Hollywood nýtir gervigreindina við leikaravalið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. maí 2019 10:00 Græðirðu meira með Emmu Watson í aðalhlutverki en ef þú hefðir valið Jennifer Lawrence? Gervigreindin gæti verið með svarið. Mynd/SÞ Bandarískir kvikmyndaframleiðendur í Hollywood nýtast nú í auknum mæli við gervigreind til þess að ákveða hvaða leikara skal fá í hvaða hlutverk og hvaða myndir væri arðbært að framleiða. Tæknimiðillinn The Verge fjallaði um málið í gær. Þar sagði að sprotafyrirtækið Cinelytic væri eitt þeirra fyrirtækja sem býður upp á þjónustu sem þessa. Cinelytic styðst við gögn um fjárhagslega frammistöðu kvikmynda í gegnum tíðina með tilliti til umfjöllunarefnis og leikara. Gervigreind er beitt til þess að finna tengsl á milli aðsóknar og leikara og umfjöllunarefnis og þannig reynt að útrýma óvissu. „Ef þú ert að framleiða stórmynd með Emmu Watson í aðalhlutverki gætirðu notað þjónustu okkar til að sjá hvort Jennifer Lawrence myndi auka líkurnar á hagnaði. Þú getur borið þær saman og séð hvernig þátttaka þeirra hefur áhrif á heildarmyndina,“ sagði Tobias Queisser, forstjóri Cinelytic. Fleiri fyrirtæki beita gervigreind og á fjölbreyttari hátt. Þannig kveðst hið belgíska ScriptBook geta spáð fyrir um hagnað með því að greina handrit myndarinnar og hið ísraelska Vault lofar viðskiptavinum að hægt sé að greina áhuga mismunandi markhópa með því að skoða hverjir horfa á stiklur fyrir myndina. Queisser sagði tíma til kominn að innleiða tækni í framleiðsluhlið mynda. „Á setti sér maður vélmenni og dróna. Þetta er hátæknisvæði. En viðskiptahliðin hefur ekkert breyst í tuttugu ár. Fólk notar Excel og Word, einfaldar aðferðir. Gögnin eru geymd en ekki greind.“ Bíó og sjónvarp Tækni Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Bandarískir kvikmyndaframleiðendur í Hollywood nýtast nú í auknum mæli við gervigreind til þess að ákveða hvaða leikara skal fá í hvaða hlutverk og hvaða myndir væri arðbært að framleiða. Tæknimiðillinn The Verge fjallaði um málið í gær. Þar sagði að sprotafyrirtækið Cinelytic væri eitt þeirra fyrirtækja sem býður upp á þjónustu sem þessa. Cinelytic styðst við gögn um fjárhagslega frammistöðu kvikmynda í gegnum tíðina með tilliti til umfjöllunarefnis og leikara. Gervigreind er beitt til þess að finna tengsl á milli aðsóknar og leikara og umfjöllunarefnis og þannig reynt að útrýma óvissu. „Ef þú ert að framleiða stórmynd með Emmu Watson í aðalhlutverki gætirðu notað þjónustu okkar til að sjá hvort Jennifer Lawrence myndi auka líkurnar á hagnaði. Þú getur borið þær saman og séð hvernig þátttaka þeirra hefur áhrif á heildarmyndina,“ sagði Tobias Queisser, forstjóri Cinelytic. Fleiri fyrirtæki beita gervigreind og á fjölbreyttari hátt. Þannig kveðst hið belgíska ScriptBook geta spáð fyrir um hagnað með því að greina handrit myndarinnar og hið ísraelska Vault lofar viðskiptavinum að hægt sé að greina áhuga mismunandi markhópa með því að skoða hverjir horfa á stiklur fyrir myndina. Queisser sagði tíma til kominn að innleiða tækni í framleiðsluhlið mynda. „Á setti sér maður vélmenni og dróna. Þetta er hátæknisvæði. En viðskiptahliðin hefur ekkert breyst í tuttugu ár. Fólk notar Excel og Word, einfaldar aðferðir. Gögnin eru geymd en ekki greind.“
Bíó og sjónvarp Tækni Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent