Flugvöllurinn verði farinn úr Vatnsmýri árið 2030 Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. maí 2019 08:56 Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýri. Vísir/Vilhelm Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og fyrrverandi formaður skipulags- og umhverfisráðs borgarinnar, áætlar að Reykjavíkurflugvöllur verði „svo gott sem farinn“ úr Vatnsmýri árið 2030. Hann segist jafnframt vona að borgarflugvöllurinn verði lagður í Hvassahrauni þegar fram líða stundir, sem athuganir bendi til að sé besta staðsetningin. Í samtali við Morgunblaðið í dag segir Hjálmar að uppbyggingin á fyrrverandi helgunarsvæðum nærri Reykjavíkurflugvelli, til að mynda á Hlíðarenda, sé hluti af umbreytingu Vatnsmýrarinnar. Það sé jafnframt vísir að því hvernig notkun svæðisins verður í framtíðinni.Sjá einnig: Borgarstjóri innblásinn eftir heimsókn til bíllausrar miðborgar Oslóar Hjálmar sótti á dögunum ráðstefnu um borgarskipulag í Ósló, höfuðborg Noregs, ásamt öðrum fulltrúum Reykjavíkurborgar. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, var hæstánægður með ráðstefnuna og sagði hana hafa veitt sér mikinn innblástur. „Margt til að taka með heim og halda áfram á að þróa borgina í átt til lífsgæða og betra umhverfis: borg fyrir fólk,“ sagði Dagur. Ljóst er af samtali Hjálmars við Morgunblaðið að hann er einnig innblásinn eftir Noregsferðina. „Helgunarsvæði flugvallarins er smátt og smátt að minnka og ég tel engan vafa á því, sérstaklega eftir að hafa séð hvernig menn hér í Osló hafa endurnýtt gömul og úr sér gengin iðnaðarsvæði, eða svæði fyrir atvinnustarfsemi sem taka gríðarlegt pláss en skapa kannski ekki mörg störf, að flugvöllurinn mun fara úr Vatnsmýri.“ Fréttir af flugi Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Borgarstjóri innblásinn eftir heimsókn til bíllausrar miðborgar Oslóar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, virðist afar ánægður með heimsókn borgarfulltrúa í Reykjavík til Osló, höfuðborgar Noregs. Þar voru þeir viðstaddir ráðstefnu um borgarskipulag. 22. maí 2019 15:31 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira
Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og fyrrverandi formaður skipulags- og umhverfisráðs borgarinnar, áætlar að Reykjavíkurflugvöllur verði „svo gott sem farinn“ úr Vatnsmýri árið 2030. Hann segist jafnframt vona að borgarflugvöllurinn verði lagður í Hvassahrauni þegar fram líða stundir, sem athuganir bendi til að sé besta staðsetningin. Í samtali við Morgunblaðið í dag segir Hjálmar að uppbyggingin á fyrrverandi helgunarsvæðum nærri Reykjavíkurflugvelli, til að mynda á Hlíðarenda, sé hluti af umbreytingu Vatnsmýrarinnar. Það sé jafnframt vísir að því hvernig notkun svæðisins verður í framtíðinni.Sjá einnig: Borgarstjóri innblásinn eftir heimsókn til bíllausrar miðborgar Oslóar Hjálmar sótti á dögunum ráðstefnu um borgarskipulag í Ósló, höfuðborg Noregs, ásamt öðrum fulltrúum Reykjavíkurborgar. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, var hæstánægður með ráðstefnuna og sagði hana hafa veitt sér mikinn innblástur. „Margt til að taka með heim og halda áfram á að þróa borgina í átt til lífsgæða og betra umhverfis: borg fyrir fólk,“ sagði Dagur. Ljóst er af samtali Hjálmars við Morgunblaðið að hann er einnig innblásinn eftir Noregsferðina. „Helgunarsvæði flugvallarins er smátt og smátt að minnka og ég tel engan vafa á því, sérstaklega eftir að hafa séð hvernig menn hér í Osló hafa endurnýtt gömul og úr sér gengin iðnaðarsvæði, eða svæði fyrir atvinnustarfsemi sem taka gríðarlegt pláss en skapa kannski ekki mörg störf, að flugvöllurinn mun fara úr Vatnsmýri.“
Fréttir af flugi Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Borgarstjóri innblásinn eftir heimsókn til bíllausrar miðborgar Oslóar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, virðist afar ánægður með heimsókn borgarfulltrúa í Reykjavík til Osló, höfuðborgar Noregs. Þar voru þeir viðstaddir ráðstefnu um borgarskipulag. 22. maí 2019 15:31 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira
Borgarstjóri innblásinn eftir heimsókn til bíllausrar miðborgar Oslóar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, virðist afar ánægður með heimsókn borgarfulltrúa í Reykjavík til Osló, höfuðborgar Noregs. Þar voru þeir viðstaddir ráðstefnu um borgarskipulag. 22. maí 2019 15:31