„Loftslagsmálin eru efst á dagskrá þegar kemur að því að verja fjármagn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. júní 2019 10:36 Guðmundur Ingi Guðbrandsson er umhverfis- og auðlindaráðherra. vísir/vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir það sinn vilja að verja það fjármagn sem eyrnamerkt er í loftslagsmál á næstu árum eins og hann mögulega getur þrátt fyrir aðhaldskröfu í ríkisfjármálum sem nær til allra ráðuneyta. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag þar sem Smári McCarthy, þingmaður Pírata, spurði ráðherrann út í það hvort hann hefði einhverja tryggingu fyrir því að árangri Íslands í loftslagsmálum yrði ekki teflt í tvísýnu með niðurskurði þar sem samdráttur í ríkisrekstrinum væri boðaður samhliða fyrirséðum samdrætti í hagkerfinu. „Við vitum líka að ákveðin hefð er fyrir því að þegar skera þarf niður eru umhverfismál oft meðal þess sem mest er skorið niður. Það er kannski skiljanlegt að einhverju leyti þar sem loftslagsvá er illa áþreifanlegt og flókið vandamál og fólk vill kannski leggja meiri áherslu á að einbeita sér að því að viðhalda framlögum til velferðarmála og annað,“ sagði Smári. Guðmundur svaraði því til að aðhaldskrafa væri á öll ráðuneyti og það hefði komið fram í fjármálaáætlun þegar hún var lögð fram í fyrsta sinn fyrr í vor. Hver og einn ráðherra þyrfti að takast á við þá aðhaldskröfu innan síns ráðuneytis. „Sú leið sem ég hef ákveðið að fara er að reyna að verja loftslagsmálin eins og mögulegt er og auðvitað er það eitthvað sem er alltaf til skoðunar þegar aðhaldskrafa er uppi hvar á að láta hana koma niður,“ sagði umhverfisráðherra.Hægt að taka til í rekstri ráðuneyta og stofnana Hann benti á að ein leið sem hægt væri að fara væri að bæði stofnanir og ráðuneyti myndu taka til í rekstrinum hjá sér. Óhjákvæmilega gæti þá komið til þess að draga þyrfti úr einhverjum verkefnum eða fresta þeim og væri það allt til skoðunar hjá öllum ráðuneytum þessa dagana. „En ég get fullvissað háttvirtan þingmann um að loftslagsmálin eru efst á dagskrá þegar kemur að því að verja fjármagn og tryggja árangur eins og háttvirtur þingmaður nefndi áðan,“ sagði Guðmundur. Í seinni spurningu sinni velti Smári því fyrir sér hvort ekki gætu komið upp einhver vandamál. Nefndi hann til dæmis að enginn árangursmælikvarði væri tengdur aðgerðum ríkisstjórnarinnar samkvæmt loftslagsáætlun. „Ég hef kallað eftir því nokkrum sinnum að það verði gert og ég á von á því að það komi í uppfærðri áætlun. En í ljósi þess að við vitum ekki hversu árangursríkar þessar aðgerðir eru þá vitum við heldur ekki hversu vel þeim fjármunum er varið sem þó er ráðstafað. Að auki erum við með fjármálaáætlun sem er vissulega með aðhaldskröfu en aðhaldskrafan hlýtur að aukast þegar ný fjármálastefna tekur gildi. Hvernig spilast þetta allt saman?“ spurði Smári og bætti við að þótt hann vissi að ráðherrann hefði mikinn metnað þá yrði peningahliðin að ganga upp. Guðmundur tók undir með Smára að vissulega gætu alltaf komið upp vandamál. „En ég held að við eigum að einbeita okkur að því að nálgast þessi mál sem verkefni. Þetta er stór áskorun sem við þurfum að takast á við í sameiningu og við leysum þau vandamál sem koma upp. Hér er spurt: Hversu árangursríkar eru aðgerðirnar? Það er rétt að núna fer fram mat á því en ég vil benda á skýrslu Umhverfisstofnunar sem kom út í apríl eða maí sem bendir til þess að þrátt fyrir að ekki sé búið að taka tillit til nærri því allra aðgerða í skoðunum þeirra á aðgerðaáætluninni er samt að nást umtalsverður árangur árið 2030 miðað við það sem útreikningar þeirra sýna,“ sagði ráðherrann og ítrekaði svo í lok ræðu sinnar að vilji hans stæði til þess að verja loftslagsfjármagnið eins og hann mögulega gæti. Alþingi Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Svartolíubann kostar fyrirtæki skildinginn Svartolía verður bönnuð í íslenskri landhelgi frá og með áramótum samkvæmt drögum að nýrri reglugerð sem voru birt í dag. Olían er sú óhreinasta sem notuð er í skiptaflotanum og þetta er bæði mikilvægt loftgæða- og loftslagsmál að sögn umhverfisráðherra. Breytingarnar hafa í för með sér kostnaðarauka fyrir fyrirtæki. 24. maí 2019 19:45 Stjórnvöld og atvinnulífið taka höndum saman í loftlagsmálum Atvinnulífið hefur tekið höndum saman með stjórnvöldum á nýjum samstarfsvettvangi þar sem samræma á áætlanir til að Ísland nái markmiðum um kolefnajöfnun árið 2040. 28. maí 2019 19:55 Þörf á róttækum aðgerðum í loftslagsmálum þótt Ísland lýsi ekki yfir neyðarástandi Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, segir þörf á róttækum aðgerðum í loftslagsmálum þótt hún hafi persónulega ekki fulla sannfæringu fyrir því að Ísland eigi að lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga og áhrifa þeirra. 16. maí 2019 20:45 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir það sinn vilja að verja það fjármagn sem eyrnamerkt er í loftslagsmál á næstu árum eins og hann mögulega getur þrátt fyrir aðhaldskröfu í ríkisfjármálum sem nær til allra ráðuneyta. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag þar sem Smári McCarthy, þingmaður Pírata, spurði ráðherrann út í það hvort hann hefði einhverja tryggingu fyrir því að árangri Íslands í loftslagsmálum yrði ekki teflt í tvísýnu með niðurskurði þar sem samdráttur í ríkisrekstrinum væri boðaður samhliða fyrirséðum samdrætti í hagkerfinu. „Við vitum líka að ákveðin hefð er fyrir því að þegar skera þarf niður eru umhverfismál oft meðal þess sem mest er skorið niður. Það er kannski skiljanlegt að einhverju leyti þar sem loftslagsvá er illa áþreifanlegt og flókið vandamál og fólk vill kannski leggja meiri áherslu á að einbeita sér að því að viðhalda framlögum til velferðarmála og annað,“ sagði Smári. Guðmundur svaraði því til að aðhaldskrafa væri á öll ráðuneyti og það hefði komið fram í fjármálaáætlun þegar hún var lögð fram í fyrsta sinn fyrr í vor. Hver og einn ráðherra þyrfti að takast á við þá aðhaldskröfu innan síns ráðuneytis. „Sú leið sem ég hef ákveðið að fara er að reyna að verja loftslagsmálin eins og mögulegt er og auðvitað er það eitthvað sem er alltaf til skoðunar þegar aðhaldskrafa er uppi hvar á að láta hana koma niður,“ sagði umhverfisráðherra.Hægt að taka til í rekstri ráðuneyta og stofnana Hann benti á að ein leið sem hægt væri að fara væri að bæði stofnanir og ráðuneyti myndu taka til í rekstrinum hjá sér. Óhjákvæmilega gæti þá komið til þess að draga þyrfti úr einhverjum verkefnum eða fresta þeim og væri það allt til skoðunar hjá öllum ráðuneytum þessa dagana. „En ég get fullvissað háttvirtan þingmann um að loftslagsmálin eru efst á dagskrá þegar kemur að því að verja fjármagn og tryggja árangur eins og háttvirtur þingmaður nefndi áðan,“ sagði Guðmundur. Í seinni spurningu sinni velti Smári því fyrir sér hvort ekki gætu komið upp einhver vandamál. Nefndi hann til dæmis að enginn árangursmælikvarði væri tengdur aðgerðum ríkisstjórnarinnar samkvæmt loftslagsáætlun. „Ég hef kallað eftir því nokkrum sinnum að það verði gert og ég á von á því að það komi í uppfærðri áætlun. En í ljósi þess að við vitum ekki hversu árangursríkar þessar aðgerðir eru þá vitum við heldur ekki hversu vel þeim fjármunum er varið sem þó er ráðstafað. Að auki erum við með fjármálaáætlun sem er vissulega með aðhaldskröfu en aðhaldskrafan hlýtur að aukast þegar ný fjármálastefna tekur gildi. Hvernig spilast þetta allt saman?“ spurði Smári og bætti við að þótt hann vissi að ráðherrann hefði mikinn metnað þá yrði peningahliðin að ganga upp. Guðmundur tók undir með Smára að vissulega gætu alltaf komið upp vandamál. „En ég held að við eigum að einbeita okkur að því að nálgast þessi mál sem verkefni. Þetta er stór áskorun sem við þurfum að takast á við í sameiningu og við leysum þau vandamál sem koma upp. Hér er spurt: Hversu árangursríkar eru aðgerðirnar? Það er rétt að núna fer fram mat á því en ég vil benda á skýrslu Umhverfisstofnunar sem kom út í apríl eða maí sem bendir til þess að þrátt fyrir að ekki sé búið að taka tillit til nærri því allra aðgerða í skoðunum þeirra á aðgerðaáætluninni er samt að nást umtalsverður árangur árið 2030 miðað við það sem útreikningar þeirra sýna,“ sagði ráðherrann og ítrekaði svo í lok ræðu sinnar að vilji hans stæði til þess að verja loftslagsfjármagnið eins og hann mögulega gæti.
Alþingi Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Svartolíubann kostar fyrirtæki skildinginn Svartolía verður bönnuð í íslenskri landhelgi frá og með áramótum samkvæmt drögum að nýrri reglugerð sem voru birt í dag. Olían er sú óhreinasta sem notuð er í skiptaflotanum og þetta er bæði mikilvægt loftgæða- og loftslagsmál að sögn umhverfisráðherra. Breytingarnar hafa í för með sér kostnaðarauka fyrir fyrirtæki. 24. maí 2019 19:45 Stjórnvöld og atvinnulífið taka höndum saman í loftlagsmálum Atvinnulífið hefur tekið höndum saman með stjórnvöldum á nýjum samstarfsvettvangi þar sem samræma á áætlanir til að Ísland nái markmiðum um kolefnajöfnun árið 2040. 28. maí 2019 19:55 Þörf á róttækum aðgerðum í loftslagsmálum þótt Ísland lýsi ekki yfir neyðarástandi Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, segir þörf á róttækum aðgerðum í loftslagsmálum þótt hún hafi persónulega ekki fulla sannfæringu fyrir því að Ísland eigi að lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga og áhrifa þeirra. 16. maí 2019 20:45 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira
Svartolíubann kostar fyrirtæki skildinginn Svartolía verður bönnuð í íslenskri landhelgi frá og með áramótum samkvæmt drögum að nýrri reglugerð sem voru birt í dag. Olían er sú óhreinasta sem notuð er í skiptaflotanum og þetta er bæði mikilvægt loftgæða- og loftslagsmál að sögn umhverfisráðherra. Breytingarnar hafa í för með sér kostnaðarauka fyrir fyrirtæki. 24. maí 2019 19:45
Stjórnvöld og atvinnulífið taka höndum saman í loftlagsmálum Atvinnulífið hefur tekið höndum saman með stjórnvöldum á nýjum samstarfsvettvangi þar sem samræma á áætlanir til að Ísland nái markmiðum um kolefnajöfnun árið 2040. 28. maí 2019 19:55
Þörf á róttækum aðgerðum í loftslagsmálum þótt Ísland lýsi ekki yfir neyðarástandi Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, segir þörf á róttækum aðgerðum í loftslagsmálum þótt hún hafi persónulega ekki fulla sannfæringu fyrir því að Ísland eigi að lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga og áhrifa þeirra. 16. maí 2019 20:45