Strákur með tveggja og hálfs metra faðm í boði í nýliðavali NBA í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2019 13:30 Tacko Fall (númer 24) í baráttunni um frákast við Zion Williamson í úrslitakeppni háskólakörfuboltans í mars. Getty/Lance King Það efast enginn um það að Zion Williamson verði valinn fyrstur í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar en hvaða lið ætlar að veðja á sögulega stóran miðherja frá Senegal. Tacko Fall er nafn sem körfuboltaáhugafólk á eftir að heyra meira af í sumar en hann kemur úr University of Central Florida. Miðherjinn vakti langmesta athygli um helgina þegar mest spennandi leikmenn nýliðvals NBA-deildarinnar í ár voru mældir í bak og fyrir á sérstakri samkomu efnilegustu leikmannanna. Það var heldur ekki af ástæðulausu enda setti Tacko Fall nokkur met í þessum mælingunum. Tacko Fall er enginn meðalmaður svo mikið er víst. Hann mældist 231 sentimetri á hæð sem er það hæsta í sögu mælinga á leikmönnum á leið inn í NBA-deildina. Þar með er ekki öll sagan sögð því Tacko Fall er með 249 sentimetra faðm og hann getur teygt sig upp í 310 sentimetra hæð. Karfan er í 305 sentimetrum. Tacko Fall þarf því ekki að hoppa til þess að troða í körfuna. Tacko Fall er stærri en Boban Marjanović sem hefur vakið mikla eftirtekt í NBA-deildinni síðustu tímabil vegna stærðar sinnar.Tacko Fall set record-breaking NBA Draft Combine numbers. He's bigger than Boban pic.twitter.com/SxD9nbYI06 — ESPN (@espn) May 19, 2019Fram að þessari mælingu á Tacko Fall um helgina þá hafði Mo Bamba, miðherji Orlando Magic, átt stærsta faðminn en hann mældist 239 sentimetrar árið 2018. Faðmur Tacko Fall er 249 sentimetrar. Mo Bamba var síðan valinn númer sex í nýliðavalinu 2018. Bamba var með 6,2 stig, 5,0 fráköst og 1,4 varin skot á 16,3 mínútum í leik á sínu fyrsta tímabili með Orlanfo Magic. Tacko Fall var með 11,0 stig, 7,7 fráköst og 2,6 varin skot á 24,9 mínútum í leik í háskólaboltanum í vetur. Hann nýtt 75 prósent skota sinna. Tacko Fall hafði vakið athygli fyrr í vetur fyrir það hversu vel hann stóð sig á móti Zion Williamson í úrslitakeppni háskólaboltans. Nú verður fróðlegt að sjá hvaða lið velur Tacko Fall í nýliðavalinu í sumar. NBA Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira
Það efast enginn um það að Zion Williamson verði valinn fyrstur í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar en hvaða lið ætlar að veðja á sögulega stóran miðherja frá Senegal. Tacko Fall er nafn sem körfuboltaáhugafólk á eftir að heyra meira af í sumar en hann kemur úr University of Central Florida. Miðherjinn vakti langmesta athygli um helgina þegar mest spennandi leikmenn nýliðvals NBA-deildarinnar í ár voru mældir í bak og fyrir á sérstakri samkomu efnilegustu leikmannanna. Það var heldur ekki af ástæðulausu enda setti Tacko Fall nokkur met í þessum mælingunum. Tacko Fall er enginn meðalmaður svo mikið er víst. Hann mældist 231 sentimetri á hæð sem er það hæsta í sögu mælinga á leikmönnum á leið inn í NBA-deildina. Þar með er ekki öll sagan sögð því Tacko Fall er með 249 sentimetra faðm og hann getur teygt sig upp í 310 sentimetra hæð. Karfan er í 305 sentimetrum. Tacko Fall þarf því ekki að hoppa til þess að troða í körfuna. Tacko Fall er stærri en Boban Marjanović sem hefur vakið mikla eftirtekt í NBA-deildinni síðustu tímabil vegna stærðar sinnar.Tacko Fall set record-breaking NBA Draft Combine numbers. He's bigger than Boban pic.twitter.com/SxD9nbYI06 — ESPN (@espn) May 19, 2019Fram að þessari mælingu á Tacko Fall um helgina þá hafði Mo Bamba, miðherji Orlando Magic, átt stærsta faðminn en hann mældist 239 sentimetrar árið 2018. Faðmur Tacko Fall er 249 sentimetrar. Mo Bamba var síðan valinn númer sex í nýliðavalinu 2018. Bamba var með 6,2 stig, 5,0 fráköst og 1,4 varin skot á 16,3 mínútum í leik á sínu fyrsta tímabili með Orlanfo Magic. Tacko Fall var með 11,0 stig, 7,7 fráköst og 2,6 varin skot á 24,9 mínútum í leik í háskólaboltanum í vetur. Hann nýtt 75 prósent skota sinna. Tacko Fall hafði vakið athygli fyrr í vetur fyrir það hversu vel hann stóð sig á móti Zion Williamson í úrslitakeppni háskólaboltans. Nú verður fróðlegt að sjá hvaða lið velur Tacko Fall í nýliðavalinu í sumar.
NBA Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira