Sigurður Ingi við þingmenn Miðflokksins: „Þér er ekki boðið!“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. júní 2019 20:39 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, talaði um Miðflokkinn í ræðu sinni. vísir/anton brink „Því er ekki að leyna að hart hefur verið sótt að okkur af því klofningsbroti sem átti ekki lengur samleið með okkur,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í ræðu sem hann flutti á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. Umrætt klofningsbrot eru þingmenn Miðflokksins en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi formaður Miðflokks, hætti í Framsóknarflokknum í september árið 2017 til að stofna til nýs stjórnmálaafls.Sjá nánar: Sigmundur hættir í Framsókn Sigurður Ingi vitnaði í fleyg orð íslensku rappsveitarinnar XXX Rottweiler hunda til að orða hugsanir sínar í garð þingmanna Miðflokksins sem hann kallar í sífellu „klofningabrot“ í ræðu sinni. „Við þetta brot segi ég eins og sagt er í frægu lagi: Þér er ekki boðið!“ Sigurður Ingi sagði að Framsóknarflokkurinn hefði verið í sárum fyrir síðustu þingkosningar vegna málsins. „Það reyndi á okkur, bæði sem flokk og okkur persónulega. Við fórum samt inn í kosningabaráttuna sem sameinað afl og stóðum styrkum fótum á hugsjónum Framsóknar og sögu,“ segir Sigurður sem bætir við að Framsókn sé ekki sundrungarafl. Sigurður Ingi útskýrði hvers vegna þingmenn Miðflokksins áttu ekki lengur samleið með Framsóknarflokknum. Framsókn sé hófsamur og ábyrgur og flokksmenn beri virðingu hver fyrir öðrum. „Þetta flokksbrot hefur lagt mikið á sig til að komast á dagskrá þessa fundar með fordæmalausu og innihaldslausu málþófi á Alþingi,“ segir Sigurður Ingi sem tekur mið af rúmlega hálfsmánaða löngu málþófi Miðflokksins um innleiðingu þriðja orkupakkans. „Framsókn er flokkur þar sem fólk getur verið ósammála, flokkur þar sem við berum virðingu fyrir skoðunum hvert annars og skoðunum annarra. Í anda samvinnunnar komumst við að niðurstöðu sem er í þágu heildarinnar, þjóðarinnar allrar.“ Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Sigmundur Davíð vinnur að stofnun nýs flokks. 24. september 2017 11:56 Gunnar Bragi í framboð fyrir Miðflokkinn Fyrrverandi þingmaður og ráðherra Framsóknarflokksins stefnir á framboð. 5. október 2017 06:06 Gunnar Bragi hættir í Framsóknarflokknum Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum. 29. september 2017 11:53 Dapurlegt að fyrrverandi forystumaður gangi úr flokknum Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir það dapurlegt að Sigmundur Davíð fyrrverandi formaður segi skilið við flokkinn. 24. september 2017 14:33 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
„Því er ekki að leyna að hart hefur verið sótt að okkur af því klofningsbroti sem átti ekki lengur samleið með okkur,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í ræðu sem hann flutti á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. Umrætt klofningsbrot eru þingmenn Miðflokksins en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi formaður Miðflokks, hætti í Framsóknarflokknum í september árið 2017 til að stofna til nýs stjórnmálaafls.Sjá nánar: Sigmundur hættir í Framsókn Sigurður Ingi vitnaði í fleyg orð íslensku rappsveitarinnar XXX Rottweiler hunda til að orða hugsanir sínar í garð þingmanna Miðflokksins sem hann kallar í sífellu „klofningabrot“ í ræðu sinni. „Við þetta brot segi ég eins og sagt er í frægu lagi: Þér er ekki boðið!“ Sigurður Ingi sagði að Framsóknarflokkurinn hefði verið í sárum fyrir síðustu þingkosningar vegna málsins. „Það reyndi á okkur, bæði sem flokk og okkur persónulega. Við fórum samt inn í kosningabaráttuna sem sameinað afl og stóðum styrkum fótum á hugsjónum Framsóknar og sögu,“ segir Sigurður sem bætir við að Framsókn sé ekki sundrungarafl. Sigurður Ingi útskýrði hvers vegna þingmenn Miðflokksins áttu ekki lengur samleið með Framsóknarflokknum. Framsókn sé hófsamur og ábyrgur og flokksmenn beri virðingu hver fyrir öðrum. „Þetta flokksbrot hefur lagt mikið á sig til að komast á dagskrá þessa fundar með fordæmalausu og innihaldslausu málþófi á Alþingi,“ segir Sigurður Ingi sem tekur mið af rúmlega hálfsmánaða löngu málþófi Miðflokksins um innleiðingu þriðja orkupakkans. „Framsókn er flokkur þar sem fólk getur verið ósammála, flokkur þar sem við berum virðingu fyrir skoðunum hvert annars og skoðunum annarra. Í anda samvinnunnar komumst við að niðurstöðu sem er í þágu heildarinnar, þjóðarinnar allrar.“
Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Sigmundur Davíð vinnur að stofnun nýs flokks. 24. september 2017 11:56 Gunnar Bragi í framboð fyrir Miðflokkinn Fyrrverandi þingmaður og ráðherra Framsóknarflokksins stefnir á framboð. 5. október 2017 06:06 Gunnar Bragi hættir í Framsóknarflokknum Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum. 29. september 2017 11:53 Dapurlegt að fyrrverandi forystumaður gangi úr flokknum Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir það dapurlegt að Sigmundur Davíð fyrrverandi formaður segi skilið við flokkinn. 24. september 2017 14:33 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Sigmundur Davíð vinnur að stofnun nýs flokks. 24. september 2017 11:56
Gunnar Bragi í framboð fyrir Miðflokkinn Fyrrverandi þingmaður og ráðherra Framsóknarflokksins stefnir á framboð. 5. október 2017 06:06
Gunnar Bragi hættir í Framsóknarflokknum Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum. 29. september 2017 11:53
Dapurlegt að fyrrverandi forystumaður gangi úr flokknum Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir það dapurlegt að Sigmundur Davíð fyrrverandi formaður segi skilið við flokkinn. 24. september 2017 14:33