Gífurleg áhætta og skelfilegar afleiðingar Þórlindur Kjartansson skrifar 31. maí 2019 08:30 Sagt er að þegar þýskar herflugvélar gerðu sprengjuárásir á Lundúnir í seinni heimsstyrjöldinni, þá hafi verið hart lagt að Winston Churchill forsætisráðherra að halda sér öruggum inni í sprengjuheldu byrgi æðstu yfirstjórnar ríkis og hermála. Churchill mun nefnilega hafa verið lítt hrifinn af þessum afskiptum af athafnafrelsi sínu og sagt er að þegar sprengjunum var látið rigna yfir höfuðborgina hans hafi hann gjarnan tekið sér stöðu uppi á húsþökum, jafnvel ofan á sprengjuheldum höfuðskrifstofum hersins, og fylgst með eigin augum með eldblossunum í nánd og fjarska, fundið með eigin nefi lyktina af bensíni og dínamíti og hlustað með eigin eyrum á eyðileggingardrunurnar af dynjandi sprengjum og hrynjandi byggingum. Þetta hefur líklega ekki verið talið skynsamlegt og vafalaust hafa margir hugsað gamla þverhausnum þegjandi þörfina fyrir þetta háttalag sitt. En Churchill hefur áreiðanlega gert sér vel grein fyrir því að jafnvel þótt hundruð sprengjuflugvéla færu yfir stórborgina þá voru líkurnar með honum í liði. Jafnvel í mesta sprengjuregninu voru yfirgnæfandi líkur á því að hann kæmist óhultur af þakinu—líklega voru líkurnar á því að sprengja grandaði honum einn á móti mörgum þúsundum. Og Churchill fannst það líklega áhættunnar virði að sjá með eigin augum óvininn og tilraunir hans til að beygja vilja þjóðarinnar. Það hefur áreiðanlega verið einhvers virði fyrir Churchill að láta það sjást, og finna það sjálfur, að þrátt fyrir raunverulega ógnina þá léti hann ekki óttann stjórna sér.Öryggið uppmálað Nú til dags er hugsað ákaflega vel um öryggi þjóðarleiðtoga stærri þjóða. Þetta sjá allir þeir sem fara framhjá Downingstræti 10 í dag og sjá allan þann viðbúnað og vígbúnað sem notaður er til þess að koma í veg fyrir að minnstu líkur séu á því að einhver óviðkomandi komist í tæri við breska forsætisráðherrann. Sama gildir í Bandaríkjunum þar sem heilu göturnar og breiðstrætin eru rýmd þegar forsetinn hreyfir sig úr stað. Þessi áhersla á að tryggja öryggi þjóðhöfðingja hlýtur að eiga alveg sérstaklega við á tímum stríðs þar sem það gæti haft mjög neikvæð áhrif á móral og sigurtrú þjóðarinnar ef þjóðhöfðinginn sjálfur væri felldur innan eigin landamæra. Þó mun Churchill ekki bara hafa staðið uppi á húsþökum í sprengiregni heldur átti hann til að vilja fara í gönguferðir um Lundúnir en þá að sjálfsögðu í fylgd með öryggisgæslu. Eftir því sem fram kemur á safninu um Churchill við bresku stjórnarráðsþyrpinguna þá samanstóð persónuleg öryggisgæsla forsætisráðherrans af lífverðinum Walter H. Thompson og stundum einum lögreglumanni til viðbótar. Meira mun það að jafnaði ekki hafa verið þótt þjóðin stæði í miðjum mesta hildarleik mannkyns og margir eflaust viljað koma Churchill fyrir kattarnef. En hann var ekki hræddur. Það virðist nefnilega stundum vera þannig að fólk eins og Churchill sem upplifað hefur raunverulega ógn verður yfirvegað og dómbært á raunverulega áhættu. Þeir sem hins vegar búa við almennt öryggi eiga stundum á hættu að mikla fyrir sér ógnir og áhættu. Og Churchill hefur greinilega verið þeirrar gerðar að velta sér ekki mikið upp úr þeirri hættu sem steðjaði að hans eigin persónu. Það hefði heldur ekki farið vel á því ef maðurinn sem bar ábyrgð á að senda milljónir hermanna í lífshættulegar aðstæður á meginlandi Evrópu væri taugaveiklaður um eigið öryggi í heimahögum. En ætli Winston Churchill hefði þorað að koma til Íslands snemmsumars 2019? Hann hefði að minnsta kosti mátt hugsa sig um.Svört skýrsla Í vikunni kom nefnilega út skýrsla frá ríkislögreglustjóra. Hún vakti athygli. Enda var hún svört. Skýrslur eru stundum sagðar svartar ef þær segja váleg tíðindi en þessi var raunverulega svört. Í henni er metin með litakóðun sú ógn sem steðjar að Íslandi vegna skipulagðrar glæpastarfsemi. Í fyrri skýrslum greiningardeildarinnar hefur sú ógn gjarnan verið flokkuð eins og veðrið—í grænt, gult, appelsínugult eða rautt. En nú bregður svo við að nýtt kerfi er tekið upp þar sem áhættan flokkast sem græn, gul, rauð eða svört. Rauð áhætta er skilgreind sem „mjög mikil áhætta“ en sú svarta sem „gífurleg“ áhætta. Ef það er ekki nóg til að fá hárin til að rísa þá sést í skýrslunni að „gífurleg“ áhætta telst það ef líkur á ógninni eru mjög miklar og afleiðingar ekki bara miklar heldur „skelfilegar“. Áhættumat ríkislögreglustjóra í einu friðsælasta ríki veraldarsögunnar segir sem sagt að ógnin af skipulagðri glæpastarfsemi sé „gífurleg“—líkurnar „mjög miklar“ og afleiðingarnar „skelfilegar“. Nú er það greinilega svart á Íslandi. En hvernig ætli þeim líði í Palermo, Tijuna og Mexíbóborg? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Sagt er að þegar þýskar herflugvélar gerðu sprengjuárásir á Lundúnir í seinni heimsstyrjöldinni, þá hafi verið hart lagt að Winston Churchill forsætisráðherra að halda sér öruggum inni í sprengjuheldu byrgi æðstu yfirstjórnar ríkis og hermála. Churchill mun nefnilega hafa verið lítt hrifinn af þessum afskiptum af athafnafrelsi sínu og sagt er að þegar sprengjunum var látið rigna yfir höfuðborgina hans hafi hann gjarnan tekið sér stöðu uppi á húsþökum, jafnvel ofan á sprengjuheldum höfuðskrifstofum hersins, og fylgst með eigin augum með eldblossunum í nánd og fjarska, fundið með eigin nefi lyktina af bensíni og dínamíti og hlustað með eigin eyrum á eyðileggingardrunurnar af dynjandi sprengjum og hrynjandi byggingum. Þetta hefur líklega ekki verið talið skynsamlegt og vafalaust hafa margir hugsað gamla þverhausnum þegjandi þörfina fyrir þetta háttalag sitt. En Churchill hefur áreiðanlega gert sér vel grein fyrir því að jafnvel þótt hundruð sprengjuflugvéla færu yfir stórborgina þá voru líkurnar með honum í liði. Jafnvel í mesta sprengjuregninu voru yfirgnæfandi líkur á því að hann kæmist óhultur af þakinu—líklega voru líkurnar á því að sprengja grandaði honum einn á móti mörgum þúsundum. Og Churchill fannst það líklega áhættunnar virði að sjá með eigin augum óvininn og tilraunir hans til að beygja vilja þjóðarinnar. Það hefur áreiðanlega verið einhvers virði fyrir Churchill að láta það sjást, og finna það sjálfur, að þrátt fyrir raunverulega ógnina þá léti hann ekki óttann stjórna sér.Öryggið uppmálað Nú til dags er hugsað ákaflega vel um öryggi þjóðarleiðtoga stærri þjóða. Þetta sjá allir þeir sem fara framhjá Downingstræti 10 í dag og sjá allan þann viðbúnað og vígbúnað sem notaður er til þess að koma í veg fyrir að minnstu líkur séu á því að einhver óviðkomandi komist í tæri við breska forsætisráðherrann. Sama gildir í Bandaríkjunum þar sem heilu göturnar og breiðstrætin eru rýmd þegar forsetinn hreyfir sig úr stað. Þessi áhersla á að tryggja öryggi þjóðhöfðingja hlýtur að eiga alveg sérstaklega við á tímum stríðs þar sem það gæti haft mjög neikvæð áhrif á móral og sigurtrú þjóðarinnar ef þjóðhöfðinginn sjálfur væri felldur innan eigin landamæra. Þó mun Churchill ekki bara hafa staðið uppi á húsþökum í sprengiregni heldur átti hann til að vilja fara í gönguferðir um Lundúnir en þá að sjálfsögðu í fylgd með öryggisgæslu. Eftir því sem fram kemur á safninu um Churchill við bresku stjórnarráðsþyrpinguna þá samanstóð persónuleg öryggisgæsla forsætisráðherrans af lífverðinum Walter H. Thompson og stundum einum lögreglumanni til viðbótar. Meira mun það að jafnaði ekki hafa verið þótt þjóðin stæði í miðjum mesta hildarleik mannkyns og margir eflaust viljað koma Churchill fyrir kattarnef. En hann var ekki hræddur. Það virðist nefnilega stundum vera þannig að fólk eins og Churchill sem upplifað hefur raunverulega ógn verður yfirvegað og dómbært á raunverulega áhættu. Þeir sem hins vegar búa við almennt öryggi eiga stundum á hættu að mikla fyrir sér ógnir og áhættu. Og Churchill hefur greinilega verið þeirrar gerðar að velta sér ekki mikið upp úr þeirri hættu sem steðjaði að hans eigin persónu. Það hefði heldur ekki farið vel á því ef maðurinn sem bar ábyrgð á að senda milljónir hermanna í lífshættulegar aðstæður á meginlandi Evrópu væri taugaveiklaður um eigið öryggi í heimahögum. En ætli Winston Churchill hefði þorað að koma til Íslands snemmsumars 2019? Hann hefði að minnsta kosti mátt hugsa sig um.Svört skýrsla Í vikunni kom nefnilega út skýrsla frá ríkislögreglustjóra. Hún vakti athygli. Enda var hún svört. Skýrslur eru stundum sagðar svartar ef þær segja váleg tíðindi en þessi var raunverulega svört. Í henni er metin með litakóðun sú ógn sem steðjar að Íslandi vegna skipulagðrar glæpastarfsemi. Í fyrri skýrslum greiningardeildarinnar hefur sú ógn gjarnan verið flokkuð eins og veðrið—í grænt, gult, appelsínugult eða rautt. En nú bregður svo við að nýtt kerfi er tekið upp þar sem áhættan flokkast sem græn, gul, rauð eða svört. Rauð áhætta er skilgreind sem „mjög mikil áhætta“ en sú svarta sem „gífurleg“ áhætta. Ef það er ekki nóg til að fá hárin til að rísa þá sést í skýrslunni að „gífurleg“ áhætta telst það ef líkur á ógninni eru mjög miklar og afleiðingar ekki bara miklar heldur „skelfilegar“. Áhættumat ríkislögreglustjóra í einu friðsælasta ríki veraldarsögunnar segir sem sagt að ógnin af skipulagðri glæpastarfsemi sé „gífurleg“—líkurnar „mjög miklar“ og afleiðingarnar „skelfilegar“. Nú er það greinilega svart á Íslandi. En hvernig ætli þeim líði í Palermo, Tijuna og Mexíbóborg?
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar