Íslenskt stúlknalið keppir við bestu lið Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2019 11:00 Blikastelpur mættar til Svíþjóðar. Mynd/Fésbókin/Lennart Johansson Academy Trophy Ísland á fulltrúa í ár á virtu unglingamóti í knattspyrnu en fjórtán ára gamlar stelpur úr Breiðabliki komust í hóp liðanna sem keppa um Lennart Johansson Academy bikarinn í ár. Þetta er í níunda skipti sem þetta mót fer fram en það heitir eftir Svíanum Lennart Johansson sem var forseti UEFA í sautján ár frá 1990 til 2007. Mótið er haldið af sænska liðinu AIK frá Stokkhólmi og í ár taka 30 félög þátt frá sautján löndum í ár. Keppt er í þremur aldursflokkum, tveimur hjá strákum og einum hjá stelpum. Þetta eru undir fjórtán ára og undir þrettán ára lið hjá strákunum en undir fjórtán ára lið hjá stelpunum. Meðal þátttakenda á þessu sterka móti eru lið frá stórum klúbbum eins og FC Barcelona, PSG, Inter Milan, Atlético Madrid og Manchester City. Fjórtán ára kvennalið Breiðabliks fær að keppa á mótinu að þessu sinni. Það eru stelpur fæddar árið 2005. Stelpurnar eru farnar út til Svíþjóðar enda hefst mótið í dag og stendur þangað til á sunnudaginn. Blikastelpunum er boðið á þetta mót enda hafa þær verið mjög sigursælar hér heima og hafa ekki tapað leik í mörg ár. Nú fá þá þær mikla áskorun að keppa við bestu lið Evrópu í sínum aldursflokki. Alls keppa tíu félög um titilinn í hverjum aldursflokki. Liðin sem keppa við Blikastelpurnar eru Atlético Madrid Crossfire Premier, EPS frá Finnalandi, HJK Helsinki, Oslo Fotballkrets, Manchester City, Brondby IF, RCD Espanyol og heimastúlkur í AIK Fotboll. Spænska félagið Atlético Madrid á titil að verja síðan á síðasta ári.Liðin sem keppa um Lennart Johansson Academy bikarinn í ár:Þrettán ára strákar (Fæddir 2006) Atlético Madrid Galatasaray Rapid Wien Inter Milan PAOK SC Heerenveen PVF Academy (Víetnam) Stromsgodset KuPS AIK FotbollFjórtán ára strákar (Fæddir 2005) Altinordu SK PSV Eindhoven Club Brugge FC Barcelona Paris Saint-Germain Odense BK SK Brann FC Honka FC Bayern München AIK FotbollFjórtán ára stelpur (Fæddar 2005) Atlético Madrid Crossfire Premier EPS Finland HJK Helsinki Oslo Fotballkrets Manchester City Brondby IF RCD EspanyolBreiðablik (Íslandi) AIK Fotboll Íslenski boltinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira
Ísland á fulltrúa í ár á virtu unglingamóti í knattspyrnu en fjórtán ára gamlar stelpur úr Breiðabliki komust í hóp liðanna sem keppa um Lennart Johansson Academy bikarinn í ár. Þetta er í níunda skipti sem þetta mót fer fram en það heitir eftir Svíanum Lennart Johansson sem var forseti UEFA í sautján ár frá 1990 til 2007. Mótið er haldið af sænska liðinu AIK frá Stokkhólmi og í ár taka 30 félög þátt frá sautján löndum í ár. Keppt er í þremur aldursflokkum, tveimur hjá strákum og einum hjá stelpum. Þetta eru undir fjórtán ára og undir þrettán ára lið hjá strákunum en undir fjórtán ára lið hjá stelpunum. Meðal þátttakenda á þessu sterka móti eru lið frá stórum klúbbum eins og FC Barcelona, PSG, Inter Milan, Atlético Madrid og Manchester City. Fjórtán ára kvennalið Breiðabliks fær að keppa á mótinu að þessu sinni. Það eru stelpur fæddar árið 2005. Stelpurnar eru farnar út til Svíþjóðar enda hefst mótið í dag og stendur þangað til á sunnudaginn. Blikastelpunum er boðið á þetta mót enda hafa þær verið mjög sigursælar hér heima og hafa ekki tapað leik í mörg ár. Nú fá þá þær mikla áskorun að keppa við bestu lið Evrópu í sínum aldursflokki. Alls keppa tíu félög um titilinn í hverjum aldursflokki. Liðin sem keppa við Blikastelpurnar eru Atlético Madrid Crossfire Premier, EPS frá Finnalandi, HJK Helsinki, Oslo Fotballkrets, Manchester City, Brondby IF, RCD Espanyol og heimastúlkur í AIK Fotboll. Spænska félagið Atlético Madrid á titil að verja síðan á síðasta ári.Liðin sem keppa um Lennart Johansson Academy bikarinn í ár:Þrettán ára strákar (Fæddir 2006) Atlético Madrid Galatasaray Rapid Wien Inter Milan PAOK SC Heerenveen PVF Academy (Víetnam) Stromsgodset KuPS AIK FotbollFjórtán ára strákar (Fæddir 2005) Altinordu SK PSV Eindhoven Club Brugge FC Barcelona Paris Saint-Germain Odense BK SK Brann FC Honka FC Bayern München AIK FotbollFjórtán ára stelpur (Fæddar 2005) Atlético Madrid Crossfire Premier EPS Finland HJK Helsinki Oslo Fotballkrets Manchester City Brondby IF RCD EspanyolBreiðablik (Íslandi) AIK Fotboll
Íslenski boltinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira