Komu Trump til Bretlands mótmælt í stærstu borgum landsins Sighvatur Arnmundsson skrifar 4. júní 2019 07:15 Trump ásamt Elísabetu Englandsdrottningu. Fréttablaðið/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti kom í gær í opinbera heimsókn til Bretlands ásamt Melaniu eiginkonu sinni. Þau heimsóttu meðal annars Buckingham höll þar sem þau hittu meðal annars Elísabetu drottningu. Trump sagði á Twitter frá því að konungsfjölskyldan væri frábær og sagði samband ríkjanna tveggja mjög gott. Þá sagði hann að stór viðskiptasamningur væri mögulegur þegar Bretland hefði kastað af sér hlekkjunum, og átti þar við útgöngu Breta úr ESB. Mótmæli hafa verið boðuð víða í Bretlandi í tilefni þriggja daga heimsóknar Bandaríkjaforseta. Þannig hafa meðal annars verið boðuð mótmæli í Lundúnum, Manchester, Belfast og Birmingham. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, ákvað að sniðganga opinberan kvöldverð með Trump. Þess í stað verður Corbyn meðal ræðumanna á mótmælafundi í Lundúnum. Corbyn sagði að þátttaka í mótmælafundinum væri tækifæri til að sýna samstöðu með öllum þeim sem Trump hefði ráðist á í Bandaríkjunum og öllum heiminum. Vísaði hann sérstaklega til ummæla Trumps um Sadiq Khan, borgarstjóra Lundúna. Khan hafði sagt að Bretar ættu ekki að rúlla út rauða dreglinum fyrir Trump. Forsetinn brást við með því að segja að Khan hefði staðið sig hræðilega í embætti og ætti frekar að einbeita sér að því að uppræta glæpi í borginni en að tala illa um mikilvægasta bandamann Breta. Í dag hittir Trump Theresu May forsætisráðherra í Downingstræti en búist er við því að þau ræði meðal annars loftslagsbreytingar og málefni kínverska tæknirisans Huawei. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Bretland Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti kom í gær í opinbera heimsókn til Bretlands ásamt Melaniu eiginkonu sinni. Þau heimsóttu meðal annars Buckingham höll þar sem þau hittu meðal annars Elísabetu drottningu. Trump sagði á Twitter frá því að konungsfjölskyldan væri frábær og sagði samband ríkjanna tveggja mjög gott. Þá sagði hann að stór viðskiptasamningur væri mögulegur þegar Bretland hefði kastað af sér hlekkjunum, og átti þar við útgöngu Breta úr ESB. Mótmæli hafa verið boðuð víða í Bretlandi í tilefni þriggja daga heimsóknar Bandaríkjaforseta. Þannig hafa meðal annars verið boðuð mótmæli í Lundúnum, Manchester, Belfast og Birmingham. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, ákvað að sniðganga opinberan kvöldverð með Trump. Þess í stað verður Corbyn meðal ræðumanna á mótmælafundi í Lundúnum. Corbyn sagði að þátttaka í mótmælafundinum væri tækifæri til að sýna samstöðu með öllum þeim sem Trump hefði ráðist á í Bandaríkjunum og öllum heiminum. Vísaði hann sérstaklega til ummæla Trumps um Sadiq Khan, borgarstjóra Lundúna. Khan hafði sagt að Bretar ættu ekki að rúlla út rauða dreglinum fyrir Trump. Forsetinn brást við með því að segja að Khan hefði staðið sig hræðilega í embætti og ætti frekar að einbeita sér að því að uppræta glæpi í borginni en að tala illa um mikilvægasta bandamann Breta. Í dag hittir Trump Theresu May forsætisráðherra í Downingstræti en búist er við því að þau ræði meðal annars loftslagsbreytingar og málefni kínverska tæknirisans Huawei.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Bretland Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira