Helga Vala segir lögregluna fjársvelta Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 4. júní 2019 19:56 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Fréttablaðið/Eyþór Þingmaður Samfylkingarinnar bendir á að þyrlukaup Landhelgisgæslunnar séu inni í því fjármagni sem sett er í löggæslu hér á landi. Auka þurfi fjármagn til Lögreglunnar sjálfrar til að mæta auknum umsvifum skipulagðrar glæpastarfsemi. Lögreglan sé of fáliðuð, það vanti mannskap í rannsóknir og fé til að þjálfa starfsfólk embættisins. Einn milljarð vanti hið minnsta. Skýrsla greiningardeildar ríkislögreglustjóra dró upp dökka mynd af glæpastarfsemi hér á landi. Þar er greint frá að umsvif erlendra glæpahópa hafi farið vaxandi, þar á meðal á sviði fíkniefnaviðskipta. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku benti aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra á að ef ekkert verði gert muni starfsemin aukast enn frekar. Lögreglan á Íslandi sé veik og hafi ekki getu til að sinna frumkvæðisvinnu. Dómsmálaráðherra segir augljóst að frekara fjármagn þurfi til löggæslu. Í þættinum Bítinu sagði Helga Vala Helgadóttir skýrsluna gefa til kynna að lögreglan hafi verið fjársvelt: „Það eru færri lögreglumenn að störfum núna en voru fyrir hrun við erum samt með umtalsvert fleiri ferðamenn og fleiri íbúa og miklu erfiðari verkefni í rauninni.“ Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tókst á við Helgu Völu um málið og benti á að fjármagn hafi verið aukið til lögreglunnar síðustu ár. „Hins vegar er það það, að lögreglan stjórnar því hvert peningarnir fara. Hvort að við þurfum meiri mannafla eða ekki. Þeir stjórna því. Ég er bara að segja að við höfum talsvert aukið fjármagn í löggæslumál á undanförnum árum og misserum.“ Helga Vala var honum ekki sammála og benti á að þyrla Landhelgisgæslunnar væri reiknuð inn í þá tölu: „Nú skulum við segja satt og ekki satt, þegar Brynjar og hans flokksfélagar tala um aukið fjármagn til löggæslu þá eru þeir með þyrlu til Landhelgisgæslunnar inni í þeirri tölu. Það er bara þannig.“ „Það er þannig, því að þetta er inni í sama menginu í fjárlögum og fjármálaáætlun, þar eru þyrlukaup Landhelgisgæslunnar inni í. Gæslan og lögreglan saman, í sama málaflokki. Ef við horfum á tölurnar þá hefur löggæslumönnum fækkað mjög mikið, um 300 lögreglumenn. Það þarf einn milljarð í innspýtingu til að ná lögreglumönnum upp í þann fjölda sem er ásættanlegur. Það er staðreynd sem ekki er hægt að neita,“ bætti Helga Vala við. Alþingi Bítið Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglan á erfitt með að takast á við skipulagða glæpastarfsemi Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að verði ekkert að gert muni skipulögð glæpastarfsemi aukast enn frekar hér á landi. Lögreglan á Íslandi sé veik og hafi ekki getu til að sinna fraumkvæðisvinnu. 29. maí 2019 18:30 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar bendir á að þyrlukaup Landhelgisgæslunnar séu inni í því fjármagni sem sett er í löggæslu hér á landi. Auka þurfi fjármagn til Lögreglunnar sjálfrar til að mæta auknum umsvifum skipulagðrar glæpastarfsemi. Lögreglan sé of fáliðuð, það vanti mannskap í rannsóknir og fé til að þjálfa starfsfólk embættisins. Einn milljarð vanti hið minnsta. Skýrsla greiningardeildar ríkislögreglustjóra dró upp dökka mynd af glæpastarfsemi hér á landi. Þar er greint frá að umsvif erlendra glæpahópa hafi farið vaxandi, þar á meðal á sviði fíkniefnaviðskipta. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku benti aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra á að ef ekkert verði gert muni starfsemin aukast enn frekar. Lögreglan á Íslandi sé veik og hafi ekki getu til að sinna frumkvæðisvinnu. Dómsmálaráðherra segir augljóst að frekara fjármagn þurfi til löggæslu. Í þættinum Bítinu sagði Helga Vala Helgadóttir skýrsluna gefa til kynna að lögreglan hafi verið fjársvelt: „Það eru færri lögreglumenn að störfum núna en voru fyrir hrun við erum samt með umtalsvert fleiri ferðamenn og fleiri íbúa og miklu erfiðari verkefni í rauninni.“ Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tókst á við Helgu Völu um málið og benti á að fjármagn hafi verið aukið til lögreglunnar síðustu ár. „Hins vegar er það það, að lögreglan stjórnar því hvert peningarnir fara. Hvort að við þurfum meiri mannafla eða ekki. Þeir stjórna því. Ég er bara að segja að við höfum talsvert aukið fjármagn í löggæslumál á undanförnum árum og misserum.“ Helga Vala var honum ekki sammála og benti á að þyrla Landhelgisgæslunnar væri reiknuð inn í þá tölu: „Nú skulum við segja satt og ekki satt, þegar Brynjar og hans flokksfélagar tala um aukið fjármagn til löggæslu þá eru þeir með þyrlu til Landhelgisgæslunnar inni í þeirri tölu. Það er bara þannig.“ „Það er þannig, því að þetta er inni í sama menginu í fjárlögum og fjármálaáætlun, þar eru þyrlukaup Landhelgisgæslunnar inni í. Gæslan og lögreglan saman, í sama málaflokki. Ef við horfum á tölurnar þá hefur löggæslumönnum fækkað mjög mikið, um 300 lögreglumenn. Það þarf einn milljarð í innspýtingu til að ná lögreglumönnum upp í þann fjölda sem er ásættanlegur. Það er staðreynd sem ekki er hægt að neita,“ bætti Helga Vala við.
Alþingi Bítið Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglan á erfitt með að takast á við skipulagða glæpastarfsemi Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að verði ekkert að gert muni skipulögð glæpastarfsemi aukast enn frekar hér á landi. Lögreglan á Íslandi sé veik og hafi ekki getu til að sinna fraumkvæðisvinnu. 29. maí 2019 18:30 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Lögreglan á erfitt með að takast á við skipulagða glæpastarfsemi Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að verði ekkert að gert muni skipulögð glæpastarfsemi aukast enn frekar hér á landi. Lögreglan á Íslandi sé veik og hafi ekki getu til að sinna fraumkvæðisvinnu. 29. maí 2019 18:30