Vill þjálfa Houston Rockets í þrjú ár í viðbót Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2019 18:00 Mike D'Antoni og James Harden eru enn að leita leiða til að komst í gegnum Golden State Warriors í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Getty/Lachlan Cunningham Mike D'Antoni hélt upp á 68 ára afmælið sitt í byrjun maí en hann fékk ekki sigur á Golden State Warriors í afmælisgjöf. NBA-tímabil Houston Rockets strandaði enn á ný á Golden State Warriors, nú í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Í fjórða sinn á fimm árum sló Warriors liðið Houston út úr úrslitakeppninni og sendi James Harden og félaga um leið í sumarfrí. Mike D'Antoni tók við Houston-liðinu sumarið 2016 og var því að klára sitt þriðja tímabil með liðið. Undir hans stjórn hefur Rockets liðið unnið 55, 65 og 53 leiki á þessum þremur tímabilum en það hefur vantað herslumuninn í úrslitakeppninni. Nú vill D'Antoni fá þrjú ár í viðbót með Houston liðið en hann á eftir eitt ár af núverandi samningi.Rockets' Mike D'Antoni, 68, says he wants to coach 3 more years https://t.co/6J1StAe2fjpic.twitter.com/sFnXyvjlOT — Sporting News NBA (@sn_nba) May 20, 2019Mike D'Antoni þjálfaði fyrst í NBA tímabilið 1998-99 en hann hefur aldrei komist með lið í lokaúrslitin um titilinn. Tímabilið í ár var tímabil númer fimmtán hjá honum og sex þeirra hafa endað í undanúrslitaeinvígi eða úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar. D'Antoni sagði eigandanum Tillman Fertitta og framkvæmdastjóranum Daryl Morey að hanni vilji fá þrjú tímabil í viðbót með liðið. „Ég lét þá vita af því að ég hef orkuna í að halda áfram í þjálfun. Ég vil vera hluti af meistaraliði hér,“ sagði Mike D'Antoni við ESPN. Þrátt fyrir vonbrigðin í úrslitakeppninni fyrr í þessum mánuði þá vill Tillman Fertitta, eigandi Houston Rockets, halda þjálfaranum. „Við setjumst niður með honum og förum yfir þetta. Ég hef meiri áhyggjur af því að gera lið okkar betra fyrir næsta tímabil. Ég og Mike náum vel saman. Vonandi verður Mike hér í mörg ár í viðbót,“ sagði Tillman Fertitta. NBA Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Mike D'Antoni hélt upp á 68 ára afmælið sitt í byrjun maí en hann fékk ekki sigur á Golden State Warriors í afmælisgjöf. NBA-tímabil Houston Rockets strandaði enn á ný á Golden State Warriors, nú í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Í fjórða sinn á fimm árum sló Warriors liðið Houston út úr úrslitakeppninni og sendi James Harden og félaga um leið í sumarfrí. Mike D'Antoni tók við Houston-liðinu sumarið 2016 og var því að klára sitt þriðja tímabil með liðið. Undir hans stjórn hefur Rockets liðið unnið 55, 65 og 53 leiki á þessum þremur tímabilum en það hefur vantað herslumuninn í úrslitakeppninni. Nú vill D'Antoni fá þrjú ár í viðbót með Houston liðið en hann á eftir eitt ár af núverandi samningi.Rockets' Mike D'Antoni, 68, says he wants to coach 3 more years https://t.co/6J1StAe2fjpic.twitter.com/sFnXyvjlOT — Sporting News NBA (@sn_nba) May 20, 2019Mike D'Antoni þjálfaði fyrst í NBA tímabilið 1998-99 en hann hefur aldrei komist með lið í lokaúrslitin um titilinn. Tímabilið í ár var tímabil númer fimmtán hjá honum og sex þeirra hafa endað í undanúrslitaeinvígi eða úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar. D'Antoni sagði eigandanum Tillman Fertitta og framkvæmdastjóranum Daryl Morey að hanni vilji fá þrjú tímabil í viðbót með liðið. „Ég lét þá vita af því að ég hef orkuna í að halda áfram í þjálfun. Ég vil vera hluti af meistaraliði hér,“ sagði Mike D'Antoni við ESPN. Þrátt fyrir vonbrigðin í úrslitakeppninni fyrr í þessum mánuði þá vill Tillman Fertitta, eigandi Houston Rockets, halda þjálfaranum. „Við setjumst niður með honum og förum yfir þetta. Ég hef meiri áhyggjur af því að gera lið okkar betra fyrir næsta tímabil. Ég og Mike náum vel saman. Vonandi verður Mike hér í mörg ár í viðbót,“ sagði Tillman Fertitta.
NBA Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn