Ríkið greiði 1,2 milljarða fyrir Geysi Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. maí 2019 06:20 Deilur höfðu staðið um landið árum saman áður en fallist var á kaup ríkisins á svæðinu árið 2016. FBL/gva Verðið sem íslenska ríkið þarf að greiða fyrir tvo þriðju hluta hverasvæðisins við Geysi í Haukadal hefur verið ákveðið, ef marka má Morgunblaðið í dag. Þar kemur fram að upphæðin nemi 1,2 milljörðum króna ásamt vöxtum og verðbótum og er það sagt samkvæmt yfirverðmati á verðmæti eignarinnar. Í október 2016 tilkynnti fjármálaráðuneytið að undirritaður hefði verið samningur við Landeigendafélag Geysis um kaup ríkisins á öllum eignarhluta félagsins innan girðingar á Geysissvæðinu eftir áralangar viðræður. Landeigendur voru ósáttir með framgöngu ríkisins í málinu og hefur verið tíðrætt um að þeir hafi verið þvingaðir til að skrifa undir samninginn þar sem landið hefði annars verið tekið eignarnámi. Svæðið innan girðingar á Geysi er um 19,9 hektarar að stærð. Ríkið átti um 2,3 hektara fyrir miðju svæðisins þar sem hverirnir Geysir, Strokkur, Blesi og Óþverrishola eru. 17,6 hektarar voru í sameign ríkisins og Landeigendafélagsins.Sjá einnig: Landeigendur við Geysi segjast neyddir til sölu Ekki náðist samkomulag um verðið á sínum tíma og var því skipuð matsnefnd til að ákvarða kaupverðið. Þrír einstaklingar sátu í nefndina, einn frá hvorum deiluaðila auk oddamanns, og mátu þeir að verðið væri um 1,1 milljarður króna. Ríkið vísaði því verði hins vegar til yfirmats, þar sem tveir frá hvorum aðila auk oddamanns ákvörðuðu að verðið væri nokkurn veginn það sama og undirmatið komst að: 1,2 milljarðar, með vöxtum og verðbótum sem fyrr segir. Garðar Eiríksson, formaður Landeigendafélags Geysis, gat þó ekki staðfest tölurnar við Morgunblaðið. Deilt hafði verið um landsvæðið árum saman. Árið 2014 hófu landeigendur að rukka aðgangsgjald á svæðið en lögbann var lagt við því. Hæstiréttur sagði í október ári síðar að gjaldtakan hefði verið ólögmæt. Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Landeigendur við Geysi segjast neyddir til sölu Lögmaður landeigenda Geysis segir þá hafa verið tilneydda að selja ríkinu Geysissvæðið til að forðast eignarnám. Skiptar skoðanir eru innan félagsins. 8. október 2016 07:00 Ríkið eignast Geysi Samkvæmt samningnum verður kaupverð eignarhlutans lagt í mat þriggja dómkvaddra matsmanna. 7. október 2016 15:45 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Verðið sem íslenska ríkið þarf að greiða fyrir tvo þriðju hluta hverasvæðisins við Geysi í Haukadal hefur verið ákveðið, ef marka má Morgunblaðið í dag. Þar kemur fram að upphæðin nemi 1,2 milljörðum króna ásamt vöxtum og verðbótum og er það sagt samkvæmt yfirverðmati á verðmæti eignarinnar. Í október 2016 tilkynnti fjármálaráðuneytið að undirritaður hefði verið samningur við Landeigendafélag Geysis um kaup ríkisins á öllum eignarhluta félagsins innan girðingar á Geysissvæðinu eftir áralangar viðræður. Landeigendur voru ósáttir með framgöngu ríkisins í málinu og hefur verið tíðrætt um að þeir hafi verið þvingaðir til að skrifa undir samninginn þar sem landið hefði annars verið tekið eignarnámi. Svæðið innan girðingar á Geysi er um 19,9 hektarar að stærð. Ríkið átti um 2,3 hektara fyrir miðju svæðisins þar sem hverirnir Geysir, Strokkur, Blesi og Óþverrishola eru. 17,6 hektarar voru í sameign ríkisins og Landeigendafélagsins.Sjá einnig: Landeigendur við Geysi segjast neyddir til sölu Ekki náðist samkomulag um verðið á sínum tíma og var því skipuð matsnefnd til að ákvarða kaupverðið. Þrír einstaklingar sátu í nefndina, einn frá hvorum deiluaðila auk oddamanns, og mátu þeir að verðið væri um 1,1 milljarður króna. Ríkið vísaði því verði hins vegar til yfirmats, þar sem tveir frá hvorum aðila auk oddamanns ákvörðuðu að verðið væri nokkurn veginn það sama og undirmatið komst að: 1,2 milljarðar, með vöxtum og verðbótum sem fyrr segir. Garðar Eiríksson, formaður Landeigendafélags Geysis, gat þó ekki staðfest tölurnar við Morgunblaðið. Deilt hafði verið um landsvæðið árum saman. Árið 2014 hófu landeigendur að rukka aðgangsgjald á svæðið en lögbann var lagt við því. Hæstiréttur sagði í október ári síðar að gjaldtakan hefði verið ólögmæt.
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Landeigendur við Geysi segjast neyddir til sölu Lögmaður landeigenda Geysis segir þá hafa verið tilneydda að selja ríkinu Geysissvæðið til að forðast eignarnám. Skiptar skoðanir eru innan félagsins. 8. október 2016 07:00 Ríkið eignast Geysi Samkvæmt samningnum verður kaupverð eignarhlutans lagt í mat þriggja dómkvaddra matsmanna. 7. október 2016 15:45 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Landeigendur við Geysi segjast neyddir til sölu Lögmaður landeigenda Geysis segir þá hafa verið tilneydda að selja ríkinu Geysissvæðið til að forðast eignarnám. Skiptar skoðanir eru innan félagsins. 8. október 2016 07:00
Ríkið eignast Geysi Samkvæmt samningnum verður kaupverð eignarhlutans lagt í mat þriggja dómkvaddra matsmanna. 7. október 2016 15:45