Segir grafalvarlegt að tala mannréttindadómstól niður Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. maí 2019 06:30 Sigríður Andersen er harðlega gagnrýnd fyrir ummæli um Mannréttindadómstól Evrópu. Vísir/vilhelm „Það er sorglegt að horfa upp á þessi viðhorf Sjálfstæðisflokksins til Mannréttindadómstóls Evrópu á níutíu ára afmæli flokksins,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, um nýfallin ummæli Sigríðar Á. Andersen um Mannréttindadómstól Evrópu og dóm hans í Landsréttarmálinu. Í grein í Morgunblaðinu í tilefni 90 ára afmælis Sjálfstæðisflokksins kallaði Sigríður nýfallinn dóm MDE atlögu frá pólitískt kjörnum dómurum í Strassborg. Í greininni segir Sigríður það hafa verið sér sár vonbrigði „að sjá íslensk stjórnmál, fjölmiðla og réttarkerfið falla á kné þegar erlend nefnd sem ekkert umboð hefur frá sjálfstæðum Íslendingum gerði atlögu að dómskerfi okkar Íslendinga.“ Svo lýsir Sigríður því að aldrei í sögunni hafi handhafar ríkisvaldsins fest nýja stofnun í sessi með jafn afgerandi hætti og hún treysti því að þegar frá líði verði litið á atlöguna frá Strassborg sem umboðslaust pólitískt at. „Þetta er dapurleg afmæliskveðja Sjálfstæðismanna til landsmanna,“ segir Þorgerður. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, tekur í sama streng. „Það er grafalvarlegt að fyrrverandi dómsmálaráðherra tali dómstólinn niður á þann hátt sem hún gerir í greininni. Ísland hefur átt aðild að Mannréttindadómstól Evrópu í áratugi og hann hefur fært okkur ýmiss konar réttarbót frá stofnun sem Sigríði, sem er löglærð, ætti að vera kunnugt um,“ segir Helga Vala. Helga Vala og Þorgerður velta einnig fyrir sér áhrifum þessa viðhorfa ráðherrans fyrrverandi á meðferð málsins hjá ríkisstjórninni. „Ég hef líka vissar áhyggjur af því að ríkisstjórnin kunni að láta þessa afstöðu Sigríðar til dómstólsins afvegaleiða sig í nauðsynlegri vinnu við endurreisn okkar dómskerfis sem ekki má bíða lengur með að hefja,“ segir Helga Vala. Þorgerður segir að í ljósi þeirra viðhorfa sem komi fram hjá fyrrverandi dómsmálaráðherra sé ekki að undra hve illa ríkisstjórnin var undir dóminn búin þegar hann féll. „Þessi viðhorf skýra af hverju ríkisstjórnin var ekki betur undirbúin með ýmsum sviðsmyndum eftir því hver niðurstaðan yrði.“Saga Íslands og Mannréttindadómstólsins Fréttablaðið fór yfir sextíu ára sögu sambands Íslands við Mannréttindadómstólsins á laugardaginn, sama dag og grein Sigríðar birtist í Morgunblaðinu. Þar voru rifjuð upp nokkur markverð mál, þeirra á meðal mál Jóns Kristjánssonar sem ók yfir á rauðu ljósi á Akureyri og neitaði að lúta því að sýslumaður bæði rannsakaði málið og dæmdi það. Dómsátt hans og íslenskra stjórnvalda í Strassborg leiddi til umfangsmikilla breytinga á íslensku réttarkerfi með aðskilnaði framkvæmdarvalds og dómsvalds í héraði. Farið var yfir áhrif dóma MDE á innlenda dómaframkvæmd um mörk tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífs en flest mál sem íslenskir borgarar hafa unnið í Strassborg eru tjáningarfrelsismál íslenskra blaðamanna. Þá eru rifjaðir upp dómar um ólögmætar frelsisskerðingar, brot á rétti manna til að standa utan félaga og fleiri mál. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
„Það er sorglegt að horfa upp á þessi viðhorf Sjálfstæðisflokksins til Mannréttindadómstóls Evrópu á níutíu ára afmæli flokksins,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, um nýfallin ummæli Sigríðar Á. Andersen um Mannréttindadómstól Evrópu og dóm hans í Landsréttarmálinu. Í grein í Morgunblaðinu í tilefni 90 ára afmælis Sjálfstæðisflokksins kallaði Sigríður nýfallinn dóm MDE atlögu frá pólitískt kjörnum dómurum í Strassborg. Í greininni segir Sigríður það hafa verið sér sár vonbrigði „að sjá íslensk stjórnmál, fjölmiðla og réttarkerfið falla á kné þegar erlend nefnd sem ekkert umboð hefur frá sjálfstæðum Íslendingum gerði atlögu að dómskerfi okkar Íslendinga.“ Svo lýsir Sigríður því að aldrei í sögunni hafi handhafar ríkisvaldsins fest nýja stofnun í sessi með jafn afgerandi hætti og hún treysti því að þegar frá líði verði litið á atlöguna frá Strassborg sem umboðslaust pólitískt at. „Þetta er dapurleg afmæliskveðja Sjálfstæðismanna til landsmanna,“ segir Þorgerður. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, tekur í sama streng. „Það er grafalvarlegt að fyrrverandi dómsmálaráðherra tali dómstólinn niður á þann hátt sem hún gerir í greininni. Ísland hefur átt aðild að Mannréttindadómstól Evrópu í áratugi og hann hefur fært okkur ýmiss konar réttarbót frá stofnun sem Sigríði, sem er löglærð, ætti að vera kunnugt um,“ segir Helga Vala. Helga Vala og Þorgerður velta einnig fyrir sér áhrifum þessa viðhorfa ráðherrans fyrrverandi á meðferð málsins hjá ríkisstjórninni. „Ég hef líka vissar áhyggjur af því að ríkisstjórnin kunni að láta þessa afstöðu Sigríðar til dómstólsins afvegaleiða sig í nauðsynlegri vinnu við endurreisn okkar dómskerfis sem ekki má bíða lengur með að hefja,“ segir Helga Vala. Þorgerður segir að í ljósi þeirra viðhorfa sem komi fram hjá fyrrverandi dómsmálaráðherra sé ekki að undra hve illa ríkisstjórnin var undir dóminn búin þegar hann féll. „Þessi viðhorf skýra af hverju ríkisstjórnin var ekki betur undirbúin með ýmsum sviðsmyndum eftir því hver niðurstaðan yrði.“Saga Íslands og Mannréttindadómstólsins Fréttablaðið fór yfir sextíu ára sögu sambands Íslands við Mannréttindadómstólsins á laugardaginn, sama dag og grein Sigríðar birtist í Morgunblaðinu. Þar voru rifjuð upp nokkur markverð mál, þeirra á meðal mál Jóns Kristjánssonar sem ók yfir á rauðu ljósi á Akureyri og neitaði að lúta því að sýslumaður bæði rannsakaði málið og dæmdi það. Dómsátt hans og íslenskra stjórnvalda í Strassborg leiddi til umfangsmikilla breytinga á íslensku réttarkerfi með aðskilnaði framkvæmdarvalds og dómsvalds í héraði. Farið var yfir áhrif dóma MDE á innlenda dómaframkvæmd um mörk tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífs en flest mál sem íslenskir borgarar hafa unnið í Strassborg eru tjáningarfrelsismál íslenskra blaðamanna. Þá eru rifjaðir upp dómar um ólögmætar frelsisskerðingar, brot á rétti manna til að standa utan félaga og fleiri mál.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira