Hver er hin raunverulega ástæða fyrir einangrun Gazasvæðisins? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 30. maí 2019 16:32 Hver er hin raunverulega ástæða fyrir einangrun Gazasvæðisins? Varla hefur liðið stakur mánuður undanfarna áratugi án frétta af Gazasvæðinu. Svipmyndir af stríðsátökum, fátækt og vesæld birtast líklega sjálfkrafa í hugum fólks þegar minnst er á Gaza. Landamærin (sem eru tæknilega séð vopnahléslínur) eru að mestu leyti lokuð og öll ábyrgðin er skrifuð á Ísraelsríki. Alþjóðasamfélagið keppist við að láta í ljós vandlætingu sína og skilaboðin eru skýr: Ísraelsmenn ættu gangast við kröfum íbúa Gazasvæðisins og opna landamærin. Málið er gjarnan sett fram á þann hátt að önnur ríki virðist þessu alls óviðkomandi. Sú framsetning er hins vegar röng því Gazasvæðið á tæplega 13 kílómetra löng landamæri að Egyptalandi, og líkt og Ísraels megin er flutningur um þau háður ströngum skilyrðum. Þessi tvö ríki – Ísrael og Egyptaland – með sín gjörólíku stefnumál og menningu, hafa tekið svipaða afstöðu til Gaza hvað varðar vöru- og fólksflutning. Ólíkt því sem almennir fjölmiðlar gefa iðulega í skyn er það ekki illska sem liggur að baki heldur ill nauðsyn. Eftir fyrstu (og einu) lýðræðislegu kosningarnar á Gazasvæðinu unnu Hamas-samtökin afgerandi sigur. Í kjölfarið hófst stríð á milli Hamas- og Fatah-samtakanna sem lauk með yfirtöku Hamas á svæðinu árið 2007. Þar sem Egyptar óttuðust að hryðjuverkatilburðir Hamas myndu hafa áhrif á uppreisnarhópa á Sínaískaganum lokuðu þeir landamærunum og lögðu sömu takmarkanir og ísraelsk yfirvöld á vöruflutning til Gaza. Áhyggjur þeirra reyndust á rökum reistar en snemma árs 2008 eyðilögðu uppreisnarhópar frá Gaza stóran hluta landamæraveggjarins og tugir þúsunda flykktust yfir landamærin til Egyptalands1. Egyptar höfðu í byrjun lélega stjórn á ástandinu en landamærunum var aftur lokað ellefu dögum síðar. En nú spyrja sig eflaust margir, hvers vegna sker Gazasvæðið sig frá öðrum landsvæðum í Mið-Austurlöndum?Sögulegur bakgrunnu Gazasvæðisins Í raun voru það egypsk yfirvöld sem áttu stærstan þátt í aðgreiningu Gazasvæðisins frá Ísrael. Nokkrum mánuðum eftir innrás Arabaríkjanna í Ísrael árið 1948, gerðu Ísraelsmenn og Egyptar vopnahlé. Það var skjalfest í janúar 1949 og samkvæmt því héldu Egyptar yfirráðum yfir Gaza. Að undanskildu hálfs árs tímabili yfir veturinn 1956-1957, héldu Egyptar svæðinu fram að sumri ársins 1967. Þó að bráðabirgðastjórn Palestínu (All-Palestine Government) hafi verið stofnuð haustið 1948 tók hún ekki við stjórn Gazasvæðisins heldur var hún í staðinn send í nokkurs konar útlegð í útjaðar Kaíró2. Þetta var gert til að styggja ekki Abdullah Jórdaníukonung, því hann leit á allt svæðið sem hafði verið undir umboðsstjórn Breta sem hluta af Jórdaníu3. Þrátt fyrir dauða Abdullah árið 1951, sat bráðabirgðastjórnin nánast aðgerðarlaus í Kaíró þangað til Nasser, þáverandi forseti Egyptalands, leysti hana upp árið 1959. Í þau 18 ár sem Egyptar réðu yfir Gaza veittu þeir Palestínumönnum aldrei sjálfstæði. Í Sex daga stríðinu árið 1967 töpuðu Egyptar Gaza og Sínaískaganum í hendur Ísraelsmanna og það ástand ríkti fram að Camp David samkomulaginu árið 1978. Samkvæmt samkomulaginu fengu Egyptar Sínaískagann til baka í skrefum en þeir afsöluðu sér hins vegar Gazasvæðinu og lögðu til að það yrði hluti af Palestínuríki4 í samræmi við stefnu Arababandalagsins. Egyptar vonuðu að þættir samningsins um Palestínu myndu friða hin Arabaríkin, en svo var ekki. Arabaríkin litu á það eitt að gera friðarsamning við Ísrael sem alvarleg svik. Sadat, forseti Egyptalands, var myrtur í kjölfarið og Egyptum var vísað úr Arababandalaginu, en þeir fengu aftur inngöngu þangað árið 1989. Landamæri Egyptalands og Gaza urðu loks að veruleika árið 1982 þegar Egyptar tóku við síðasta hluta Sínaískagans frá Ísrael5. Fram að þessu höfðu skilin á milli Sínaískagans og Gazasvæðisins skipt svo litlu máli að borgin Rafah, sem hafði stækkað ört á áratugunum áður, náði þvert yfir nýju landamærin. Eina landamærahliðið á milli Egyptalands og Gaza var í kjölfarið reist fyrir sunnan borgina. Næstu tvo áratugina gerðist fátt fréttnæmt í samskiptum Egypta og GazabúaStaðan í dag Síðan egypska byltingin átti sér stað árið 2011 hafa Egyptar haft sífelt verri stjórn á Sínaískaganum. Hryðjuverkahópar hafa ráðið þar ríkjum og hafa þeir unnið með hryðjuverkahópum á Gaza6. Það var á hápunkti þessa ógnarástands árið 2014 að Egyptar sprengdu upp öll húsin í Rafah sem voru innan við 500 metra frá landamærunum að Gaza7. Þetta gerðu þeir til að fyrirbyggja að ólögleg jarðgöng væru grafin undir landamærin. Fjölmiðlar á Íslandi sýndu þessum aðgerðum lítinn áhuga. Egypsk yfirvöld hafa frá stofnun Palestínsku heimastjórnarinnar (Palestinian Authority) litið á hana sem réttmætan fulltrúa Palestínumanna. Árið 2017 tók við stutt tímabil þar sem heimastjórnin var fengin til að vakta Rafah-hliðið og Egyptar samþykktu þá að hleypa fólki í gegn á ný. Því tímabili lauk hins vegar í janúar á þessu ári þegar fulltrúar heimastjórnarinnar yfirgáfu landamærin vegna hegðunar Hamas-liða gagnvart þeim og í kjölfarið lögðu egypsk yfirvöld aftur takmarkanir á fjölda leyfilegra ferðamanna8. Þessar takmarkanir eru enn í gildi. Staðan í dag er sú að íbúar Gaza þurfa með löngum fyrirvara að sækja um leyfi til að yfirgefa svæðið, bæði frá egypskum yfirvöldum og Hamas-liðum. Aðeins örfáir þeirra sem yfirhöfuð fá samþykki ferðast um hliðið dag hvern og langir biðlistar hafa myndast. Kerfið er í þokkabót gjörspillt, því gert er ráð fyrir því að fólk greiði mútur til að komast ofar á biðlistann9. Í grunninn hafa egypsk yfirvöld sömu ástæður og ísraelsk yfirvöld fyrir afstöðu sinni gagnvart Gazasvæðinu. Með tímanum – sérstaklega eftir yfirtöku Hamas – og af ástæðum sem eru bæði sögulega flóknar og sorglegar, hefur ríkjandi hugmyndafræði og birtingarmyndir hennar valdið einangruninni á Gaza. Frá stofnun Hamas-samtakanna árið 1987 hafa þau opinberlega byggt stefnu sína á trúaröfgum, Gyðingaandúð og ofbeldi (til dæmis lofsömun píslarvættisdauða10). Frá kosningasigri þeirra í byrjun ársins 2006 hafa samtökin einungis herst í afstöðu sinni. Það væri einfaldlega of mikil áhætta fólgin í opnun landamæranna og afléttingu flutningshaftanna til að réttlæta þær aðgerðir, bæði fyrir Egypta og Ísraelsmenn. Myndu önnur lönd í sömu stöðu bregðast við á annan hátt?Heimildir1https://www.theguardian.com/world/2008/jan/23/egypt.israelandthepalestinians2https://www.economist.com/middle-east-and-africa/1958/03/22/too-late-for-palestine3https://www.inquiriesjournal.com/articles/411/transjordan-and-israel-examining-the-foundations-of-a-special-relationship4https://warontherocks.com/2018/09/israel-egypt-the-palestinians-and-the-legacy-of-the-camp-david-accords-40-years-later/5https://www.nytimes.com/1982/04/14/world/egypt-denies-any-violations-of-peace-accords-with-israel.html6https://af.reuters.com/article/commoditiesNews/idAFL5E7JG1SE201108167https://www.bbc.com/news/world-middle-east-298258898https://www.reuters.com/article/us-palestinians-gaza-egypt/egypt-limits-gaza-passage-after-palestinian-authority-quits-border-crossing-idUSKCN1P21AJ9https://www.haaretz.com/middle-east-news/egypt/.premium-gazans-only-way-out-is-through-egypt-but-only-if-they-can-afford-it-1.717281210https://www.nytimes.com/1995/01/25/world/palestinian-martyrs-defiant-and-so-willing.