Jón Axel við bandarísku blaðamennina: Pabbi spilaði á móti Dirk Nowitzki þegar hann var 17 ára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2019 10:30 Jón Axel Guðmundsson í leik með Davidson háskólaliðinu. Getty/ Lance King Jón Axel Guðmundsson hitti blaðamenn eftir æfingu með Sacramento Kings og félagið sýndi viðtalið við íslenska bakvörðinn á samfélagsmiðlum sínum. Jón Axel Guðmundsson æfði hjá Sacramento Kings í gær en hann er að kynna sig fyrir nýliðaval NBA-deildarinnar sem fer fram 20. júní næstkomandi. Jón Axel er 22 ára gamall og hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Davidson háskólaliðinu en Steph Curry spilaði einnig með þeim skóla. Jón Axel var með 16,9 stig, 7,3 fráköst og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik á sínu þriðja tímabili með liðinu. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Jón Axel."It's a wonderful opportunity."@DavidsonMBB's Jon Axel Gudmundsson on his approach during today's workout pic.twitter.com/izOcyJZQ9y — Sacramento Kings (@SacramentoKings) May 20, 2019„Mér finnst ég vera leikmaður sem getur gert allt. Ég get skorað ef þörf er á því en ég get líka gefið boltann. Ég er tilbúinn að leggja mig fram í öllu sem ég geri og hjálpa mínu liði að vinna,“ sagði Jón Axel. Hann var einnig spurður út í það hvernig hann byrjaði í körfubolta á Íslandi. „Foreldrar mínir spiluðu bæði körfubolta og pabbi minn var atvinnumaður í Þýskalandi. Hann spilaði meðal annars á móti Dirk Nowitzki þegar hann var sautján ára. Körfuboltinn kemur frá foreldrum mínum,“ sagði Jón Axel. Foreldrar hans eru Guðmundur Bragason og Stefanía Sigríður Jónsdóttir sem bæði léku A-landsleiki fyrir Íslands. Stefanía Sigríður lék sex landsleiki og Guðmundur er leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi með 170 leiki fyrir A-landslið karla. Jón Axel sagði hafa fylgst vel með liði Sacramento Kings enda hefur hann haft lengi áhuga á NBA-deildinni. „Mér finnst Kings-liðið vera lið á uppleið og ég held að þeir verði í úrslitakeppninni á næsta tímabili. Það er björt framtíð hjá félaginu,“ sagði Jón Axel en það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir ofan. NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Jón Axel Guðmundsson hitti blaðamenn eftir æfingu með Sacramento Kings og félagið sýndi viðtalið við íslenska bakvörðinn á samfélagsmiðlum sínum. Jón Axel Guðmundsson æfði hjá Sacramento Kings í gær en hann er að kynna sig fyrir nýliðaval NBA-deildarinnar sem fer fram 20. júní næstkomandi. Jón Axel er 22 ára gamall og hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Davidson háskólaliðinu en Steph Curry spilaði einnig með þeim skóla. Jón Axel var með 16,9 stig, 7,3 fráköst og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik á sínu þriðja tímabili með liðinu. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Jón Axel."It's a wonderful opportunity."@DavidsonMBB's Jon Axel Gudmundsson on his approach during today's workout pic.twitter.com/izOcyJZQ9y — Sacramento Kings (@SacramentoKings) May 20, 2019„Mér finnst ég vera leikmaður sem getur gert allt. Ég get skorað ef þörf er á því en ég get líka gefið boltann. Ég er tilbúinn að leggja mig fram í öllu sem ég geri og hjálpa mínu liði að vinna,“ sagði Jón Axel. Hann var einnig spurður út í það hvernig hann byrjaði í körfubolta á Íslandi. „Foreldrar mínir spiluðu bæði körfubolta og pabbi minn var atvinnumaður í Þýskalandi. Hann spilaði meðal annars á móti Dirk Nowitzki þegar hann var sautján ára. Körfuboltinn kemur frá foreldrum mínum,“ sagði Jón Axel. Foreldrar hans eru Guðmundur Bragason og Stefanía Sigríður Jónsdóttir sem bæði léku A-landsleiki fyrir Íslands. Stefanía Sigríður lék sex landsleiki og Guðmundur er leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi með 170 leiki fyrir A-landslið karla. Jón Axel sagði hafa fylgst vel með liði Sacramento Kings enda hefur hann haft lengi áhuga á NBA-deildinni. „Mér finnst Kings-liðið vera lið á uppleið og ég held að þeir verði í úrslitakeppninni á næsta tímabili. Það er björt framtíð hjá félaginu,“ sagði Jón Axel en það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir ofan.
NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira