Viðbrögð starfsmanna hárrétt við eldi á Nesjavöllum Jóhann K. Jóhannsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 5. júní 2019 11:33 Frá vettvangi í morgun. Vísir/Jói K Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóni Brunavarna Árnessýslu, segir ekkert tjón hafa orðið á húsnæði vegna elds sem kom upp í spennuvirki á Nesjavöllum upp úr klukkan tíu í morgun. Spennirinn sé þó auðvitað skemmdur og hann sé vafalítið ekki ódýr. „Við æfum hérna reglulega með starfsmönnunum svo við þekkjum aðstæður mjög vel og þá starfsmenn sem hér starfa. Í fyrstu höfðum við ekki miklar áhyggjur af þessu. En við sendum fullt viðbragð, svokallað F1 útkall, svo það var talsverður hópur manna sem lagði af stað upp eftir,“ segir Pétur í samtali við Vísi. Viðbrögð starfsmanna hjá Orku náttúrunnar hafi verið algjörlega hárrétt. „Þeir opnuðu inn í rýmið og gátu slökkt í þessu með handslökkvitæki eins og þeirra þjálfun býður. Þeir voru síðan búnir að opna þegar við komum á staðinn í báða enda svo rýmið var búið að reykræsa sig. Okkar hlutverk var þá bara að tryggja að ekkert kæmi upp frekar, sem var ekki.“ Starfsmenn hafi náð að upplýsa slökkvilið um að eldurinn væri úti þegar teymið var komið hálfa leið á vettvang. „Svo við gátum slegið af forgangi og þar með minni hætta fyrir fólk í umferðinni af okkur á mikilli ferð.“ Pétur segir að við aðstæður sem þessar sé fyrst og fremst hætta á að eldurinn breiði úr sér og verði meira tjón á virkjuninni. „Það sem má kannski helst líta til er að hér er raforkuframleiðsla í gangi. Ef svona útkall verður til þess að raforkuframleiðsla stöðvist getur það haft heilmikil áhrif á fyrirtæki sem nota afurðina sem héðan kemur. Auðvitað síðan frekari skemmdir á mannvirkinu. Þetta er smíðað þannig að það er hamlandi að eldur geti breytt úr sér. Mest er bara úr járni og óbrennanlegum efnum.“ Ekki er langt síðan slökkviliðsmenn á Suðurlandi brugðust við bruna í Ljósafossvirkjun. „Ljósafoss var svolítið öðruvísi. Þar var gamall spennir utandyra sem er auðvitað auðveldara fyrir okkur að vinna með. Menn þurfa samt að passa sig við vatnsnotkun og annað sem er hættulegt við þessar aðstæður. Þessi spennir er hins vegar innandyra sem getur gert málin flóknari ef ekki er búið að slökkva þegar við komum.“ Grímsnes- og Grafningshreppur Slökkvilið Tengdar fréttir Eldur kom upp í spennuvirki á Nesjavöllum Eldur kom upp í spennuvirki á Nesjavöllum skömmu eftir klukkan 10 í morgun. 5. júní 2019 10:36 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóni Brunavarna Árnessýslu, segir ekkert tjón hafa orðið á húsnæði vegna elds sem kom upp í spennuvirki á Nesjavöllum upp úr klukkan tíu í morgun. Spennirinn sé þó auðvitað skemmdur og hann sé vafalítið ekki ódýr. „Við æfum hérna reglulega með starfsmönnunum svo við þekkjum aðstæður mjög vel og þá starfsmenn sem hér starfa. Í fyrstu höfðum við ekki miklar áhyggjur af þessu. En við sendum fullt viðbragð, svokallað F1 útkall, svo það var talsverður hópur manna sem lagði af stað upp eftir,“ segir Pétur í samtali við Vísi. Viðbrögð starfsmanna hjá Orku náttúrunnar hafi verið algjörlega hárrétt. „Þeir opnuðu inn í rýmið og gátu slökkt í þessu með handslökkvitæki eins og þeirra þjálfun býður. Þeir voru síðan búnir að opna þegar við komum á staðinn í báða enda svo rýmið var búið að reykræsa sig. Okkar hlutverk var þá bara að tryggja að ekkert kæmi upp frekar, sem var ekki.“ Starfsmenn hafi náð að upplýsa slökkvilið um að eldurinn væri úti þegar teymið var komið hálfa leið á vettvang. „Svo við gátum slegið af forgangi og þar með minni hætta fyrir fólk í umferðinni af okkur á mikilli ferð.“ Pétur segir að við aðstæður sem þessar sé fyrst og fremst hætta á að eldurinn breiði úr sér og verði meira tjón á virkjuninni. „Það sem má kannski helst líta til er að hér er raforkuframleiðsla í gangi. Ef svona útkall verður til þess að raforkuframleiðsla stöðvist getur það haft heilmikil áhrif á fyrirtæki sem nota afurðina sem héðan kemur. Auðvitað síðan frekari skemmdir á mannvirkinu. Þetta er smíðað þannig að það er hamlandi að eldur geti breytt úr sér. Mest er bara úr járni og óbrennanlegum efnum.“ Ekki er langt síðan slökkviliðsmenn á Suðurlandi brugðust við bruna í Ljósafossvirkjun. „Ljósafoss var svolítið öðruvísi. Þar var gamall spennir utandyra sem er auðvitað auðveldara fyrir okkur að vinna með. Menn þurfa samt að passa sig við vatnsnotkun og annað sem er hættulegt við þessar aðstæður. Þessi spennir er hins vegar innandyra sem getur gert málin flóknari ef ekki er búið að slökkva þegar við komum.“
Grímsnes- og Grafningshreppur Slökkvilið Tengdar fréttir Eldur kom upp í spennuvirki á Nesjavöllum Eldur kom upp í spennuvirki á Nesjavöllum skömmu eftir klukkan 10 í morgun. 5. júní 2019 10:36 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Eldur kom upp í spennuvirki á Nesjavöllum Eldur kom upp í spennuvirki á Nesjavöllum skömmu eftir klukkan 10 í morgun. 5. júní 2019 10:36