Jón Axel við bandarísku blaðamennina: Pabbi spilaði á móti Dirk Nowitzki þegar hann var 17 ára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2019 10:30 Jón Axel Guðmundsson í leik með Davidson háskólaliðinu. Getty/ Lance King Jón Axel Guðmundsson hitti blaðamenn eftir æfingu með Sacramento Kings og félagið sýndi viðtalið við íslenska bakvörðinn á samfélagsmiðlum sínum. Jón Axel Guðmundsson æfði hjá Sacramento Kings í gær en hann er að kynna sig fyrir nýliðaval NBA-deildarinnar sem fer fram 20. júní næstkomandi. Jón Axel er 22 ára gamall og hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Davidson háskólaliðinu en Steph Curry spilaði einnig með þeim skóla. Jón Axel var með 16,9 stig, 7,3 fráköst og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik á sínu þriðja tímabili með liðinu. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Jón Axel."It's a wonderful opportunity."@DavidsonMBB's Jon Axel Gudmundsson on his approach during today's workout pic.twitter.com/izOcyJZQ9y — Sacramento Kings (@SacramentoKings) May 20, 2019„Mér finnst ég vera leikmaður sem getur gert allt. Ég get skorað ef þörf er á því en ég get líka gefið boltann. Ég er tilbúinn að leggja mig fram í öllu sem ég geri og hjálpa mínu liði að vinna,“ sagði Jón Axel. Hann var einnig spurður út í það hvernig hann byrjaði í körfubolta á Íslandi. „Foreldrar mínir spiluðu bæði körfubolta og pabbi minn var atvinnumaður í Þýskalandi. Hann spilaði meðal annars á móti Dirk Nowitzki þegar hann var sautján ára. Körfuboltinn kemur frá foreldrum mínum,“ sagði Jón Axel. Foreldrar hans eru Guðmundur Bragason og Stefanía Sigríður Jónsdóttir sem bæði léku A-landsleiki fyrir Íslands. Stefanía Sigríður lék sex landsleiki og Guðmundur er leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi með 170 leiki fyrir A-landslið karla. Jón Axel sagði hafa fylgst vel með liði Sacramento Kings enda hefur hann haft lengi áhuga á NBA-deildinni. „Mér finnst Kings-liðið vera lið á uppleið og ég held að þeir verði í úrslitakeppninni á næsta tímabili. Það er björt framtíð hjá félaginu,“ sagði Jón Axel en það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir ofan. NBA Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Sjá meira
Jón Axel Guðmundsson hitti blaðamenn eftir æfingu með Sacramento Kings og félagið sýndi viðtalið við íslenska bakvörðinn á samfélagsmiðlum sínum. Jón Axel Guðmundsson æfði hjá Sacramento Kings í gær en hann er að kynna sig fyrir nýliðaval NBA-deildarinnar sem fer fram 20. júní næstkomandi. Jón Axel er 22 ára gamall og hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Davidson háskólaliðinu en Steph Curry spilaði einnig með þeim skóla. Jón Axel var með 16,9 stig, 7,3 fráköst og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik á sínu þriðja tímabili með liðinu. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Jón Axel."It's a wonderful opportunity."@DavidsonMBB's Jon Axel Gudmundsson on his approach during today's workout pic.twitter.com/izOcyJZQ9y — Sacramento Kings (@SacramentoKings) May 20, 2019„Mér finnst ég vera leikmaður sem getur gert allt. Ég get skorað ef þörf er á því en ég get líka gefið boltann. Ég er tilbúinn að leggja mig fram í öllu sem ég geri og hjálpa mínu liði að vinna,“ sagði Jón Axel. Hann var einnig spurður út í það hvernig hann byrjaði í körfubolta á Íslandi. „Foreldrar mínir spiluðu bæði körfubolta og pabbi minn var atvinnumaður í Þýskalandi. Hann spilaði meðal annars á móti Dirk Nowitzki þegar hann var sautján ára. Körfuboltinn kemur frá foreldrum mínum,“ sagði Jón Axel. Foreldrar hans eru Guðmundur Bragason og Stefanía Sigríður Jónsdóttir sem bæði léku A-landsleiki fyrir Íslands. Stefanía Sigríður lék sex landsleiki og Guðmundur er leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi með 170 leiki fyrir A-landslið karla. Jón Axel sagði hafa fylgst vel með liði Sacramento Kings enda hefur hann haft lengi áhuga á NBA-deildinni. „Mér finnst Kings-liðið vera lið á uppleið og ég held að þeir verði í úrslitakeppninni á næsta tímabili. Það er björt framtíð hjá félaginu,“ sagði Jón Axel en það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir ofan.
NBA Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Sjá meira