Framhaldsskóli verður grunnskóli Guðjón H. Hauksson skrifar 19. júní 2019 10:48 Kennarar eru stolt stétt. Leikskólakennarar eru sérfræðingar í því að byggja upp sterka einstaklinga gegnum leik og samskipti við önnur börn, eflingu hreyfi- og málþroska. Þessir kennarar eru gríðarlega mikilvægir fyrir yngsta stig grunnskólans þar sem kennarar eru sérfræðingar í að vinna með þann grunn sem leikskólinn byggir. Á yngsta stigi grunnskólans heldur vinnan með einstaklinginn og félagsþroskann áfram en hér byggist snilldin á að færa börnunum tæki til læsis og tjáningar og kenna grunnaðferðir stærðfræðinnar. Kennarar á miðstigi taka við boltanum og nú fá nemendur sífellt ný tæki til að hugsa og tjá sig um, erlend tungumál bætast við, rökhugsun og ýmis óræð eða abstrakt hugtök velta fyrir sér og öðrum á skapandi hátt. Þetta er ótrúlega flókið samspil og alltaf byggt á því góða sem næstu kennarar á undan hafa mótað með nemendum. Á unglingastiginu vinna færustu kennarar við að efla félags- og einstaklingsþroska nemenda, samkennd, sjálfstraust, sjálfsmynd og ábyrgð á eigin ákvörðunum og vali um leið og sífellt er farið meira á dýptina á hinum ýmsu fagsviðum. Enda er svo hér komið sögu í lífi nemenda að skólaskyldu lýkur og þeir geta valið sér áframhaldandi leið gegnum skólakerfið. Unginn tekur flugið úr hreiðrinu. Langflestir kjósa, sem betur fer, að halda áfram námi eftir grunnskóla og velja sér framhaldsskóla sem hentar þeirra áhuga og styrkleikum. Kennarar í framhaldsskólum eru sömuleiðis stoltir af verkum sínum sem byggja á því að kenna þau fagsvið sem þeir hafa helgað sér á oft löngum náms- og starfsferli. Framhaldsskólakennarar eru því í grunninn fyrst sérfræðingar í ákveðnum fögum sem síðan ákveða að gerast kennarar. Langoftast er það þannig að þessir sérfræðingar taka kennsluréttindi eftir sitt fagnám og jafnvel eftir að þeir hafa hafið störf við kennslu. Enda byggir framhaldsskólinn á því að nemendur hafi öðlast færni til sjálfstæðra vinnubragða og góðan almennan þekkingargrunn og félagsfærni þegar þeir ljúka grunnskóla. Þessi mynd sem hér er dregin upp af íslenskum skóla er auðvitað mun flóknari, bæði eru störf kennara miklu fjölbreyttari og sömuleiðis eru skil milli skólastiga mun meira fljótandi. Í grunninn er það nú samt svo að reginmunur er á námi nemenda í framhaldsskólum annars vegar og í leik- og grunnskólum hins vegar. Í framhaldsskólanum byggist allt á því að nemendur takast á við ákveðið efni undir leiðsögn sérfræðinga sem hafa djúpa þekkingu á viðfangsefninu. Með nýju frumvarpi um menntun og ráðningu kennara og stjórnenda í leik-, grunn- og framhaldsskólum á að draga úr sérfræðiþekkingu framhaldsskólakennara en auka vægi uppeldis- og kennslufræði í staðinn. Eitt leyfisbréf kennara tekur gildi fyrir alla kennara á þremur skólastigum. Í staðinn fyrir að vinna með styrkleika hvers skólastigs er verið að steypa allt í sama formið. Grunnskólinn einn hefur vaxið um heil tvö skólaár síðustu 20 árin (Hann er 20% lengri en hann var árið 1996) en nú má ætla að fari svo á endanum að hann gleypi í sig leikskólann og framhaldsskólann. Leikurinn er í stórhættu í leikskólanum, læsið og stærðfræðikunnáttan er í hættu í grunnskólanum og dýpri fagþekking í framhaldsskólanum er í uppnámi. Hvar ætlum við að enda þetta? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón H. Hauksson Skóla - og menntamál Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Kennarar eru stolt stétt. Leikskólakennarar eru sérfræðingar í því að byggja upp sterka einstaklinga gegnum leik og samskipti við önnur börn, eflingu hreyfi- og málþroska. Þessir kennarar eru gríðarlega mikilvægir fyrir yngsta stig grunnskólans þar sem kennarar eru sérfræðingar í að vinna með þann grunn sem leikskólinn byggir. Á yngsta stigi grunnskólans heldur vinnan með einstaklinginn og félagsþroskann áfram en hér byggist snilldin á að færa börnunum tæki til læsis og tjáningar og kenna grunnaðferðir stærðfræðinnar. Kennarar á miðstigi taka við boltanum og nú fá nemendur sífellt ný tæki til að hugsa og tjá sig um, erlend tungumál bætast við, rökhugsun og ýmis óræð eða abstrakt hugtök velta fyrir sér og öðrum á skapandi hátt. Þetta er ótrúlega flókið samspil og alltaf byggt á því góða sem næstu kennarar á undan hafa mótað með nemendum. Á unglingastiginu vinna færustu kennarar við að efla félags- og einstaklingsþroska nemenda, samkennd, sjálfstraust, sjálfsmynd og ábyrgð á eigin ákvörðunum og vali um leið og sífellt er farið meira á dýptina á hinum ýmsu fagsviðum. Enda er svo hér komið sögu í lífi nemenda að skólaskyldu lýkur og þeir geta valið sér áframhaldandi leið gegnum skólakerfið. Unginn tekur flugið úr hreiðrinu. Langflestir kjósa, sem betur fer, að halda áfram námi eftir grunnskóla og velja sér framhaldsskóla sem hentar þeirra áhuga og styrkleikum. Kennarar í framhaldsskólum eru sömuleiðis stoltir af verkum sínum sem byggja á því að kenna þau fagsvið sem þeir hafa helgað sér á oft löngum náms- og starfsferli. Framhaldsskólakennarar eru því í grunninn fyrst sérfræðingar í ákveðnum fögum sem síðan ákveða að gerast kennarar. Langoftast er það þannig að þessir sérfræðingar taka kennsluréttindi eftir sitt fagnám og jafnvel eftir að þeir hafa hafið störf við kennslu. Enda byggir framhaldsskólinn á því að nemendur hafi öðlast færni til sjálfstæðra vinnubragða og góðan almennan þekkingargrunn og félagsfærni þegar þeir ljúka grunnskóla. Þessi mynd sem hér er dregin upp af íslenskum skóla er auðvitað mun flóknari, bæði eru störf kennara miklu fjölbreyttari og sömuleiðis eru skil milli skólastiga mun meira fljótandi. Í grunninn er það nú samt svo að reginmunur er á námi nemenda í framhaldsskólum annars vegar og í leik- og grunnskólum hins vegar. Í framhaldsskólanum byggist allt á því að nemendur takast á við ákveðið efni undir leiðsögn sérfræðinga sem hafa djúpa þekkingu á viðfangsefninu. Með nýju frumvarpi um menntun og ráðningu kennara og stjórnenda í leik-, grunn- og framhaldsskólum á að draga úr sérfræðiþekkingu framhaldsskólakennara en auka vægi uppeldis- og kennslufræði í staðinn. Eitt leyfisbréf kennara tekur gildi fyrir alla kennara á þremur skólastigum. Í staðinn fyrir að vinna með styrkleika hvers skólastigs er verið að steypa allt í sama formið. Grunnskólinn einn hefur vaxið um heil tvö skólaár síðustu 20 árin (Hann er 20% lengri en hann var árið 1996) en nú má ætla að fari svo á endanum að hann gleypi í sig leikskólann og framhaldsskólann. Leikurinn er í stórhættu í leikskólanum, læsið og stærðfræðikunnáttan er í hættu í grunnskólanum og dýpri fagþekking í framhaldsskólanum er í uppnámi. Hvar ætlum við að enda þetta?
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun