Fyrstu viðbrögð við blekkingu Johnny Wayne var að slá verkefnið út af borðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júní 2019 22:30 Magni Böðvar Þorvaldsson, sem dæmdur var í 20 ára fangelsi fyrir morð í Flórída árið 2016, er ekki Íslendingur. Magni blekkti jafnt fjölmiðla sem sína nánustu en erfitt er að fullyrða hvers vegna hann þóttist vera frá Íslandi. Áhorfendum Stöðvar 2 brá í brún í þriðja og síðasta þætti Flórídafangans sem sýndur var í gærkvöldi þegar í ljós kom að umfjöllunarefnið, Magni Böðvar Þorvaldsson, var ekki vitund íslenskur. Íslenskir fjölmiðlar sýndu því mikinn áhuga á sínum tíma þegar Johnny Wayne Johnson lá undir grun og var síðar dæmdur fyrir morð á bandarískri konu. Kjartan Atli Kjartansson fór fyrir íslensku tökuliði og grennslaðist fyrir um afdrif hins íslenska Johnny Wayne Johnson sem afplánar tuttugu ár í fangelsi í Flórída. Þeir voru grunlausir um blekkingarleik Johnny Wayne. „Fyrstu viðbrögð voru bara þannig að maður trúði þessu ekki. Svo við sannreyndum þetta í hörgul. Vildum vita þetta alveg fyrir víst. Ganga alveg úr skugga um að hann væri ekki Íslendingur. Svo kom á daginn að hann hefði líklega ekki farið út fyrir Bandaríkin og ætti ekki vegabréf,“ segir Kjartan Atli. Í fyrstu hafi þeir velt fyrir sér að slá þáttinn út af borðinu. „Fyrst hugsar maður að þetta hefði getað verið góð sería. Nú er verkefnið búið. Svo fórum við að hugsa þetta dýpra. Kannski væri þetta eitt af þessum tvistum í seríunni að hann væri ekki Íslendingur eins og við héldum öll.“ Erfitt er að svara þeirri spurningu hvers vegna Magni þóttist vera Íslendingur. Kjartan Atli hefur sínar kenningar. „Að vera Íslendingur þá ertu aðeins frábrugðinn þeim sem þú umgengst. Þú færð mikla athygli. Við fundum það úti þegar við sögðum fólk að við værum Íslendingar að sumt fólk hreinlega faðmaði okkur. Fyrir einhverja er þetta eins og að hitta einhvern sem er fæddur í Disneylandi.“Kjartani Atla var heldur brugðið þegar kom á daginn að Magni væri alls ekki íslenskur.Stöð 2 Bíó og sjónvarp Flórídafanginn Tengdar fréttir Ekki ein íslensk fruma í Flórídafanganum fræga Óvænt afhjúpun í lok þáttaraðarinnar um Flórídafangann. 3. júní 2019 11:19 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Magni Böðvar Þorvaldsson, sem dæmdur var í 20 ára fangelsi fyrir morð í Flórída árið 2016, er ekki Íslendingur. Magni blekkti jafnt fjölmiðla sem sína nánustu en erfitt er að fullyrða hvers vegna hann þóttist vera frá Íslandi. Áhorfendum Stöðvar 2 brá í brún í þriðja og síðasta þætti Flórídafangans sem sýndur var í gærkvöldi þegar í ljós kom að umfjöllunarefnið, Magni Böðvar Þorvaldsson, var ekki vitund íslenskur. Íslenskir fjölmiðlar sýndu því mikinn áhuga á sínum tíma þegar Johnny Wayne Johnson lá undir grun og var síðar dæmdur fyrir morð á bandarískri konu. Kjartan Atli Kjartansson fór fyrir íslensku tökuliði og grennslaðist fyrir um afdrif hins íslenska Johnny Wayne Johnson sem afplánar tuttugu ár í fangelsi í Flórída. Þeir voru grunlausir um blekkingarleik Johnny Wayne. „Fyrstu viðbrögð voru bara þannig að maður trúði þessu ekki. Svo við sannreyndum þetta í hörgul. Vildum vita þetta alveg fyrir víst. Ganga alveg úr skugga um að hann væri ekki Íslendingur. Svo kom á daginn að hann hefði líklega ekki farið út fyrir Bandaríkin og ætti ekki vegabréf,“ segir Kjartan Atli. Í fyrstu hafi þeir velt fyrir sér að slá þáttinn út af borðinu. „Fyrst hugsar maður að þetta hefði getað verið góð sería. Nú er verkefnið búið. Svo fórum við að hugsa þetta dýpra. Kannski væri þetta eitt af þessum tvistum í seríunni að hann væri ekki Íslendingur eins og við héldum öll.“ Erfitt er að svara þeirri spurningu hvers vegna Magni þóttist vera Íslendingur. Kjartan Atli hefur sínar kenningar. „Að vera Íslendingur þá ertu aðeins frábrugðinn þeim sem þú umgengst. Þú færð mikla athygli. Við fundum það úti þegar við sögðum fólk að við værum Íslendingar að sumt fólk hreinlega faðmaði okkur. Fyrir einhverja er þetta eins og að hitta einhvern sem er fæddur í Disneylandi.“Kjartani Atla var heldur brugðið þegar kom á daginn að Magni væri alls ekki íslenskur.Stöð 2
Bíó og sjónvarp Flórídafanginn Tengdar fréttir Ekki ein íslensk fruma í Flórídafanganum fræga Óvænt afhjúpun í lok þáttaraðarinnar um Flórídafangann. 3. júní 2019 11:19 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Ekki ein íslensk fruma í Flórídafanganum fræga Óvænt afhjúpun í lok þáttaraðarinnar um Flórídafangann. 3. júní 2019 11:19