Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 21. maí 2019 22:00 Flugvélin "That's All, Brother" var forystuvél innrásarinnar í Normandí fyrir 75 árum. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Ferð sex annarra stríðsþrista yfir Atlantshafið hefur hins vegar gengið skrykkjótt í dag vegna ísingar milli Labrador og Grænlands en engu að síður er vonast til að þeir komist til Íslands innan sólarhrings. Fjallað var um þessa sögufrægu flugvél í fréttum Stöðvar 2. Hún ber gæluheitið „That's All, Brother" en vélin neyddist til að lenda í Keflavík laust fyrir miðnætti í gærkvöldi þar sem hún náði ekki inn fyrir lokunartíma Reykjavíkurflugvallar klukkan 23. Henni var svo flogið yfir til Reykjavíkur í dag þar sem hún lenti í hádeginu.Flugstjórinn Tom Travis á spjalli við Stöðvar 2-menn í flugstjórnarklefanum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fimm manna áhöfn er um borð og flugstjórinn Tom Travis segir það bæði heiður og forréttindi að fá að fljúga svo sögufrægri vél. „Þessi flugvél var forystuvél á D-daginn. Hún fór fyrir 800 flugvélum inn yfir Frakkland 6. júní 1944,“ segir Tom Travis. „Þetta er þjóðargersemi. Hún er sennilega sögulega markverðasta flugvél sem enn flýgur. Elona Gay og Boxcar-vélarnar eru á söfnum, Spirit of St. Louis er á safni og henni er ekki flogið lengur. Þessari er enn flogið. Svo þetta er sennilega markverðasta flugvél sem enn er flogið,“ segir flugstjórinn.Flugstjórinn segir vélina þjóðargersemi. Áhöfninni var synjað um undanþágu til lendingar í Reykjavík eftir næturlokun flugvallarins í gærkvöldi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Vegna tafa við eldsneytistöku á Grænlandi seinkaði komutíma hennar fram inn í næturlokun Reykjavíkurflugvallar. Það hefir vakið gremju meðal flugáhugamanna að vélinni skyldi samt synjað um undanþágu sem sótt var um til lendingar í Reykjavík í gærkvöldi. Samgöngustofa segist hvorki veita né synja óskum um slíkar undanþágur, heldur séu það rekstraraðilar flugvalla, í þessu tilviki Isavia, og vísar þangað um svör. Frá Isavia fengust þær skýringar að áhöfninni hefði verið tilkynnt að sækja þyrfti um undanþágu til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur til að sveigja hávaðareglur borgarinnar og hafi áhöfninni verið tjáð að slík undanþága fengist ekki í tæka tíð. „Við gátum ekki lent hérna því yfirvöld lokuðu flugvellinum. Svo við urðum að fara annað.“ -Voru það vonbrigði? „Já, svo sannarlega. En svona er lífið. Stundum er þetta svona,“ segir Tom Travis. Eldsneyti dælt á vélina í Reykjavík í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Stórviðburður í Reykjavík á morgun fyrir flugáhugamenn Ellefu flugvélar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar eru væntanlegar í hópflugi til Reykjavíkur síðdegis á morgun, mánudag. Fyrir flugáhugamenn er þetta sannkallaður hvalreki. 19. maí 2019 21:15 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Ferð sex annarra stríðsþrista yfir Atlantshafið hefur hins vegar gengið skrykkjótt í dag vegna ísingar milli Labrador og Grænlands en engu að síður er vonast til að þeir komist til Íslands innan sólarhrings. Fjallað var um þessa sögufrægu flugvél í fréttum Stöðvar 2. Hún ber gæluheitið „That's All, Brother" en vélin neyddist til að lenda í Keflavík laust fyrir miðnætti í gærkvöldi þar sem hún náði ekki inn fyrir lokunartíma Reykjavíkurflugvallar klukkan 23. Henni var svo flogið yfir til Reykjavíkur í dag þar sem hún lenti í hádeginu.Flugstjórinn Tom Travis á spjalli við Stöðvar 2-menn í flugstjórnarklefanum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fimm manna áhöfn er um borð og flugstjórinn Tom Travis segir það bæði heiður og forréttindi að fá að fljúga svo sögufrægri vél. „Þessi flugvél var forystuvél á D-daginn. Hún fór fyrir 800 flugvélum inn yfir Frakkland 6. júní 1944,“ segir Tom Travis. „Þetta er þjóðargersemi. Hún er sennilega sögulega markverðasta flugvél sem enn flýgur. Elona Gay og Boxcar-vélarnar eru á söfnum, Spirit of St. Louis er á safni og henni er ekki flogið lengur. Þessari er enn flogið. Svo þetta er sennilega markverðasta flugvél sem enn er flogið,“ segir flugstjórinn.Flugstjórinn segir vélina þjóðargersemi. Áhöfninni var synjað um undanþágu til lendingar í Reykjavík eftir næturlokun flugvallarins í gærkvöldi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Vegna tafa við eldsneytistöku á Grænlandi seinkaði komutíma hennar fram inn í næturlokun Reykjavíkurflugvallar. Það hefir vakið gremju meðal flugáhugamanna að vélinni skyldi samt synjað um undanþágu sem sótt var um til lendingar í Reykjavík í gærkvöldi. Samgöngustofa segist hvorki veita né synja óskum um slíkar undanþágur, heldur séu það rekstraraðilar flugvalla, í þessu tilviki Isavia, og vísar þangað um svör. Frá Isavia fengust þær skýringar að áhöfninni hefði verið tilkynnt að sækja þyrfti um undanþágu til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur til að sveigja hávaðareglur borgarinnar og hafi áhöfninni verið tjáð að slík undanþága fengist ekki í tæka tíð. „Við gátum ekki lent hérna því yfirvöld lokuðu flugvellinum. Svo við urðum að fara annað.“ -Voru það vonbrigði? „Já, svo sannarlega. En svona er lífið. Stundum er þetta svona,“ segir Tom Travis. Eldsneyti dælt á vélina í Reykjavík í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Stórviðburður í Reykjavík á morgun fyrir flugáhugamenn Ellefu flugvélar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar eru væntanlegar í hópflugi til Reykjavíkur síðdegis á morgun, mánudag. Fyrir flugáhugamenn er þetta sannkallaður hvalreki. 19. maí 2019 21:15 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Stórviðburður í Reykjavík á morgun fyrir flugáhugamenn Ellefu flugvélar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar eru væntanlegar í hópflugi til Reykjavíkur síðdegis á morgun, mánudag. Fyrir flugáhugamenn er þetta sannkallaður hvalreki. 19. maí 2019 21:15
Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15