Gömul hné Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 1. júní 2019 09:00 Raunalegt er að vakna upp við það einn daginn, að líkamlegt ástand manns er miklu lakara en jafnaldrans, sem litinn var hornauga fyrir að iðka aldrei íþróttir að neinu marki,“ segir Kjersti Grini. Kjersti var ein skærasta handboltastjarna Norðmanna í lok aldarinnar sem leið. Á ferlinum skoraði hún þúsund mörk fyrir norska landsliðið. Hún hætti að spila árið 2003. Í 16 ár hefur hún barist við afleiðingar íþróttameiðsla. Á glæstum ferli sinnti hún hvorki aðvörunum sérfræðinga né skýrum hættumerkjum frá eigin líkama. Nú hellast afleiðingarnar yfir. Kjersti getur ekki leikið sér með bolta með börnum sínum úti garði, þessi mikla afrekskona, sem enn hefur ekki náð miðjum aldri. Verkirnir aftra henni frá flestu sem reynir á líkamann og jafnaldrar hennar líta á sem sjálfsagðan hlut. Norska ríkissjónvarpið gerði könnun meðal 142 afreksíþróttamanna Noregs, sem voru á hátindi ferils síns 1994. Könnunin náði til 23 íþróttagreina. Spurt var um áhrif keppnisferilsins á heilsufarið til dagsins í dag. Nú, aldarfjórðungi síðar, stríðir um helmingur hópsins við slæmar afleiðingar íþróttameiðsla. Flest gera ráð fyrir að þurfa að lifa með raunum sínum alla tíð. Eymsli í liðum er algengasta skrokkskjóðan, um helmingur þjáist í hnjánum. Hlutfall slíkra einkenna er tvöfalt í afrekshópnum í samanburði við annað fólk á sama reki, sem hefur verið forsjálla í keppninni á íþróttavellinum eða hreinlega setið heima. Keppnisferillinn skilur eftir sig fleiri alvarleg mein hjá körlum en konum. Hefðbundnar vetraríþróttir sem stundaðar eru utandyra leika fólk síður grátt en vinsælar hópíþróttir, sem reyna mikið á stoðkerfi líkamans . Um áttatíu prósent hópsins segjast engan stuðning fá frá íþróttahreyfingunni eftir að keppnisferli lýkur, hvorki íþróttafélögum, sérsamböndum né „Olympiatoppen“, sem á að sinna afreksfólki í Noregi. Margir íþróttamenn slíta krossbönd. Æ yngri afreksmenn verða fyrir því. Norskir sjúkraþjálfarar fullyrða að með æfingum megi koma í veg fyrir um helming slíkra meiðsla. Alltof margir virðast skella skollaeyrunum við ráðum fagmanna, því fimmtán árum eftir krossbandsslit, þjáist helmingur fórnarlamba af slitgigt. Talað er um „ungt fólk með gömul hné“. Ýmislegt bendir til að nú sé að verða vitundarvakning í norska íþróttaheiminum. Tími til kominn, því vítin sem þarf að varast verða æ meira áberandi. Hópíþróttum á Íslandi hefur sannarlega vaxið ásmegin. Fáir hafa glatt þjóðina meira en íþróttafólk í alþjóðlegri keppni. Brýnt er að læra af reynslunni heima og erlendis, og búa svo um hnútana að afreksfólkið okkar fái bestu þjónustu, ekki síst sjúkraþjálfun og leiðbeiningar um hvernig við beitum skrokknum, strax frá unga aldri. Kapp er best með forsjá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Raunalegt er að vakna upp við það einn daginn, að líkamlegt ástand manns er miklu lakara en jafnaldrans, sem litinn var hornauga fyrir að iðka aldrei íþróttir að neinu marki,“ segir Kjersti Grini. Kjersti var ein skærasta handboltastjarna Norðmanna í lok aldarinnar sem leið. Á ferlinum skoraði hún þúsund mörk fyrir norska landsliðið. Hún hætti að spila árið 2003. Í 16 ár hefur hún barist við afleiðingar íþróttameiðsla. Á glæstum ferli sinnti hún hvorki aðvörunum sérfræðinga né skýrum hættumerkjum frá eigin líkama. Nú hellast afleiðingarnar yfir. Kjersti getur ekki leikið sér með bolta með börnum sínum úti garði, þessi mikla afrekskona, sem enn hefur ekki náð miðjum aldri. Verkirnir aftra henni frá flestu sem reynir á líkamann og jafnaldrar hennar líta á sem sjálfsagðan hlut. Norska ríkissjónvarpið gerði könnun meðal 142 afreksíþróttamanna Noregs, sem voru á hátindi ferils síns 1994. Könnunin náði til 23 íþróttagreina. Spurt var um áhrif keppnisferilsins á heilsufarið til dagsins í dag. Nú, aldarfjórðungi síðar, stríðir um helmingur hópsins við slæmar afleiðingar íþróttameiðsla. Flest gera ráð fyrir að þurfa að lifa með raunum sínum alla tíð. Eymsli í liðum er algengasta skrokkskjóðan, um helmingur þjáist í hnjánum. Hlutfall slíkra einkenna er tvöfalt í afrekshópnum í samanburði við annað fólk á sama reki, sem hefur verið forsjálla í keppninni á íþróttavellinum eða hreinlega setið heima. Keppnisferillinn skilur eftir sig fleiri alvarleg mein hjá körlum en konum. Hefðbundnar vetraríþróttir sem stundaðar eru utandyra leika fólk síður grátt en vinsælar hópíþróttir, sem reyna mikið á stoðkerfi líkamans . Um áttatíu prósent hópsins segjast engan stuðning fá frá íþróttahreyfingunni eftir að keppnisferli lýkur, hvorki íþróttafélögum, sérsamböndum né „Olympiatoppen“, sem á að sinna afreksfólki í Noregi. Margir íþróttamenn slíta krossbönd. Æ yngri afreksmenn verða fyrir því. Norskir sjúkraþjálfarar fullyrða að með æfingum megi koma í veg fyrir um helming slíkra meiðsla. Alltof margir virðast skella skollaeyrunum við ráðum fagmanna, því fimmtán árum eftir krossbandsslit, þjáist helmingur fórnarlamba af slitgigt. Talað er um „ungt fólk með gömul hné“. Ýmislegt bendir til að nú sé að verða vitundarvakning í norska íþróttaheiminum. Tími til kominn, því vítin sem þarf að varast verða æ meira áberandi. Hópíþróttum á Íslandi hefur sannarlega vaxið ásmegin. Fáir hafa glatt þjóðina meira en íþróttafólk í alþjóðlegri keppni. Brýnt er að læra af reynslunni heima og erlendis, og búa svo um hnútana að afreksfólkið okkar fái bestu þjónustu, ekki síst sjúkraþjálfun og leiðbeiningar um hvernig við beitum skrokknum, strax frá unga aldri. Kapp er best með forsjá.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun