Breyta þurfi kennarastarfinu Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 8. júní 2019 08:00 Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá OECD, segir að auka þurfi áhuga nemenda. Fréttablaðið/Sigtryggur „Ég held að Íslendingar þurfi að leggja mikið á sig til þess að tryggja að allir nemendur sýni betri námsárangur“ segir doktor Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD). Schleicher hélt erindi í Háskóla Íslands í gær þar sem hann ræddi stöðu Íslands í menntamálum samanborið við önnur lönd OECD. Þar var frammistaða íslenskra ungmenna í PISA-könnuninni meðal annars rædd, en Ísland hefur komið illa út úr könnuninni undanfarin ár. „Það sem hefur að mínu mati gerst á Íslandi er að starf kennarans er farið að líkjast iðnaðarstarfi,“ segir Schleicher. „Kennslan er orðin eins og færiband sem hefur í för með sér einangrun kennara og minni samskipti og samvinnu kennara á milli. Kennarar eru ekki að kynnast nemendum sínum og þekkja því ekki áhugamál þeirra og langanir.“ Skólar víða um land hafa tekið upp aukna tækni í kennslustofum sem svar við hröðum tæknibreytingum og breyttu námsumhverfi og -árangri, svo sem notkun spjaldtölva. Schleicher segir tækni geta stuðlað að auknum áhuga nemenda ásamt því að bæta kennslu en á sama tíma segir hann tæknina ekki geta tekið við af kennurum. „Tækni kemur aldrei í staðinn fyrir kennslu, og hún getur ekki tekið við af okkur mönnunum. Ef það á að nýta tækni við kennslu þá þarf að gera það varfærnislega.“ Schleicher telur kennara hér á landi hafa mikið frelsi til margbreyttra kennsluaðferða en að mikilvægt sé að vekja áhuga barna á námi. „Skólar á Íslandi þurfa að leggja sig fram við að gera nám áhugavert. Skýringar á stórum hluta brottfalls úr skólum eru þær að krökkum finnst námið ekki áhugavert, þeir sjá ekki námið sem eitthvað sem skiptir máli og finnst það gamaldags,“ segir hann. „Ef þú værir að reka matvöruverslun og á hverju ári kæmi í hana ákveðinn fjöldi fólks og á sama tíma myndi alltaf ákveðinn fjöldi hætta að koma, þá yrði einhverju breytt,“ segir Schleicher og aðspurður að því hvað sé til ráða segir hann að mikilvægt sé að minnka ekki þær væntingar sem gerðar eru til nemenda. „Ég held að lausnin sé fólgin í því að auka væntingar til nemenda. Kennarar eru of fljótir að minnka væntingarnar sem þeir hafa til nemenda sinna um leið og vandi kemur upp.“ Þrátt fyrir að Ísland komi ekki vel út í PISA-könnuninni segir Schleicher Íslendinga veita fordæmi á ýmsum sviðum. Þar nefnir hann sérstaklega ánægju barna í skóla, lífsánægju og mikil samskipti barna á milli. Skóla - og menntamál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Fleiri fréttir Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Sjá meira
„Ég held að Íslendingar þurfi að leggja mikið á sig til þess að tryggja að allir nemendur sýni betri námsárangur“ segir doktor Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD). Schleicher hélt erindi í Háskóla Íslands í gær þar sem hann ræddi stöðu Íslands í menntamálum samanborið við önnur lönd OECD. Þar var frammistaða íslenskra ungmenna í PISA-könnuninni meðal annars rædd, en Ísland hefur komið illa út úr könnuninni undanfarin ár. „Það sem hefur að mínu mati gerst á Íslandi er að starf kennarans er farið að líkjast iðnaðarstarfi,“ segir Schleicher. „Kennslan er orðin eins og færiband sem hefur í för með sér einangrun kennara og minni samskipti og samvinnu kennara á milli. Kennarar eru ekki að kynnast nemendum sínum og þekkja því ekki áhugamál þeirra og langanir.“ Skólar víða um land hafa tekið upp aukna tækni í kennslustofum sem svar við hröðum tæknibreytingum og breyttu námsumhverfi og -árangri, svo sem notkun spjaldtölva. Schleicher segir tækni geta stuðlað að auknum áhuga nemenda ásamt því að bæta kennslu en á sama tíma segir hann tæknina ekki geta tekið við af kennurum. „Tækni kemur aldrei í staðinn fyrir kennslu, og hún getur ekki tekið við af okkur mönnunum. Ef það á að nýta tækni við kennslu þá þarf að gera það varfærnislega.“ Schleicher telur kennara hér á landi hafa mikið frelsi til margbreyttra kennsluaðferða en að mikilvægt sé að vekja áhuga barna á námi. „Skólar á Íslandi þurfa að leggja sig fram við að gera nám áhugavert. Skýringar á stórum hluta brottfalls úr skólum eru þær að krökkum finnst námið ekki áhugavert, þeir sjá ekki námið sem eitthvað sem skiptir máli og finnst það gamaldags,“ segir hann. „Ef þú værir að reka matvöruverslun og á hverju ári kæmi í hana ákveðinn fjöldi fólks og á sama tíma myndi alltaf ákveðinn fjöldi hætta að koma, þá yrði einhverju breytt,“ segir Schleicher og aðspurður að því hvað sé til ráða segir hann að mikilvægt sé að minnka ekki þær væntingar sem gerðar eru til nemenda. „Ég held að lausnin sé fólgin í því að auka væntingar til nemenda. Kennarar eru of fljótir að minnka væntingarnar sem þeir hafa til nemenda sinna um leið og vandi kemur upp.“ Þrátt fyrir að Ísland komi ekki vel út í PISA-könnuninni segir Schleicher Íslendinga veita fordæmi á ýmsum sviðum. Þar nefnir hann sérstaklega ánægju barna í skóla, lífsánægju og mikil samskipti barna á milli.
Skóla - og menntamál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Fleiri fréttir Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Sjá meira