Sumu er auðsvarað Bjarni Benediktsson skrifar 7. júní 2019 07:00 Vegna fækkunar ferðamanna og aflabrests í mikilvægum veiðistofni, loðnunni, verður ekki hagvöxtur á þessu ári eins og spáð hafði verið. Hagkerfið hefur á hinn bóginn verið í miklum vexti undanfarin ár. Það er merkileg staðreynd að hagkerfið er orðið um 25% stærra en það var árið 2013. Sá tímabundni samdráttur sem nú er gert ráð fyrir er í engu sambærilegur erfiðum samdráttarskeiðum sem við höfum gengið í gegnum áður. Um þetta eru allir sammála. Ja, nema mögulega Samfylkingin sem hélt fund á mánudaginn var undir yfirskriftinni: „Er annað hrun í vændum?“ Ekkert hefur spurst út um niðurstöðu fundarins. En þessu er auðsvarað. Tvennt stendur upp úr þegar horft er yfir sviðið um þessar mundir: Horfur til næstu ára eru ágætar. Spáð er hóflegri verðbólgu, áframhaldandi hagvexti, lækkandi vöxtum og með því skilyrðum fyrir aukinn kaupmátt. Við munum lækka tekjuskatt, tryggingagjald lækkar aftur um næstu áramót og áfram verður haldið við styrkingu innviða. Hins vegar er mikilvægt að gera sér grein fyrir því hve vel við erum í stakk búin til að takast á við breytingar í ytra umhverfinu. Við höfum dregið lærdóm af sögunni, breytt lögum, aukið aga í opinberum fjármálum, innleitt fjármálareglur og búið í haginn fyrir erfiðari tíma. Á undanförnum árum hefur margt gerst: Við höfum greitt upp 660 milljarða af skuldum og stórlækkað vaxtagreiðslur. Rekið ríkissjóð með rétt um 390 milljarða afgangi frá 2014. Erlendar eignir okkar umfram skuldir nema um 600 milljörðum. Eiginfjárstaða heimila og fyrirtækja hefur stórbatnað og sparnaður vaxið. Við höfum opnað landið fyrir aukin viðskipti með niðurfellingu vörugjalda og tolla. Aðlögun að breyttum horfum í hagkerfinu verður ekki með öllu sársaukalaus. Við þurfum að skapa ný störf, sækja fram og halda verðmætasköpun í landinu áfram. Til þess þarf frumkvæði, bjartsýni og kraft. Það þarf réttar áherslur. Það getur líka skipt máli að kunna að spyrja réttu spurninganna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Benediktsson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Vegna fækkunar ferðamanna og aflabrests í mikilvægum veiðistofni, loðnunni, verður ekki hagvöxtur á þessu ári eins og spáð hafði verið. Hagkerfið hefur á hinn bóginn verið í miklum vexti undanfarin ár. Það er merkileg staðreynd að hagkerfið er orðið um 25% stærra en það var árið 2013. Sá tímabundni samdráttur sem nú er gert ráð fyrir er í engu sambærilegur erfiðum samdráttarskeiðum sem við höfum gengið í gegnum áður. Um þetta eru allir sammála. Ja, nema mögulega Samfylkingin sem hélt fund á mánudaginn var undir yfirskriftinni: „Er annað hrun í vændum?“ Ekkert hefur spurst út um niðurstöðu fundarins. En þessu er auðsvarað. Tvennt stendur upp úr þegar horft er yfir sviðið um þessar mundir: Horfur til næstu ára eru ágætar. Spáð er hóflegri verðbólgu, áframhaldandi hagvexti, lækkandi vöxtum og með því skilyrðum fyrir aukinn kaupmátt. Við munum lækka tekjuskatt, tryggingagjald lækkar aftur um næstu áramót og áfram verður haldið við styrkingu innviða. Hins vegar er mikilvægt að gera sér grein fyrir því hve vel við erum í stakk búin til að takast á við breytingar í ytra umhverfinu. Við höfum dregið lærdóm af sögunni, breytt lögum, aukið aga í opinberum fjármálum, innleitt fjármálareglur og búið í haginn fyrir erfiðari tíma. Á undanförnum árum hefur margt gerst: Við höfum greitt upp 660 milljarða af skuldum og stórlækkað vaxtagreiðslur. Rekið ríkissjóð með rétt um 390 milljarða afgangi frá 2014. Erlendar eignir okkar umfram skuldir nema um 600 milljörðum. Eiginfjárstaða heimila og fyrirtækja hefur stórbatnað og sparnaður vaxið. Við höfum opnað landið fyrir aukin viðskipti með niðurfellingu vörugjalda og tolla. Aðlögun að breyttum horfum í hagkerfinu verður ekki með öllu sársaukalaus. Við þurfum að skapa ný störf, sækja fram og halda verðmætasköpun í landinu áfram. Til þess þarf frumkvæði, bjartsýni og kraft. Það þarf réttar áherslur. Það getur líka skipt máli að kunna að spyrja réttu spurninganna.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun