Sennilegt að uppsöfnuð umbrotsefni lyfs hafi skert aksturshæfni ökumanns í banaslysi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. júní 2019 10:59 Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Talið er sennilegt að uppsöfnuð umbrotsefni lyfs, sem og lyfið sjálft, sem ökumaður Nissan Micra bifreiðar sem lést í bílslysi í Öxnadal í júní árið 2017, tók að staðaldri samkvæmt læknisráði hafi skert aksturshæfni hans. Ekkert bendir til þess að ökumaðurinn hafi misnotað lyfið og skammtastærðir voru innan venjulegra marka.Þetta kemur fram ískýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa vegna slyssinssem kom út í gær. Þar segir að slysið hafi orðið með þeim hætti að Nissan Micra bifreið hafi verið ekið norður Norðurlandsveg og Suzuki Swift bifreið ekið í gagnstæða átt.Í Nissan bifreiðinni var auk ökumanns, farþegi í framsæti, en ökumaður Suzuki bifreiðarinnar var einn í bifreiðinni. Veður var gott og vegurinn var þurr. Rétt áður en bifreiðarnar mættust á veginum var Nissan bifreiðinni, að sögn vitna, ekið yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir Suzuki bifreiðina og lentu bifreiðarnar saman á vegarhelmingi Suzuki bifreiðarinnar.Ökumaður Nissan-bifreiðarinnar, kona á níræðisaldri, var úrskurðuð látin á sjúkrahúsinu á Akureyri. Farþegar bifreiðanna tveggja slösuðust ekki alvarlega.Engar veglínur á vegarkaflanum Í skýrslunni kemur fram að slysið hafi átt sér stað í dagsbirtu og vegurinn hafi verið þurr. Nýlögð klæðning var á veginum og var ekki búið að mála mið- eða kantlínur á veginn þegar slysið varð. Erfiðara geti verið fyrir ökumenn að meta hvar bifreiðin er á veginum þegar mið- og kantlínur séu ekki fyrir hendi.Ljósmynd tekin í norðurátt við Þjóðveg 1 í Öxnadal. Rauður punktur sýnir hvar slysið átti sér stað.Mynd/RNSANiðurstöður áfengis- og lyfjamælinga hjá ökumanni Nissan bifreiðarinnar sýndu að ökumaður var ekki undir áhrifum áfengis eða ólöglegra vímuefna. Í skýrslunni kemur fram að ökumaður Nissan bifreiðarinnar tók inn lyf að staðaldri samkvæmt læknisráði. Lyfið mældist innan eðlilegra marka í blóði en styrkur virks umbrotaefnis lyfsins mældist mjög hár og benti til eitrunar. „Umbrotaefnið hefur lengri helmingunartíma en lyfið og getur safnast fyrir í líkama þeirra sem nota lyfið ef líkamsstarfssemi þeirra er skert eða lyfið er notað í stórum skömmtum. Ekkert hefur komið fram sem bendir til misnotkunar á lyfinu hjá ökumanni og skammtastærðir voru innan venjulegra marka,“ segir í skýrslunni. Sem fyrr segir er talið sennilegt að lyfið og umbrotsefni þess hafi skert aksturshæfni ökumanns Nissan bifreiðarinnar. Hefur rannsóknarnefndin upplýst embætti Landlæknis um niðurstöður lyfjagreiningar í málinu. Þá gagnrýnir nefndin að aðeins hafi verið framkvæmd áfengismæling á ökumanni hinnar bifreiðarinnar, en ekki lyfjamæling. Mikilvægt sé að báðar rannsóknir fari fram á ökumönnum í öllum alvarlegri slysum svo hægt sé að útiloka þá þætti við rannsókn á orsökum slysa. Hörgársveit Samgönguslys Tengdar fréttir Banaslys í Öxnadal Ökumaður fólksbifreiðar lét lífið í umferðarslysinu í Öxnadal á fimmta tímanum í dag. 29. júní 2017 22:04 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Talið er sennilegt að uppsöfnuð umbrotsefni lyfs, sem og lyfið sjálft, sem ökumaður Nissan Micra bifreiðar sem lést í bílslysi í Öxnadal í júní árið 2017, tók að staðaldri samkvæmt læknisráði hafi skert aksturshæfni hans. Ekkert bendir til þess að ökumaðurinn hafi misnotað lyfið og skammtastærðir voru innan venjulegra marka.Þetta kemur fram ískýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa vegna slyssinssem kom út í gær. Þar segir að slysið hafi orðið með þeim hætti að Nissan Micra bifreið hafi verið ekið norður Norðurlandsveg og Suzuki Swift bifreið ekið í gagnstæða átt.Í Nissan bifreiðinni var auk ökumanns, farþegi í framsæti, en ökumaður Suzuki bifreiðarinnar var einn í bifreiðinni. Veður var gott og vegurinn var þurr. Rétt áður en bifreiðarnar mættust á veginum var Nissan bifreiðinni, að sögn vitna, ekið yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir Suzuki bifreiðina og lentu bifreiðarnar saman á vegarhelmingi Suzuki bifreiðarinnar.Ökumaður Nissan-bifreiðarinnar, kona á níræðisaldri, var úrskurðuð látin á sjúkrahúsinu á Akureyri. Farþegar bifreiðanna tveggja slösuðust ekki alvarlega.Engar veglínur á vegarkaflanum Í skýrslunni kemur fram að slysið hafi átt sér stað í dagsbirtu og vegurinn hafi verið þurr. Nýlögð klæðning var á veginum og var ekki búið að mála mið- eða kantlínur á veginn þegar slysið varð. Erfiðara geti verið fyrir ökumenn að meta hvar bifreiðin er á veginum þegar mið- og kantlínur séu ekki fyrir hendi.Ljósmynd tekin í norðurátt við Þjóðveg 1 í Öxnadal. Rauður punktur sýnir hvar slysið átti sér stað.Mynd/RNSANiðurstöður áfengis- og lyfjamælinga hjá ökumanni Nissan bifreiðarinnar sýndu að ökumaður var ekki undir áhrifum áfengis eða ólöglegra vímuefna. Í skýrslunni kemur fram að ökumaður Nissan bifreiðarinnar tók inn lyf að staðaldri samkvæmt læknisráði. Lyfið mældist innan eðlilegra marka í blóði en styrkur virks umbrotaefnis lyfsins mældist mjög hár og benti til eitrunar. „Umbrotaefnið hefur lengri helmingunartíma en lyfið og getur safnast fyrir í líkama þeirra sem nota lyfið ef líkamsstarfssemi þeirra er skert eða lyfið er notað í stórum skömmtum. Ekkert hefur komið fram sem bendir til misnotkunar á lyfinu hjá ökumanni og skammtastærðir voru innan venjulegra marka,“ segir í skýrslunni. Sem fyrr segir er talið sennilegt að lyfið og umbrotsefni þess hafi skert aksturshæfni ökumanns Nissan bifreiðarinnar. Hefur rannsóknarnefndin upplýst embætti Landlæknis um niðurstöður lyfjagreiningar í málinu. Þá gagnrýnir nefndin að aðeins hafi verið framkvæmd áfengismæling á ökumanni hinnar bifreiðarinnar, en ekki lyfjamæling. Mikilvægt sé að báðar rannsóknir fari fram á ökumönnum í öllum alvarlegri slysum svo hægt sé að útiloka þá þætti við rannsókn á orsökum slysa.
Hörgársveit Samgönguslys Tengdar fréttir Banaslys í Öxnadal Ökumaður fólksbifreiðar lét lífið í umferðarslysinu í Öxnadal á fimmta tímanum í dag. 29. júní 2017 22:04 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Banaslys í Öxnadal Ökumaður fólksbifreiðar lét lífið í umferðarslysinu í Öxnadal á fimmta tímanum í dag. 29. júní 2017 22:04