Uppi á þaki Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 3. júní 2019 07:00 Fjármálaráðuneytið Arnarhvoli er ekki beinlínis bygging sem almenningur virðir alla jafna fyrir sér með forvitni þótt hún sé fremur falleg. Nú hefur orðið breyting þar á því á þaki hússins má sjá ellefu fígúrur úr steyptu áli. Þarna standa þær reistar og stoltar og kalla á athygli. Þær eru sköpun listakonunnar snjöllu, Steinunnar Þórarinsdóttur, og settar upp í tilefni árs listar í almannarými. Sýningin nefnist Tákn og verurnar sem þar blasa við virka kynlausar en samt er ekki víst að allir sjái þær þannig. Á þaki fjármálaráðuneytisins kunna einhverjir að flokka þær sem fulltrúa þess karlveldis sem skóp fjármálaheiminn og leggur mikið á sig til að viðhalda og varðveita kapítalismann. Aðrir kunna að sjá þær sem áminnandi og milda gæslumenn ráðuneytis þar sem nauðsynlegt sé að sýna skynsemi og aðhald og starfa í þágu fólks en ekki sérhagsmuna. Einhverjir sjá þær kannski einungis sem skraut og aðrir sem eitthvað allt annað. En hvernig sem fólk vill túlka þessar fígúrúr á þaki fjármálaráðuneytisins þá verður því vart á móti mælt að þær eru hin mesta bæjarprýði. Þeir vegfarendur sem alla jafna eru glaðlyndir og kátir, eins og fólk á auðvitað að vera, gætu jafnvel látið eftir sér að kinka kankvíslega kolli í átt til þeirra. Listaverk eiga nefnilega sitt líf og það er enginn vandi að eiga í samskiptum við þau, þótt þau séu vitanlega án orðaskipta. Þetta vita allir þeir fjölmörgu einstaklingar sem búa yfir hrifnæmi. Auðvitað ættu þessar tilkomumiklu fígúrur Steinunnar Þórarinsdóttur að fá að vera þarna á sínum stað á þakinu til frambúðar og gleðja borgarbúa og gesti höfuðborgarinnar. Þannig yrði fjármálaráðuneytið að byggingu sem setti verulegan svip á borgina og yrði til mikillar prýði. Mynd af fjármálaráðuneytinu með fígúrunum góðu kæmist í ferðamannabækur og bæklinga og erlendir ferðamenn myndu leita bygginguna uppi og stara í lotningu á þak hennar. Því miður mun þetta þó ekki verða raunin því fígurunum er gert að kveðja hinn 1. september næstkomandi, sem er vitanlega afleitt. Ef ekki er hægt að snúa þeirra ákvörðun við og gera fjármálaráðuneytið að heimili þessara fígúra þá ætti að nota hugmyndina og koma þeim eða öðrum svipuðum fyrir á stað eða stöðum sem henta. Ár listar í almannarými er fyrirtaks framtak, en það þyrfti að skila einhverju varanlegu, ekki bara útilistaverkum sem standa í einhverja mánuði og hverfa síðan. Það veitir ekkert af að prýða höfuðborgina og sannarlega er ekki verra ef það er gert á frumlegan hátt, eins og Steinunn Þórarinsdóttir hefur gert. Við lifum í þjóðfélagi þar sem hraðinn verður æ meiri og allir eru að flýta sér. Útilistaverk gera það að verkum að sá sem sér þau staldrar við, þótt ekki sé nema stutta stund, verður venjulega fyrir áhrifum og hrífst. Við höfum sannarlega öll gott af því að láta hrífast og dást að einhverju öðru en okkar eigin ímyndaða mikilvægi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fjármálaráðuneytið Arnarhvoli er ekki beinlínis bygging sem almenningur virðir alla jafna fyrir sér með forvitni þótt hún sé fremur falleg. Nú hefur orðið breyting þar á því á þaki hússins má sjá ellefu fígúrur úr steyptu áli. Þarna standa þær reistar og stoltar og kalla á athygli. Þær eru sköpun listakonunnar snjöllu, Steinunnar Þórarinsdóttur, og settar upp í tilefni árs listar í almannarými. Sýningin nefnist Tákn og verurnar sem þar blasa við virka kynlausar en samt er ekki víst að allir sjái þær þannig. Á þaki fjármálaráðuneytisins kunna einhverjir að flokka þær sem fulltrúa þess karlveldis sem skóp fjármálaheiminn og leggur mikið á sig til að viðhalda og varðveita kapítalismann. Aðrir kunna að sjá þær sem áminnandi og milda gæslumenn ráðuneytis þar sem nauðsynlegt sé að sýna skynsemi og aðhald og starfa í þágu fólks en ekki sérhagsmuna. Einhverjir sjá þær kannski einungis sem skraut og aðrir sem eitthvað allt annað. En hvernig sem fólk vill túlka þessar fígúrúr á þaki fjármálaráðuneytisins þá verður því vart á móti mælt að þær eru hin mesta bæjarprýði. Þeir vegfarendur sem alla jafna eru glaðlyndir og kátir, eins og fólk á auðvitað að vera, gætu jafnvel látið eftir sér að kinka kankvíslega kolli í átt til þeirra. Listaverk eiga nefnilega sitt líf og það er enginn vandi að eiga í samskiptum við þau, þótt þau séu vitanlega án orðaskipta. Þetta vita allir þeir fjölmörgu einstaklingar sem búa yfir hrifnæmi. Auðvitað ættu þessar tilkomumiklu fígúrur Steinunnar Þórarinsdóttur að fá að vera þarna á sínum stað á þakinu til frambúðar og gleðja borgarbúa og gesti höfuðborgarinnar. Þannig yrði fjármálaráðuneytið að byggingu sem setti verulegan svip á borgina og yrði til mikillar prýði. Mynd af fjármálaráðuneytinu með fígúrunum góðu kæmist í ferðamannabækur og bæklinga og erlendir ferðamenn myndu leita bygginguna uppi og stara í lotningu á þak hennar. Því miður mun þetta þó ekki verða raunin því fígurunum er gert að kveðja hinn 1. september næstkomandi, sem er vitanlega afleitt. Ef ekki er hægt að snúa þeirra ákvörðun við og gera fjármálaráðuneytið að heimili þessara fígúra þá ætti að nota hugmyndina og koma þeim eða öðrum svipuðum fyrir á stað eða stöðum sem henta. Ár listar í almannarými er fyrirtaks framtak, en það þyrfti að skila einhverju varanlegu, ekki bara útilistaverkum sem standa í einhverja mánuði og hverfa síðan. Það veitir ekkert af að prýða höfuðborgina og sannarlega er ekki verra ef það er gert á frumlegan hátt, eins og Steinunn Þórarinsdóttir hefur gert. Við lifum í þjóðfélagi þar sem hraðinn verður æ meiri og allir eru að flýta sér. Útilistaverk gera það að verkum að sá sem sér þau staldrar við, þótt ekki sé nema stutta stund, verður venjulega fyrir áhrifum og hrífst. Við höfum sannarlega öll gott af því að láta hrífast og dást að einhverju öðru en okkar eigin ímyndaða mikilvægi.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar