Kvartanir sérsveitarmanna í skoðun Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 3. júní 2019 06:15 Haraldur Johannessen er ríkislögreglustjóri. Fréttablaðið/GVA Kvartanir nokkurra lögreglumanna undan yfirmanni sínum, Haraldi Jóhannessyni ríkislögreglustjóra, eru til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu. Kvartanirnar lúta annars vegar að framkomu og hátterni ríkislögreglustjóra í garð þeirra og hins vegar að vinnuaðstæðum og heildarskipulagi sérsveitarinnar á landsvísu. Hjá ríkislögreglustjóra starfa rúmlega 100 lögreglumenn í nokkrum deildum; alþjóðadeild, fjarskiptadeild, greiningardeild, sérsveit og stoðdeild. Flestir þeirra, 46 menn, eru í sérsveitinni en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ríkir óánægja með áherslur ríkislögreglustjóra um dreifingu sérsveitarinnar og fækkun sérsveitarmanna á landsbyggðinni. Sérsveitarmönnum hefur fækkað mjög á Akureyri á undanförnum árum og nú er þar aðeins einn sérsveitarmaður með starfsstöð. Aðrir sérsveitarmenn eru í Reykjavík. Samkvæmt heimildum blaðsins lýtur óánægja þeirra sem kvartað hafa undan ríkislögreglustjóra meðal annars að því hvernig hann hafi fækkað mönnum í sérsveitinni úti á landi og aðferðum við þá fækkun. Menn hafi verið færðir úr starfi sínu í sérsveit eða þrýst á þá að flytja sig í aðrar deildir án þess að staða sérsveitarmanns sé auglýst og ekkert gert til að bregðast við fækkuninni á Akureyri. Þeir sem Fréttablaðið ræddi við lýsa áhyggjum af því að viðbragðstími sveitarinnar lengist mjög hafi hún aðeins eina starfsstöð á landinu; í Reykjavík. Allir lögreglumenn landsins sæki stuðning til sérsveitarinnar og treysti á hana. Þingmaðurinn Albertína Friðbjörg Elíasdóttir beindi fyrirspurn til dómsmálaráðherra um málefni sérsveitarinnar í fyrra. Í svari ráðherra kemur fram að engin ákvörðun hafi verið tekin um að leggja niður starfsstöð sérsveitarinnar á Akureyri. Samkvæmt reglugerð sé forræði á sérsveitinni hjá ríkislögreglustjóra og því í hans höndum að meta þörf á liðsmönnum og dreifingu sveitarinnar á landsvísu. Ráðuneytið hefur ekki viljað veita upplýsingar um meðferð kvartana lögreglumannanna á þeim grundvelli að ráðuneytið tjái sig ekki um mál einstaka starfsmanna. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Ring of Gyges semur tónlist fyrir sjálfa sig Meðlimir í proggmetal sveitinni Ring of Gyges eyddu viku saman á Breiðdalsvík að semja nýja plötu. Þeir segja plötuna verða þyngri en þær fyrri ?2 3. júní 2019 08:30 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira
Kvartanir nokkurra lögreglumanna undan yfirmanni sínum, Haraldi Jóhannessyni ríkislögreglustjóra, eru til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu. Kvartanirnar lúta annars vegar að framkomu og hátterni ríkislögreglustjóra í garð þeirra og hins vegar að vinnuaðstæðum og heildarskipulagi sérsveitarinnar á landsvísu. Hjá ríkislögreglustjóra starfa rúmlega 100 lögreglumenn í nokkrum deildum; alþjóðadeild, fjarskiptadeild, greiningardeild, sérsveit og stoðdeild. Flestir þeirra, 46 menn, eru í sérsveitinni en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ríkir óánægja með áherslur ríkislögreglustjóra um dreifingu sérsveitarinnar og fækkun sérsveitarmanna á landsbyggðinni. Sérsveitarmönnum hefur fækkað mjög á Akureyri á undanförnum árum og nú er þar aðeins einn sérsveitarmaður með starfsstöð. Aðrir sérsveitarmenn eru í Reykjavík. Samkvæmt heimildum blaðsins lýtur óánægja þeirra sem kvartað hafa undan ríkislögreglustjóra meðal annars að því hvernig hann hafi fækkað mönnum í sérsveitinni úti á landi og aðferðum við þá fækkun. Menn hafi verið færðir úr starfi sínu í sérsveit eða þrýst á þá að flytja sig í aðrar deildir án þess að staða sérsveitarmanns sé auglýst og ekkert gert til að bregðast við fækkuninni á Akureyri. Þeir sem Fréttablaðið ræddi við lýsa áhyggjum af því að viðbragðstími sveitarinnar lengist mjög hafi hún aðeins eina starfsstöð á landinu; í Reykjavík. Allir lögreglumenn landsins sæki stuðning til sérsveitarinnar og treysti á hana. Þingmaðurinn Albertína Friðbjörg Elíasdóttir beindi fyrirspurn til dómsmálaráðherra um málefni sérsveitarinnar í fyrra. Í svari ráðherra kemur fram að engin ákvörðun hafi verið tekin um að leggja niður starfsstöð sérsveitarinnar á Akureyri. Samkvæmt reglugerð sé forræði á sérsveitinni hjá ríkislögreglustjóra og því í hans höndum að meta þörf á liðsmönnum og dreifingu sveitarinnar á landsvísu. Ráðuneytið hefur ekki viljað veita upplýsingar um meðferð kvartana lögreglumannanna á þeim grundvelli að ráðuneytið tjái sig ekki um mál einstaka starfsmanna.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Ring of Gyges semur tónlist fyrir sjálfa sig Meðlimir í proggmetal sveitinni Ring of Gyges eyddu viku saman á Breiðdalsvík að semja nýja plötu. Þeir segja plötuna verða þyngri en þær fyrri ?2 3. júní 2019 08:30 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira
Ring of Gyges semur tónlist fyrir sjálfa sig Meðlimir í proggmetal sveitinni Ring of Gyges eyddu viku saman á Breiðdalsvík að semja nýja plötu. Þeir segja plötuna verða þyngri en þær fyrri ?2 3. júní 2019 08:30