Sjö hross felld vegna nýs taugasjúkdóms á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 3. júní 2019 13:17 Fyrstu staðfestu tilfellin hér á landi greindust í útigangshrossum á stóru hrossabúi á Norðurlandi vestra. Vísir/Getty Áunninn fjöltaugakvilli í hrossum (acquired equine polyneuropathy, AEP) sem þekktur er í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, hefur nú greinst í fyrsta sinn hér á landi. Sjúkdómurinn uppgötvaðist í Skandinavíu fyrir nær 25 árum en þrátt fyrir víðtækar rannsóknir er orsökin ekki þekkt. Frá þessu er greint á vef Matvælastofnunar en þar segir að ekki sé um smitsjúkdóm að ræða og ekkert bendi til að hann sé arfgengur. Sjö hross hafa verið felld hér á landi og eitt fannst dautt. Fyrstu tilfellin uppgötvuðust á stóru hrossabúi á Norðurlandi vestra Tengist að líkindum rúlluheyi Sjúkdómurinn tengist líklega rúlluheyi, því hrossin sem veikjast hafa alla jafna verið fóðruð á rúlluheyi af sama slætti á sama túni. Þó veikjast ekki öll hrossin sem fengið hafa sama hey og því kemur líklega fleira til. Sjúkdómurinn kemur yfirleitt upp seinni hluta vetrar og fram í maí en fá tilfelli eru skráð utan þess tíma. Reynslan frá nágrannalöndunum sýnir að oftast eru mörg tilfelli á hverjum bæ og tilfellin svæðisbundin. Yfirleitt er um ung hross að ræða en þó ekki folöld. Fjöltaugakvilli vísar til sjúkdóms í mörgum taugum líkamans, einkum í úttaugum sem leiða niður í fætur hestsins. Helsta einkennið er vöðvaslappleiki í afturhluta líkamans sem leiðir til þess að hestarnir missa öðru hverju undan sér afturfæturna, niður á afturfótakjúkurnar. Hestarnir eru með fullri meðvitund, hafa góða matarlyst og sýna eðlilegt atferli að mestu leyti. Í alvarlegum tilfellum leggjast hrossin fyrir og nauðsynlegt getur verið að aflífa þau. Meirihluti þeirra hrossa sem fá einkenni sjúkdómsins læknast af sjálfu sér með hvíld og nýju fóðri en samkvæmt tölum frá Noregi og Svíþjóð þarf að aflífa hross í allt að 30 prósent tilfella. Greinileg einkenni í 22 hrossum Fyrstu staðfestu tilfellin hér á landi greindust í útigangshrossum á stóru hrossabúi á Norðurlandi vestra. Greinileg einkenni hafa komið fram í 22 hrossum á aldrinum 2-7 vetra. Þar af hafa 7 verið felld og eitt fundist dautt. Mögulega eru fleiri trippi á bænum með væg einkenni. Ekki hefur frést af því að sjúkdómurinn hafi komið upp á fleiri stöðum og ætla má að hættan sé að mestu gengin yfir á þessu ári þar sem flest unghross eru nú komin á beit. Til framtíðar litið er þó hætta á að sjúkdómurinn komi upp víðar, enda hafa þær aðstæður sem valda honum augljóslega skapast hér á landi. Þar sem um nýjan sjúkdóm er að ræða, sem mikilvægt er að fá yfirlit yfir, óskar Matvælastofnun eftir upplýsingum um öll tilfelli þar sem grunur leikur á sjúkdómnum eða hann er staðfestur. Dýr Dýraheilbrigði Landbúnaður Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
Áunninn fjöltaugakvilli í hrossum (acquired equine polyneuropathy, AEP) sem þekktur er í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, hefur nú greinst í fyrsta sinn hér á landi. Sjúkdómurinn uppgötvaðist í Skandinavíu fyrir nær 25 árum en þrátt fyrir víðtækar rannsóknir er orsökin ekki þekkt. Frá þessu er greint á vef Matvælastofnunar en þar segir að ekki sé um smitsjúkdóm að ræða og ekkert bendi til að hann sé arfgengur. Sjö hross hafa verið felld hér á landi og eitt fannst dautt. Fyrstu tilfellin uppgötvuðust á stóru hrossabúi á Norðurlandi vestra Tengist að líkindum rúlluheyi Sjúkdómurinn tengist líklega rúlluheyi, því hrossin sem veikjast hafa alla jafna verið fóðruð á rúlluheyi af sama slætti á sama túni. Þó veikjast ekki öll hrossin sem fengið hafa sama hey og því kemur líklega fleira til. Sjúkdómurinn kemur yfirleitt upp seinni hluta vetrar og fram í maí en fá tilfelli eru skráð utan þess tíma. Reynslan frá nágrannalöndunum sýnir að oftast eru mörg tilfelli á hverjum bæ og tilfellin svæðisbundin. Yfirleitt er um ung hross að ræða en þó ekki folöld. Fjöltaugakvilli vísar til sjúkdóms í mörgum taugum líkamans, einkum í úttaugum sem leiða niður í fætur hestsins. Helsta einkennið er vöðvaslappleiki í afturhluta líkamans sem leiðir til þess að hestarnir missa öðru hverju undan sér afturfæturna, niður á afturfótakjúkurnar. Hestarnir eru með fullri meðvitund, hafa góða matarlyst og sýna eðlilegt atferli að mestu leyti. Í alvarlegum tilfellum leggjast hrossin fyrir og nauðsynlegt getur verið að aflífa þau. Meirihluti þeirra hrossa sem fá einkenni sjúkdómsins læknast af sjálfu sér með hvíld og nýju fóðri en samkvæmt tölum frá Noregi og Svíþjóð þarf að aflífa hross í allt að 30 prósent tilfella. Greinileg einkenni í 22 hrossum Fyrstu staðfestu tilfellin hér á landi greindust í útigangshrossum á stóru hrossabúi á Norðurlandi vestra. Greinileg einkenni hafa komið fram í 22 hrossum á aldrinum 2-7 vetra. Þar af hafa 7 verið felld og eitt fundist dautt. Mögulega eru fleiri trippi á bænum með væg einkenni. Ekki hefur frést af því að sjúkdómurinn hafi komið upp á fleiri stöðum og ætla má að hættan sé að mestu gengin yfir á þessu ári þar sem flest unghross eru nú komin á beit. Til framtíðar litið er þó hætta á að sjúkdómurinn komi upp víðar, enda hafa þær aðstæður sem valda honum augljóslega skapast hér á landi. Þar sem um nýjan sjúkdóm er að ræða, sem mikilvægt er að fá yfirlit yfir, óskar Matvælastofnun eftir upplýsingum um öll tilfelli þar sem grunur leikur á sjúkdómnum eða hann er staðfestur.
Dýr Dýraheilbrigði Landbúnaður Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira