Ragnar Þór segist hafa verið úthrópaður kvenhatari eftir stuðningskveðjur til Miðflokksins Sylvía Hall skrifar 26. maí 2019 15:42 Ragnar Þór segist ekki vera á leiðinni til liðs við Miðflokkinn, ekki frekar en aðra flokka. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tjáir sig um færslu sem hann birti til stuðnings þingmönnum Miðflokksins nú á dögunum í nýrri stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni. Hann segist vera orðinn „pólitískt viðundur“ í umræðunni. „Ég sendi baráttukveðjur til þeirra þingmanna sem standa vaktina fyrir mig og börnin mín, dag og nótt, við algjörlega óviðunnandi og ómannúðlegar aðstæður, á vinnutíma sem varla getur talist boðlegur í nútíma samfélagi, í því að koma í veg fyrir að 3 Orkupakkinn verði samþykktur,“ skrifaði Ragnar Þór á Facebook-síðu sína á föstudag. Færsla hans vakti mikla athygli en hann er undrandi yfir því hversu hörð viðbrögðin voru.Sjá einnig: Formaður VR þakklátur Miðflokksmönnum „Ég skrifaði færslu til stuðnings þeim þingmönnum sem hafa lagt mikið á sig til að koma í veg fyrir að þriðji orkupakkinn verði samþykktur. Ég hef verið úthrópaður kvenhatari, krafinn um afsögn úr embætti formanns VR og þaðan af verra fyrir vikið. Einnig er fullyrt að ég sé genginn í Miðflokkinn,“ skrifar Ragnar Þór í nýrri færslu. Hann segist vera mótfallinn því að markaðssvæða grunnstoðir samfélagsins og segir nærtækt dæmi vera einkavæðing bankanna sem hafi átt að lækka kostnað, auka samkeppni og vera samfélaginu og neytendum til góðs. Hann segir það ekki heillavænlegt fyrir samfélagið að einkavæða grunnstoðirnar. „Þetta þýðir samt ekki að ég sé á móti ESB, sé andstæðingur Evrópusambandsins. Þvert á móti sé ég marga kosti, en líka galla. Einhverjir gætu túlkað þá skoðun, að ég sé ekki ESB andstæðingur, að ég sé genginn til liðs við Samfylkinguna eða Viðreisn þar sem ég er hrifin af hugmyndum um fastgengisstefnu.“Segist vera pólitískt viðundur Ragnar heldur áfram að ræða skoðanir sínar og segist samsvara sig mörgum flokkum. Stuðningur hans við landbúnað gæti látið marga halda að hann væri Framsóknarmaður á meðan umhverfisáherslur hans gætu staðsett hann nær Vinstri Grænum. Hann hrósar baráttu Flokks fólksins gegn skerðingum í almannatryggingakerfinu gagnvart öryrkjum og ellilífeyrisþegum og segir áhuga sinn á þeirri baráttu jaðra við þráhyggju. Hann sé því afar ánægður með störf þess flokks í þeim málaflokki. Þá hrósar hann ríkisstjórninni fyrir „góða og lausnamiðaða vinnu“ og gott samstarf við gerð kjarasamninga. „Það er vandlifað í heimi málfrelsis og frjálsra skoðanaskipta svo lengi sem skoðanir þínar eru „réttar“. Ég tel að pólitísk rétttrúnaðarstefna, og pólitískur rétttrúnaður almennt, sé það sem sundrar samfélögum. Alveg eins og hver önnur trúarbrögð.“ Hann segir persónulegar skoðanir sínar ekki endurspegla afstöðu verkalýðshreyfingarinnar. Hann sætti sig við að vera „pólitískt viðundur“ því hann sé fyrst og fremst réttlætissinni. „Já og...... framferði títtnefndra þingmanna á Klausturbar voru þeim sjálfum og þjóð til háborinnar skammar,“ skrifar Ragnar Þór að lokum. Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Formaður VR þakklátur Miðflokksmönnum Ragnar Þór Ingólfsson vill fresta atkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann fram á haust. 24. maí 2019 15:28 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tjáir sig um færslu sem hann birti til stuðnings þingmönnum Miðflokksins nú á dögunum í nýrri stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni. Hann segist vera orðinn „pólitískt viðundur“ í umræðunni. „Ég sendi baráttukveðjur til þeirra þingmanna sem standa vaktina fyrir mig og börnin mín, dag og nótt, við algjörlega óviðunnandi og ómannúðlegar aðstæður, á vinnutíma sem varla getur talist boðlegur í nútíma samfélagi, í því að koma í veg fyrir að 3 Orkupakkinn verði samþykktur,“ skrifaði Ragnar Þór á Facebook-síðu sína á föstudag. Færsla hans vakti mikla athygli en hann er undrandi yfir því hversu hörð viðbrögðin voru.Sjá einnig: Formaður VR þakklátur Miðflokksmönnum „Ég skrifaði færslu til stuðnings þeim þingmönnum sem hafa lagt mikið á sig til að koma í veg fyrir að þriðji orkupakkinn verði samþykktur. Ég hef verið úthrópaður kvenhatari, krafinn um afsögn úr embætti formanns VR og þaðan af verra fyrir vikið. Einnig er fullyrt að ég sé genginn í Miðflokkinn,“ skrifar Ragnar Þór í nýrri færslu. Hann segist vera mótfallinn því að markaðssvæða grunnstoðir samfélagsins og segir nærtækt dæmi vera einkavæðing bankanna sem hafi átt að lækka kostnað, auka samkeppni og vera samfélaginu og neytendum til góðs. Hann segir það ekki heillavænlegt fyrir samfélagið að einkavæða grunnstoðirnar. „Þetta þýðir samt ekki að ég sé á móti ESB, sé andstæðingur Evrópusambandsins. Þvert á móti sé ég marga kosti, en líka galla. Einhverjir gætu túlkað þá skoðun, að ég sé ekki ESB andstæðingur, að ég sé genginn til liðs við Samfylkinguna eða Viðreisn þar sem ég er hrifin af hugmyndum um fastgengisstefnu.“Segist vera pólitískt viðundur Ragnar heldur áfram að ræða skoðanir sínar og segist samsvara sig mörgum flokkum. Stuðningur hans við landbúnað gæti látið marga halda að hann væri Framsóknarmaður á meðan umhverfisáherslur hans gætu staðsett hann nær Vinstri Grænum. Hann hrósar baráttu Flokks fólksins gegn skerðingum í almannatryggingakerfinu gagnvart öryrkjum og ellilífeyrisþegum og segir áhuga sinn á þeirri baráttu jaðra við þráhyggju. Hann sé því afar ánægður með störf þess flokks í þeim málaflokki. Þá hrósar hann ríkisstjórninni fyrir „góða og lausnamiðaða vinnu“ og gott samstarf við gerð kjarasamninga. „Það er vandlifað í heimi málfrelsis og frjálsra skoðanaskipta svo lengi sem skoðanir þínar eru „réttar“. Ég tel að pólitísk rétttrúnaðarstefna, og pólitískur rétttrúnaður almennt, sé það sem sundrar samfélögum. Alveg eins og hver önnur trúarbrögð.“ Hann segir persónulegar skoðanir sínar ekki endurspegla afstöðu verkalýðshreyfingarinnar. Hann sætti sig við að vera „pólitískt viðundur“ því hann sé fyrst og fremst réttlætissinni. „Já og...... framferði títtnefndra þingmanna á Klausturbar voru þeim sjálfum og þjóð til háborinnar skammar,“ skrifar Ragnar Þór að lokum.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Formaður VR þakklátur Miðflokksmönnum Ragnar Þór Ingólfsson vill fresta atkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann fram á haust. 24. maí 2019 15:28 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Formaður VR þakklátur Miðflokksmönnum Ragnar Þór Ingólfsson vill fresta atkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann fram á haust. 24. maí 2019 15:28