Ísafjarðarbær þarfnast ekki fleiri vina í bili Sigurður Mikael Jónsson skrifar 5. júní 2019 07:00 Ísafjarðarbær fékk innilega vinarbeiðni frá Póllandi á dögunum en ræður ekki við fleiri vini í bili að mati bæjarráðs. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Bæjarstjóri pólska smábæjarins Ustrzyki Dolne situr eftir með sárt ennið eftir að hafa óskað formlega eftir vinabæjarsamstarfi við Ísafjarðarbæ. Erindi bæjarstjórans, Bartosz Romowicz, sem og litrík og skemmtileg kynning á bæ hans var tekin fyrir á fundi bæjarráðs á mánudaginn var. Í bréfi Romowicz bæjarstjóra er óskað eftir að Ísafjarðarbær skoði hvort vilji sé fyrir því að koma á vinabæjarsamstarfi milli sveitarfélaganna tveggja. Ustrzyki Dolne er að sögn bæjarstjórans 17 þúsund manna bær í gríðarfallegu fjallaumhverfi í suðausturhluta Póllands. Bærinn er sagður hafa mikla möguleika, töluverð uppbygging hafi átt sér stað þar en bærinn sé í leit að auknum tækifærum með alþjóðlegu samstarfi. Í bréfhausnum vitnar Romowicz bæjarstjóri meira að segja í höfund Harry Potter-bókanna, J.K. Rowling: „Peaceful cooperation is the key to success,“ sem myndi útleggjast sem „Friðsælt samstarf er lykillinn að velgengni.“ Í bréfinu telur Romowicz bæjarstjóri upp hina ýmsu kosti Ustrzyki Dolne, hverju Ísafjarðarbær megi búast við í samstarfinu og til hvers verði ætlast af þeim í staðinn. Erindi þessu fylgdi sömuleiðis efnismikill kynningarbæklingur um allt það helsta sem finna má í pólska bænum. Allt frá áhugaverðum kennileitum og afþreyingu sem í boði er, veitingastaði og gistingu. Romowicz bæjarstjóri verður seint sakaður um að taka skortstöðu gagnvart bæ sínum ef marka má lýsingarnar. „Einstakt landslagið, nálægðin við náttúruna, kyrrðin og gnægð ósnortinnar náttúru ætti að laða að alla þá sem leita frelsis og afslöppunar. Á veturnar leitar vetraríþróttafólk í fullkomnar aðstæður hér og fyrsta flokks aðstöðu.“ Bæjarráð þakkar Romowicz bæjarstjóra gott boð í bókun á fundinum en svo er að skilja að Ísafjarðarbær hafi ekki pláss fyrir fleiri vini að sinni. „Ísafjarðarbær er lítið sveitarfélag sem er nú þegar í miklu alþjóðlegu samstarfi og hefur því miður ekki fjármagn og mannafla í að sinna frekari vinabæjarsamskiptum. Bæjarráð hafnar því beiðni að sinni um vinabæjarsamstarf við Ustrzyki Dolne Commune,“ segir í afgreiðslu bæjarráðsins. Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira
Bæjarstjóri pólska smábæjarins Ustrzyki Dolne situr eftir með sárt ennið eftir að hafa óskað formlega eftir vinabæjarsamstarfi við Ísafjarðarbæ. Erindi bæjarstjórans, Bartosz Romowicz, sem og litrík og skemmtileg kynning á bæ hans var tekin fyrir á fundi bæjarráðs á mánudaginn var. Í bréfi Romowicz bæjarstjóra er óskað eftir að Ísafjarðarbær skoði hvort vilji sé fyrir því að koma á vinabæjarsamstarfi milli sveitarfélaganna tveggja. Ustrzyki Dolne er að sögn bæjarstjórans 17 þúsund manna bær í gríðarfallegu fjallaumhverfi í suðausturhluta Póllands. Bærinn er sagður hafa mikla möguleika, töluverð uppbygging hafi átt sér stað þar en bærinn sé í leit að auknum tækifærum með alþjóðlegu samstarfi. Í bréfhausnum vitnar Romowicz bæjarstjóri meira að segja í höfund Harry Potter-bókanna, J.K. Rowling: „Peaceful cooperation is the key to success,“ sem myndi útleggjast sem „Friðsælt samstarf er lykillinn að velgengni.“ Í bréfinu telur Romowicz bæjarstjóri upp hina ýmsu kosti Ustrzyki Dolne, hverju Ísafjarðarbær megi búast við í samstarfinu og til hvers verði ætlast af þeim í staðinn. Erindi þessu fylgdi sömuleiðis efnismikill kynningarbæklingur um allt það helsta sem finna má í pólska bænum. Allt frá áhugaverðum kennileitum og afþreyingu sem í boði er, veitingastaði og gistingu. Romowicz bæjarstjóri verður seint sakaður um að taka skortstöðu gagnvart bæ sínum ef marka má lýsingarnar. „Einstakt landslagið, nálægðin við náttúruna, kyrrðin og gnægð ósnortinnar náttúru ætti að laða að alla þá sem leita frelsis og afslöppunar. Á veturnar leitar vetraríþróttafólk í fullkomnar aðstæður hér og fyrsta flokks aðstöðu.“ Bæjarráð þakkar Romowicz bæjarstjóra gott boð í bókun á fundinum en svo er að skilja að Ísafjarðarbær hafi ekki pláss fyrir fleiri vini að sinni. „Ísafjarðarbær er lítið sveitarfélag sem er nú þegar í miklu alþjóðlegu samstarfi og hefur því miður ekki fjármagn og mannafla í að sinna frekari vinabæjarsamskiptum. Bæjarráð hafnar því beiðni að sinni um vinabæjarsamstarf við Ustrzyki Dolne Commune,“ segir í afgreiðslu bæjarráðsins.
Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira