Farage ataður mjólkurhristingi í Newcastle Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2019 14:54 Farage var ekki hlátur í huga eftir að hann varð fyrir mjólkurhristingsfyrirsáti í Newcastle. Myndin er úr safni. Vísir/EPA Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn eftir að hann hellti mjólkurhristingi yfir Nigel Farage, formanni Brexit-flokksins, í miðborg Newcastle á Englandi í dag. Farage var staddur í borginni vegna kosningabaráttu fyrir Evrópuþingskosningar. Lögreglan í Northumbria segir að árásarmaðurinn hafi verið handtekinn, grunaður um líkamsárás. Þegar maðurinn var dreginn í burtu og handjárnaður sagði hann „Það er réttur að mótmæla fólki eins og honum,“ að því er segir í frétt The Guardian. Farage, sem hefur verið áberandi í umræðunni fyrir því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu undanfarin ár, var sagður foxillur eftir aðfarirnar og kennt öryggisteymi sínu um hvernig fór. Á Twitter fordæmdi hann stuðningsmenn þess að Bretar verði um kyrrt í ESB. Þeir séu orðnir svo róttækir að ekki sé lengur hægt að há hefðbundna kosningabaráttu. Þetta er ekki fyrsta mjólkurhristingsatlagan sem hefur verið gerð á stjórnmálamenn af hægri jaðrinum og hægriöfgamenn undanfarnar vikur. Þannig var mjólkurhristingi kastað yfir Tommy Robinson, áberandi hægriöfgamanna á Bretlandi, og Carl Benjamin, frambjóðanda Breska sjálfstæðisflokksins (Ukip). Það var í fjórða skiptið sem Benjamin varð fyrir slíkri árás í kosningabaráttunni en hann er sjálfur til rannsóknar vegna ummæla sem hann lét falla um að nauðgun á þingkonu Verkamannaflokksins.Chaotic scenes in Newcastle city centre as Nigel Farage hit by a milkshake. He's been whisked away by his security. This is the aftermath. pic.twitter.com/qxz8yay492— Sean Seddon (@seddonnews) May 20, 2019 Bretland Brexit England Tengdar fréttir Blússandi sigling á Farage Allt útlit er fyrir að hinn háværi íhaldsmaður og Brexit-sinni Nigel Farage muni standa uppi sem sigurvegari Evrópuþingskosninganna sem fara fram í Bretlandi þann 23. maí. 11. maí 2019 07:30 Nigel Farage stofnar Brexit-flokkinn Nigel Farage kynnti nýja flokk sinn í Coventry fyrr í dag. 12. apríl 2019 12:46 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn eftir að hann hellti mjólkurhristingi yfir Nigel Farage, formanni Brexit-flokksins, í miðborg Newcastle á Englandi í dag. Farage var staddur í borginni vegna kosningabaráttu fyrir Evrópuþingskosningar. Lögreglan í Northumbria segir að árásarmaðurinn hafi verið handtekinn, grunaður um líkamsárás. Þegar maðurinn var dreginn í burtu og handjárnaður sagði hann „Það er réttur að mótmæla fólki eins og honum,“ að því er segir í frétt The Guardian. Farage, sem hefur verið áberandi í umræðunni fyrir því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu undanfarin ár, var sagður foxillur eftir aðfarirnar og kennt öryggisteymi sínu um hvernig fór. Á Twitter fordæmdi hann stuðningsmenn þess að Bretar verði um kyrrt í ESB. Þeir séu orðnir svo róttækir að ekki sé lengur hægt að há hefðbundna kosningabaráttu. Þetta er ekki fyrsta mjólkurhristingsatlagan sem hefur verið gerð á stjórnmálamenn af hægri jaðrinum og hægriöfgamenn undanfarnar vikur. Þannig var mjólkurhristingi kastað yfir Tommy Robinson, áberandi hægriöfgamanna á Bretlandi, og Carl Benjamin, frambjóðanda Breska sjálfstæðisflokksins (Ukip). Það var í fjórða skiptið sem Benjamin varð fyrir slíkri árás í kosningabaráttunni en hann er sjálfur til rannsóknar vegna ummæla sem hann lét falla um að nauðgun á þingkonu Verkamannaflokksins.Chaotic scenes in Newcastle city centre as Nigel Farage hit by a milkshake. He's been whisked away by his security. This is the aftermath. pic.twitter.com/qxz8yay492— Sean Seddon (@seddonnews) May 20, 2019
Bretland Brexit England Tengdar fréttir Blússandi sigling á Farage Allt útlit er fyrir að hinn háværi íhaldsmaður og Brexit-sinni Nigel Farage muni standa uppi sem sigurvegari Evrópuþingskosninganna sem fara fram í Bretlandi þann 23. maí. 11. maí 2019 07:30 Nigel Farage stofnar Brexit-flokkinn Nigel Farage kynnti nýja flokk sinn í Coventry fyrr í dag. 12. apríl 2019 12:46 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Sjá meira
Blússandi sigling á Farage Allt útlit er fyrir að hinn háværi íhaldsmaður og Brexit-sinni Nigel Farage muni standa uppi sem sigurvegari Evrópuþingskosninganna sem fara fram í Bretlandi þann 23. maí. 11. maí 2019 07:30
Nigel Farage stofnar Brexit-flokkinn Nigel Farage kynnti nýja flokk sinn í Coventry fyrr í dag. 12. apríl 2019 12:46