Ekki markmiðið að sækja fúlgur fjár í hirslur Báru Sunna Sæmundsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 23. maí 2019 18:57 Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn fjórmenninganna sem kærðu Báru Halldórssdóttur til Persónuverndar fyrir upptöku hennar á samræðum þingmannanna á Klausturbar, segir að niðurstaða Persónuverndar í málinu sé ánægjuleg.„Við vildum fáum það leitt fram hvort að þetta væri heimilt, að stunda hleranir sem þessar. Nú liggur fyrir að svo er ekki. Það er býsna ánægjulegt að okkar mati,“ sagði Bergþór í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.Í úrskurðinum segir að leynileg hljóðupptaka Báru á samræðum þingmanna á Klausturbar hafi brotið í bága við persónuverndarlög. Henni er því gert að eyða upptökunni fyrir 5. júní og senda persónuvernd staðfestingu á því. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Báru, segir að svo verði gert.Sjá einnig: Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamálBergþór segir þó að vegna anna við umræður Miðflokksins á þingi um þriðja orkupakkann hafi ekki gefist tími til að fara rækilega yfir úrskurðinn. Þingmenn Miðflokksins sem kærðu upptökuna til Persónuverndar.Vísir„Í sjálfu sér höfum við verið mjög upptekin í umræðum um þriðja orkupakkann. Okkur hefur ekki gefist tækifæri til að fara yfir þetta saman, okkur fjórmenningunum en ég reikna með að segjum kannski eitthvað um efnisatriði málsins á morgun,“ sagði Bergþór. Alma Tryggvadóttir, sérfræðingur í persónurétti, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag, að Miðflokksmenn standi nú frammi fyrir tveimur möguleikum. Þeir geti höfðað einkamál og krafist skaðabóta frá Báru eða borið úrskurð Persónuverndar undir dómstóla telji þeir hann efnislega rangan. Þá geta þeir einnig unað úrskurðinum. Bergþór sagði næstu skref ekki hafa verið ákveðin.Bára Halldórsdóttir þarf að eyða upptökunni.Vísir/Vilhelm„Það sem skiptir máli er að þetta er ekki heimilt. Það var ekki farið í þessa vegferð til að sækja fúlgur fjár í hirslur Báru Halldórsdóttur. Það var ekki markmiðið og við raunar lögðum það til í tilskrifum okkar að henni yrði gerð lágmarkssekt. Málið eins og það liggur núna er býsna ánægjulegt. Þetta má ekki og það má eiginlega segja að friðhelgin vinnur,“ sagði Bergþór.Sjá einnig: Enginn „samverknaður“ af hálfu Báru á KlaustriÞá sagðist hann úrskurð Persónuverndar þó ekki breyta því að hann skammaðist sín fyrir þau ummæli sem látin voru falla á Klausturbar. „Hvað mig varðar dregur það ekkert úr því að ég skammast mín fyrir það sem ég sagði á þessum tíma og hef margbeðist afsökunar á því til þeirra sem við á.“ Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir Miðflokksmenn hafa beðið um frest en svo lekið úrskurðinum Vefsíða með tengsl við Miðflokkinn birti meginniðurstöðu Persónuverndar um Klaustursupptökunar í gær. Vinur Báru Halldórsdóttur sakar miðflokksmenn um að hafa lekið henni út á sínum forsendum. 23. maí 2019 11:41 Enginn „samverknaður“ af hálfu Báru á Klaustri Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar í máli Miðflokksmanna gegn Báru, sem fréttastofa hefur undir höndum. 22. maí 2019 21:07 Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál Báru Halldórsdóttur hefur verið gert að eyða upptökum af samtölum þingmannanna á Klausturbar og ætlar hún að verða við því að sögn lögmanns. Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu í gær að upptakan hafi verið ólögmæt. Sérfræðingur í persónurétti segir að Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál á grundvelli upptökunnar. 23. maí 2019 12:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Sjá meira
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn fjórmenninganna sem kærðu Báru Halldórssdóttur til Persónuverndar fyrir upptöku hennar á samræðum þingmannanna á Klausturbar, segir að niðurstaða Persónuverndar í málinu sé ánægjuleg.„Við vildum fáum það leitt fram hvort að þetta væri heimilt, að stunda hleranir sem þessar. Nú liggur fyrir að svo er ekki. Það er býsna ánægjulegt að okkar mati,“ sagði Bergþór í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.Í úrskurðinum segir að leynileg hljóðupptaka Báru á samræðum þingmanna á Klausturbar hafi brotið í bága við persónuverndarlög. Henni er því gert að eyða upptökunni fyrir 5. júní og senda persónuvernd staðfestingu á því. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Báru, segir að svo verði gert.Sjá einnig: Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamálBergþór segir þó að vegna anna við umræður Miðflokksins á þingi um þriðja orkupakkann hafi ekki gefist tími til að fara rækilega yfir úrskurðinn. Þingmenn Miðflokksins sem kærðu upptökuna til Persónuverndar.Vísir„Í sjálfu sér höfum við verið mjög upptekin í umræðum um þriðja orkupakkann. Okkur hefur ekki gefist tækifæri til að fara yfir þetta saman, okkur fjórmenningunum en ég reikna með að segjum kannski eitthvað um efnisatriði málsins á morgun,“ sagði Bergþór. Alma Tryggvadóttir, sérfræðingur í persónurétti, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag, að Miðflokksmenn standi nú frammi fyrir tveimur möguleikum. Þeir geti höfðað einkamál og krafist skaðabóta frá Báru eða borið úrskurð Persónuverndar undir dómstóla telji þeir hann efnislega rangan. Þá geta þeir einnig unað úrskurðinum. Bergþór sagði næstu skref ekki hafa verið ákveðin.Bára Halldórsdóttir þarf að eyða upptökunni.Vísir/Vilhelm„Það sem skiptir máli er að þetta er ekki heimilt. Það var ekki farið í þessa vegferð til að sækja fúlgur fjár í hirslur Báru Halldórsdóttur. Það var ekki markmiðið og við raunar lögðum það til í tilskrifum okkar að henni yrði gerð lágmarkssekt. Málið eins og það liggur núna er býsna ánægjulegt. Þetta má ekki og það má eiginlega segja að friðhelgin vinnur,“ sagði Bergþór.Sjá einnig: Enginn „samverknaður“ af hálfu Báru á KlaustriÞá sagðist hann úrskurð Persónuverndar þó ekki breyta því að hann skammaðist sín fyrir þau ummæli sem látin voru falla á Klausturbar. „Hvað mig varðar dregur það ekkert úr því að ég skammast mín fyrir það sem ég sagði á þessum tíma og hef margbeðist afsökunar á því til þeirra sem við á.“
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir Miðflokksmenn hafa beðið um frest en svo lekið úrskurðinum Vefsíða með tengsl við Miðflokkinn birti meginniðurstöðu Persónuverndar um Klaustursupptökunar í gær. Vinur Báru Halldórsdóttur sakar miðflokksmenn um að hafa lekið henni út á sínum forsendum. 23. maí 2019 11:41 Enginn „samverknaður“ af hálfu Báru á Klaustri Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar í máli Miðflokksmanna gegn Báru, sem fréttastofa hefur undir höndum. 22. maí 2019 21:07 Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál Báru Halldórsdóttur hefur verið gert að eyða upptökum af samtölum þingmannanna á Klausturbar og ætlar hún að verða við því að sögn lögmanns. Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu í gær að upptakan hafi verið ólögmæt. Sérfræðingur í persónurétti segir að Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál á grundvelli upptökunnar. 23. maí 2019 12:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Sjá meira
Segir Miðflokksmenn hafa beðið um frest en svo lekið úrskurðinum Vefsíða með tengsl við Miðflokkinn birti meginniðurstöðu Persónuverndar um Klaustursupptökunar í gær. Vinur Báru Halldórsdóttur sakar miðflokksmenn um að hafa lekið henni út á sínum forsendum. 23. maí 2019 11:41
Enginn „samverknaður“ af hálfu Báru á Klaustri Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar í máli Miðflokksmanna gegn Báru, sem fréttastofa hefur undir höndum. 22. maí 2019 21:07
Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál Báru Halldórsdóttur hefur verið gert að eyða upptökum af samtölum þingmannanna á Klausturbar og ætlar hún að verða við því að sögn lögmanns. Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu í gær að upptakan hafi verið ólögmæt. Sérfræðingur í persónurétti segir að Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál á grundvelli upptökunnar. 23. maí 2019 12:00