Sundriðið á nærbuxunum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. maí 2019 19:15 Knöpunum og hestunum gekk mjög vel að sundríða í sjónum við Stokkseyri. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Hestamennirnir sem fóru í baðreiðtúr í fjörunni á Stokkseyri um helgina kalla ekki allt ömmu sína því karlmennirnir í hópnum fóru berbakt á nærbuxunum einum saman á hestunum í sjóinn á meðan konurnar voru fullklæddar. Árlegur baðtúr hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi var í gær en þá var riðið í fjöruna á Stokkseyri þar sem hestamenn á Eyrarbakka og Stokkseyri hittu Selfyssingana. Það er alltaf spenna í baðtúrnum, hverjir þora á hestunum sínum í sjóinn og hvernig hestarnir haga sér í sjónum. „Við förum alltaf hérna einn laugardag á vorin og hetjurnar sundríða, við hinir horfum á. Það var talað um það þegar menn voru alltaf með hesta á básum, þá voru þeir stundum með flórlæri og þeir komu hingað til að skola lærin á þeim en núna er þeir með svo mikinn spæni að það er engin flór lengur“, segir Magnús Ólafsson, formaður Sleipinis. Hannes og Lýsingur eftir að þeir höfðu sundriðið í sjónum.Magnús HlynurStrákarnir í hópnum fóru berbakt í sjóinn á nærbuxunum. Hannes Kristmundsson var fyrstur til að fara í sjóinn á hestinum Lýsingi. Hann segir mjög skemmtilegt að sundríða og að hestarnir hafi ekki síður gaman af því en knaparnir. „Þetta gekk bara ljómandi vel, hann var ekki alveg til í að fara þarna út í fyrst, ég þurfti að teyma hann út á tangann en svo tók hann bara vel í þetta“. En er erfitt og flókið að sundríða? „Nei, maður gerir í rauninni ekki neitt, hesturinn sér um þetta, það er bara þannig, maður heldur bara í faxið og fer með“, segir Hannes. Elín Rós og Ótti eru hér til hægri í sjónum á Stokkseyri.Konunum í hópnum fannst meiriháttar að fara á hestunum í sjóinn. „Heyrðu, þetta var dásemd, þetta er rosa skemmtilegt og gott fyrir hestana. Þetta er ekkert mál, en þú verður samt að kunna hvað þú ert að gera, en bara eins og ég segi, allir ættir að prófa þetta“, segir Elín Rós Hölludóttir, sem var á hestinum Ótta. Knapar höfðu mjög gaman af baðtúrnum á Stokkseyri. Hér er Sigrún Sigurjónsdóttir á sínum hesti.Magnús HlynurIngvi Tryggvason tók sig vel út á sínum hesti þegar þeir voru búnir að fara í sjóinn.Magnús Hlynur Árborg Landbúnaður Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Hestamennirnir sem fóru í baðreiðtúr í fjörunni á Stokkseyri um helgina kalla ekki allt ömmu sína því karlmennirnir í hópnum fóru berbakt á nærbuxunum einum saman á hestunum í sjóinn á meðan konurnar voru fullklæddar. Árlegur baðtúr hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi var í gær en þá var riðið í fjöruna á Stokkseyri þar sem hestamenn á Eyrarbakka og Stokkseyri hittu Selfyssingana. Það er alltaf spenna í baðtúrnum, hverjir þora á hestunum sínum í sjóinn og hvernig hestarnir haga sér í sjónum. „Við förum alltaf hérna einn laugardag á vorin og hetjurnar sundríða, við hinir horfum á. Það var talað um það þegar menn voru alltaf með hesta á básum, þá voru þeir stundum með flórlæri og þeir komu hingað til að skola lærin á þeim en núna er þeir með svo mikinn spæni að það er engin flór lengur“, segir Magnús Ólafsson, formaður Sleipinis. Hannes og Lýsingur eftir að þeir höfðu sundriðið í sjónum.Magnús HlynurStrákarnir í hópnum fóru berbakt í sjóinn á nærbuxunum. Hannes Kristmundsson var fyrstur til að fara í sjóinn á hestinum Lýsingi. Hann segir mjög skemmtilegt að sundríða og að hestarnir hafi ekki síður gaman af því en knaparnir. „Þetta gekk bara ljómandi vel, hann var ekki alveg til í að fara þarna út í fyrst, ég þurfti að teyma hann út á tangann en svo tók hann bara vel í þetta“. En er erfitt og flókið að sundríða? „Nei, maður gerir í rauninni ekki neitt, hesturinn sér um þetta, það er bara þannig, maður heldur bara í faxið og fer með“, segir Hannes. Elín Rós og Ótti eru hér til hægri í sjónum á Stokkseyri.Konunum í hópnum fannst meiriháttar að fara á hestunum í sjóinn. „Heyrðu, þetta var dásemd, þetta er rosa skemmtilegt og gott fyrir hestana. Þetta er ekkert mál, en þú verður samt að kunna hvað þú ert að gera, en bara eins og ég segi, allir ættir að prófa þetta“, segir Elín Rós Hölludóttir, sem var á hestinum Ótta. Knapar höfðu mjög gaman af baðtúrnum á Stokkseyri. Hér er Sigrún Sigurjónsdóttir á sínum hesti.Magnús HlynurIngvi Tryggvason tók sig vel út á sínum hesti þegar þeir voru búnir að fara í sjóinn.Magnús Hlynur
Árborg Landbúnaður Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira