Sjáðu fyrstu stikluna úr síðustu Rambo-myndinni Birgir Olgeirsson skrifar 30. maí 2019 18:04 Sylvester Stallone sem John Rambo. YouTube Nýjasta stiklan úr næstu Rambo mynd hefur verið frumsýnd og eitt er á hreinu: Rambo virðist aldrei hafa verið í meiri hefndarhug en í þessari. Sylvester Stallone er mættur aftur sem John Rambo en þetta verður í fimmta sinn sem hann bregður sér í hlutverkið. Fyrsta Rambo-myndin kom út fyrir tæpum fjórum áratugum en í nýjustu myndinni stendur hann andspænis djöflum úr fortíð hans. Fyrsta Rambo-myndin hét First Blood en sú fimmta hefur fengið heitið Last Blood og er sögð sú síðasta í þessari kvikmyndaseríu. Söguþráður myndarinnar er á þá leið að Rambo hefur sest í helgan stein á búgarði fjölskyldu sinnar í Arizona eftir að hafa varið áratugum á erlendri grund. Hann ákveður að slást í för með blaðamanni til að hafa upp á og bjarga hópi stúlkna sem er í haldi mexíkósks vændishrings. Áður en Rambo veit af er hann flæktur í framvindu sem gerir það að verkum að hann þarf að rifja upp gamla takta sem verða seint taldir fallegir. Verður myndin frumsýnd í september næstkomandi. Mest lesið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Nýjasta stiklan úr næstu Rambo mynd hefur verið frumsýnd og eitt er á hreinu: Rambo virðist aldrei hafa verið í meiri hefndarhug en í þessari. Sylvester Stallone er mættur aftur sem John Rambo en þetta verður í fimmta sinn sem hann bregður sér í hlutverkið. Fyrsta Rambo-myndin kom út fyrir tæpum fjórum áratugum en í nýjustu myndinni stendur hann andspænis djöflum úr fortíð hans. Fyrsta Rambo-myndin hét First Blood en sú fimmta hefur fengið heitið Last Blood og er sögð sú síðasta í þessari kvikmyndaseríu. Söguþráður myndarinnar er á þá leið að Rambo hefur sest í helgan stein á búgarði fjölskyldu sinnar í Arizona eftir að hafa varið áratugum á erlendri grund. Hann ákveður að slást í för með blaðamanni til að hafa upp á og bjarga hópi stúlkna sem er í haldi mexíkósks vændishrings. Áður en Rambo veit af er hann flæktur í framvindu sem gerir það að verkum að hann þarf að rifja upp gamla takta sem verða seint taldir fallegir. Verður myndin frumsýnd í september næstkomandi.
Mest lesið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira