins hafa nú sagt af sér, auk varakanslarans, í kjölfar hneykslismáls sem skekur Austurríki. 20. maí 2019 19:41
Morðinginn í Christchurch gaf austurrískum öfgamönnum fé Ástralskur maður gaf leiðtoga öfgasamtaka andsnúnum innflytjendum í Austurríki jafnvirði um 200.000 króna. 28. mars 2019 13:19
Boðað til óvæntra kosninga í Austurríki Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis og , hefur slitið ríkisstjórnarsamstarfi flokks síns Þjóðarflokksins við fjar-hægri Frelsisflokkinn og boðað til kosninga. 18. maí 2019 22:30
Vann með þjóðernishyggju að vopni Þegar Sebastian Kurz var kjörinn formaður ungliðahreyfingar Þjóðarflokksins í Austurríki árið 2009, þá 23 ára gamall, grunaði hann eflaust ekki að innan áratugar myndi hann leiða flokk sinn til kosningasigurs og verða þannig afar líklegur til að setjast á kanslarastól. 21. október 2017 06:00