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Egyptaland Finnur Thorlacius Eiríksson Ísrael Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Hver er hin raunverulega ástæða fyrir einangrun Gazasvæðisins? Varla hefur liðið stakur mánuður undanfarna áratugi án frétta af Gazasvæðinu. Svipmyndir af stríðsátökum, fátækt og vesæld birtast líklega sjálfkrafa í hugum fólks þegar minnst er á Gaza. Landamærin (sem eru tæknilega séð vopnahléslínur) eru að mestu leyti lokuð og öll ábyrgðin er skrifuð á Ísraelsríki. Alþjóðasamfélagið keppist við að láta í ljós vandlætingu sína og skilaboðin eru skýr: Ísraelsmenn ættu gangast við kröfum íbúa Gazasvæðisins og opna landamærin. Málið er gjarnan sett fram á þann hátt að önnur ríki virðist þessu alls óviðkomandi. Sú framsetning er hins vegar röng því Gazasvæðið á tæplega 13 kílómetra löng landamæri að Egyptalandi, og líkt og Ísraels megin er flutningur um þau háður ströngum skilyrðum. Þessi tvö ríki – Ísrael og Egyptaland – með sín gjörólíku stefnumál og menningu, hafa tekið svipaða afstöðu til Gaza hvað varðar vöru- og fólksflutning. Ólíkt því sem almennir fjölmiðlar gefa iðulega í skyn er það ekki illska sem liggur að baki heldur ill nauðsyn. Eftir fyrstu (og einu) lýðræðislegu kosningarnar á Gazasvæðinu unnu Hamas-samtökin afgerandi sigur. Í kjölfarið hófst stríð á milli Hamas- og Fatah-samtakanna sem lauk með yfirtöku Hamas á svæðinu árið 2007. Þar sem Egyptar óttuðust að hryðjuverkatilburðir Hamas myndu hafa áhrif á uppreisnarhópa á Sínaískaganum lokuðu þeir landamærunum og lögðu sömu takmarkanir og ísraelsk yfirvöld á vöruflutning til Gaza. Áhyggjur þeirra reyndust á rökum reistar en snemma árs 2008 eyðilögðu uppreisnarhópar frá Gaza stóran hluta landamæraveggjarins og tugir þúsunda flykktust yfir landamærin til Egyptalands1. Egyptar höfðu í byrjun lélega stjórn á ástandinu en landamærunum var aftur lokað ellefu dögum síðar. En nú spyrja sig eflaust margir, hvers vegna sker Gazasvæðið sig frá öðrum landsvæðum í Mið-Austurlöndum?Sögulegur bakgrunnu Gazasvæðisins Í raun voru það egypsk yfirvöld sem áttu stærstan þátt í aðgreiningu Gazasvæðisins frá Ísrael. Nokkrum mánuðum eftir innrás Arabaríkjanna í Ísrael árið 1948, gerðu Ísraelsmenn og Egyptar vopnahlé. Það var skjalfest í janúar 1949 og samkvæmt því héldu Egyptar yfirráðum yfir Gaza. Að undanskildu hálfs árs tímabili yfir veturinn 1956-1957, héldu Egyptar svæðinu fram að sumri ársins 1967. Þó að bráðabirgðastjórn Palestínu (All-Palestine Government) hafi verið stofnuð haustið 1948 tók hún ekki við stjórn Gazasvæðisins heldur var hún í staðinn send í nokkurs konar útlegð í útjaðar Kaíró2. Þetta var gert til að styggja ekki Abdullah Jórdaníukonung, því hann leit á allt svæðið sem hafði verið undir umboðsstjórn Breta sem hluta af Jórdaníu3. Þrátt fyrir dauða Abdullah árið 1951, sat bráðabirgðastjórnin nánast aðgerðarlaus í Kaíró þangað til Nasser, þáverandi forseti Egyptalands, leysti hana upp árið 1959. Í þau 18 ár sem Egyptar réðu yfir Gaza veittu þeir Palestínumönnum aldrei sjálfstæði. Í Sex daga stríðinu árið 1967 töpuðu Egyptar Gaza og Sínaískaganum í hendur Ísraelsmanna og það ástand ríkti fram að Camp David samkomulaginu árið 1978. Samkvæmt samkomulaginu fengu Egyptar Sínaískagann til baka í skrefum en þeir afsöluðu sér hins vegar Gazasvæðinu og lögðu til að það yrði hluti af Palestínuríki4 í samræmi við stefnu Arababandalagsins. Egyptar vonuðu að þættir samningsins um Palestínu myndu friða hin Arabaríkin, en svo var ekki. Arabaríkin litu á það eitt að gera friðarsamning við Ísrael sem alvarleg svik. Sadat, forseti Egyptalands, var myrtur í kjölfarið og Egyptum var vísað úr Arababandalaginu, en þeir fengu aftur inngöngu þangað árið 1989. Landamæri Egyptalands og Gaza urðu loks að veruleika árið 1982 þegar Egyptar tóku við síðasta hluta Sínaískagans frá Ísrael5. Fram að þessu höfðu skilin á milli Sínaískagans og Gazasvæðisins skipt svo litlu máli að borgin Rafah, sem hafði stækkað ört á áratugunum áður, náði þvert yfir nýju landamærin. Eina landamærahliðið á milli Egyptalands og Gaza var í kjölfarið reist fyrir sunnan borgina. Næstu tvo áratugina gerðist fátt fréttnæmt í samskiptum Egypta og GazabúaStaðan í dag Síðan egypska byltingin átti sér stað árið 2011 hafa Egyptar haft sífelt verri stjórn á Sínaískaganum. Hryðjuverkahópar hafa ráðið þar ríkjum og hafa þeir unnið með hryðjuverkahópum á Gaza6. Það var á hápunkti þessa ógnarástands árið 2014 að Egyptar sprengdu upp öll húsin í Rafah sem voru innan við 500 metra frá landamærunum að Gaza7. Þetta gerðu þeir til að fyrirbyggja að ólögleg jarðgöng væru grafin undir landamærin. Fjölmiðlar á Íslandi sýndu þessum aðgerðum lítinn áhuga. Egypsk yfirvöld hafa frá stofnun Palestínsku heimastjórnarinnar (Palestinian Authority) litið á hana sem réttmætan fulltrúa Palestínumanna. Árið 2017 tók við stutt tímabil þar sem heimastjórnin var fengin til að vakta Rafah-hliðið og Egyptar samþykktu þá að hleypa fólki í gegn á ný. Því tímabili lauk hins vegar í janúar á þessu ári þegar fulltrúar heimastjórnarinnar yfirgáfu landamærin vegna hegðunar Hamas-liða gagnvart þeim og í kjölfarið lögðu egypsk yfirvöld aftur takmarkanir á fjölda leyfilegra ferðamanna8. Þessar takmarkanir eru enn í gildi. Staðan í dag er sú að íbúar Gaza þurfa með löngum fyrirvara að sækja um leyfi til að yfirgefa svæðið, bæði frá egypskum yfirvöldum og Hamas-liðum. Aðeins örfáir þeirra sem yfirhöfuð fá samþykki ferðast um hliðið dag hvern og langir biðlistar hafa myndast. Kerfið er í þokkabót gjörspillt, því gert er ráð fyrir því að fólk greiði mútur til að komast ofar á biðlistann9. Í grunninn hafa egypsk yfirvöld sömu ástæður og ísraelsk yfirvöld fyrir afstöðu sinni gagnvart Gazasvæðinu. Með tímanum – sérstaklega eftir yfirtöku Hamas – og af ástæðum sem eru bæði sögulega flóknar og sorglegar, hefur ríkjandi hugmyndafræði og birtingarmyndir hennar valdið einangruninni á Gaza. Frá stofnun Hamas-samtakanna árið 1987 hafa þau opinberlega byggt stefnu sína á trúaröfgum, Gyðingaandúð og ofbeldi (til dæmis lofsömun píslarvættisdauða10). Frá kosningasigri þeirra í byrjun ársins 2006 hafa samtökin einungis herst í afstöðu sinni. Það væri einfaldlega of mikil áhætta fólgin í opnun landamæranna og afléttingu flutningshaftanna til að réttlæta þær aðgerðir, bæði fyrir Egypta og Ísraelsmenn. Myndu önnur lönd í sömu stöðu bregðast við á annan hátt?Heimildir1https://www.theguardian.com/world/2008/jan/23/egypt.israelandthepalestinians2https://www.economist.com/middle-east-and-africa/1958/03/22/too-late-for-palestine3https://www.inquiriesjournal.com/articles/411/transjordan-and-israel-examining-the-foundations-of-a-special-relationship4https://warontherocks.com/2018/09/israel-egypt-the-palestinians-and-the-legacy-of-the-camp-david-accords-40-years-later/5https://www.nytimes.com/1982/04/14/world/egypt-denies-any-violations-of-peace-accords-with-israel.html6https://af.reuters.com/article/commoditiesNews/idAFL5E7JG1SE201108167https://www.bbc.com/news/world-middle-east-298258898https://www.reuters.com/article/us-palestinians-gaza-egypt/egypt-limits-gaza-passage-after-palestinian-authority-quits-border-crossing-idUSKCN1P21AJ9https://www.haaretz.com/middle-east-news/egypt/.premium-gazans-only-way-out-is-through-egypt-but-only-if-they-can-afford-it-1.717281210https://www.nytimes.com/1995/01/25/world/palestinian-martyrs-defiant-and-so-willing.html
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar