Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar 11. janúar 2026 17:00 Nýleg umfjöllun Gímaldsins um starfsmann Útlendingastofnunar, sem birti nöfn skjólstæðinga á samfélagsmiðlum, hefur vakið hörð viðbrögð. En þó brot á þagnarskyldu og persónuverndar lögum sé alvarlegt, þá er annað í þessu máli sem ætti að vekja enn meiri áhyggjur: viðhorfið sem birtist í orðalagi starfsmannsins sjálfs. Þegar opinber starfsmaður lýsir sér sem „ofurhetju” fyrir að veita þremur Kínverjum synjun á sínum umsóknum, þá stöndum við frammi fyrir grunnvandamáli í fagmennsku, siðferði og þeirri starfsmenningu sem ætti að vera hornsteinn stjórnsýslu í lýðræðissamfélagi. Vald krefst auðmýktar, ekki sjálfsupphafningar Þegar einstaklingur hefur vald til að taka ákvarðanir sem geta skilið á milli öryggis og hættu, vonar og örvæntingar, framtíðar og algerrar óvissu, þá á sú ábyrgð að vega þungt. Vald er ábyrgð og á að kalla fram varkárni og ekki sigurkennd. Hver synjun er persónulegt áfall fyrir þann sem á í hlut. Hver synjun getur þýtt endalok draums, lokun á leiðum til betra lífs, í versta falli hættu á lífi og heilsu. Orðalag á borð við að „klára” fólk, „slaya” með synjunum eða kalla sig ofurhetju endurspeglar hugsunarhátt þar sem valdið sjálft er orðið uppspretta sjálfsupphafningar. Léttúð einkennir vinnubrögðin: spurningakeppni Gillsarans í eyrunum meðan synjun er skrifuð, jólakaka sem verðlaun fyrir að „klára” mál, sjálfa með verkefnalista þar sem nöfn fólks eru strikuð út eins og hver önnur matvara á innkaupalista. Þetta virðist ekki vera eitt skyndiaugnablik lélegrar dómgreindar. Þetta er vald sem er meðhöndlað eins og frammistöðukeppni. Þetta er ekki bara óviðeigandi, þetta er hættulegt. Í þessu starfi eru engar ofurhetjur. Starfsmenn Útlendingastofnunar eru ekki að vinna afrek, þeir eru að sinna skyldu. Synjun kann að vera rétt og lögmæt. En hún á aldrei að vera tilefni til gleði og sjálfupphafningar. Þessi hegðun starfsmannsins segir okkur að viðkomandi hefur misst algjörlega sjónar á því hvers vegna starf hans er til. Það segir okkur að einhvers staðar á leiðinni hefur þessi einstaklingur gleymt, eða hefur aldrei skilið, að á bak við hvert „verkefni” er manneskja með eigin sögu, von og jafnvel ótta, en líka réttindi. Hvar voru viðvörunarljósin? Fólk með ofurhetjublæti og sjálfsupphafningarþörf gengur ekki meðfram veggjum. Þvert á móti, það liggur ekki á sínum skoðunum. Viðhorf þess birtist í orðavali þegar það talar um störf sín og þá sem það þjónar. Í faglega rekinni stofnun með skýra siðferðislega umgjörð ætti slíkt að kveikja viðvörunarljós snemma. Hvernig gat þessi hugsunarhátur verið ósýnilegur samstarfsfólki og yfirmönnum? Það er mér gjörsamlega óskiljanlegt og mikið áhyggjuefni. Hvað segir það okkur um innra eftirlit stofnunarinnar? Hvað segir það okkur um samskipti starfsmanna? Hverjir voru í þessum lokaða samfélagsmiðlahópi? Ég ætla ekki að gera ráð fyrir því að þetta hafi verið samstarfsfólk, en ef svo var, hvers vegna gerðu þeir þá ekkert? Eða var leki í Gímaldið þeirra besta leið til að benda á misbresti? Málið kallar einnig á svör við spurningum um starfsmenningu og starfsferla: ·Hvernig var þessi einstaklingur ráðinn? Voru viðhorf viðkomandi metin nægilega vel? ·Hvaða þjálfun fékk viðkomandi í starfssiðfræði, hlutlægni og mannréttindum? ·Er starsfmaður, sem hefur slík viðhorf, fær um að sýna óhlutdrægni við málsmeðferð? ·Hvaða eftirlit er haft með vinnubrögðum starfsmanna? ·Er þetta einangrað tilvik eða víðtækt vandamál innan stofnunarinnar? Traust er brothætt og erfitt að endurbyggja Traust er viðkvæmt og vandmeðfarið. Það tekur langan tíma að byggja upp, en augnablik að eyðileggja. Fólk sem sækir um vernd eða dvalarleyfi á Íslandi verður að geta treyst því að mál þess séu metin af fagmennsku, hlutlægni og virðingu. Útlendingastofnun ber skylda, til að nýta þetta alvarlega mál, til að endurskoða eigin starfshætti. Það er skylda gagnvart öllum þeim sem treysta kerfinu. Skylda gagnvart skjólstæðingum stofnunarinnar. Skylda gagnvart þeim starfsmönnum sem vinna fagmannlega og samviskusamlega. Skylda gagnvart íslensku samfélagi sem þarf að geta treyst því að stofnanir þess starfi af heilindum. Verkferlar þurfa að vera endurskoðaðir. Innra eftirlit stofnunarinnar þarf að vera virkt. Ráðningarferlar þurfa að tryggja að fagmennska og viðhorf séu metin jafn mikils og formleg hæfni. Umræður um siðfræði, viðhorf og ábyrgð valds, þarf að vera stöðug, ekki eingöngu við upphaf starfs. Starfsmannamenning þarf að vera slík að svona hegðun getur ekki viðgengist. Fólk sem kemur til Íslands í leit að betra lífi eða í örvæntingarfullri leit að öryggi á skilið að vera mætt af virðingu. Ekki sjálfsupphefjun. Ekki niðurlægjandi léttúð. Heldur virðingu. Það er lágmarkið. Ef stofnunin getur ekki tryggt það lágmark, þá hefur hún brugðist alvarlega. Höfundur er mannfræðingur, hefur unnið á Útlendingastofnun í Noregi í 14 ár og vinnur í dag sem ráðgjafi á móttökustöð fyrir flóttafólk í Frakklandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Nýleg umfjöllun Gímaldsins um starfsmann Útlendingastofnunar, sem birti nöfn skjólstæðinga á samfélagsmiðlum, hefur vakið hörð viðbrögð. En þó brot á þagnarskyldu og persónuverndar lögum sé alvarlegt, þá er annað í þessu máli sem ætti að vekja enn meiri áhyggjur: viðhorfið sem birtist í orðalagi starfsmannsins sjálfs. Þegar opinber starfsmaður lýsir sér sem „ofurhetju” fyrir að veita þremur Kínverjum synjun á sínum umsóknum, þá stöndum við frammi fyrir grunnvandamáli í fagmennsku, siðferði og þeirri starfsmenningu sem ætti að vera hornsteinn stjórnsýslu í lýðræðissamfélagi. Vald krefst auðmýktar, ekki sjálfsupphafningar Þegar einstaklingur hefur vald til að taka ákvarðanir sem geta skilið á milli öryggis og hættu, vonar og örvæntingar, framtíðar og algerrar óvissu, þá á sú ábyrgð að vega þungt. Vald er ábyrgð og á að kalla fram varkárni og ekki sigurkennd. Hver synjun er persónulegt áfall fyrir þann sem á í hlut. Hver synjun getur þýtt endalok draums, lokun á leiðum til betra lífs, í versta falli hættu á lífi og heilsu. Orðalag á borð við að „klára” fólk, „slaya” með synjunum eða kalla sig ofurhetju endurspeglar hugsunarhátt þar sem valdið sjálft er orðið uppspretta sjálfsupphafningar. Léttúð einkennir vinnubrögðin: spurningakeppni Gillsarans í eyrunum meðan synjun er skrifuð, jólakaka sem verðlaun fyrir að „klára” mál, sjálfa með verkefnalista þar sem nöfn fólks eru strikuð út eins og hver önnur matvara á innkaupalista. Þetta virðist ekki vera eitt skyndiaugnablik lélegrar dómgreindar. Þetta er vald sem er meðhöndlað eins og frammistöðukeppni. Þetta er ekki bara óviðeigandi, þetta er hættulegt. Í þessu starfi eru engar ofurhetjur. Starfsmenn Útlendingastofnunar eru ekki að vinna afrek, þeir eru að sinna skyldu. Synjun kann að vera rétt og lögmæt. En hún á aldrei að vera tilefni til gleði og sjálfupphafningar. Þessi hegðun starfsmannsins segir okkur að viðkomandi hefur misst algjörlega sjónar á því hvers vegna starf hans er til. Það segir okkur að einhvers staðar á leiðinni hefur þessi einstaklingur gleymt, eða hefur aldrei skilið, að á bak við hvert „verkefni” er manneskja með eigin sögu, von og jafnvel ótta, en líka réttindi. Hvar voru viðvörunarljósin? Fólk með ofurhetjublæti og sjálfsupphafningarþörf gengur ekki meðfram veggjum. Þvert á móti, það liggur ekki á sínum skoðunum. Viðhorf þess birtist í orðavali þegar það talar um störf sín og þá sem það þjónar. Í faglega rekinni stofnun með skýra siðferðislega umgjörð ætti slíkt að kveikja viðvörunarljós snemma. Hvernig gat þessi hugsunarhátur verið ósýnilegur samstarfsfólki og yfirmönnum? Það er mér gjörsamlega óskiljanlegt og mikið áhyggjuefni. Hvað segir það okkur um innra eftirlit stofnunarinnar? Hvað segir það okkur um samskipti starfsmanna? Hverjir voru í þessum lokaða samfélagsmiðlahópi? Ég ætla ekki að gera ráð fyrir því að þetta hafi verið samstarfsfólk, en ef svo var, hvers vegna gerðu þeir þá ekkert? Eða var leki í Gímaldið þeirra besta leið til að benda á misbresti? Málið kallar einnig á svör við spurningum um starfsmenningu og starfsferla: ·Hvernig var þessi einstaklingur ráðinn? Voru viðhorf viðkomandi metin nægilega vel? ·Hvaða þjálfun fékk viðkomandi í starfssiðfræði, hlutlægni og mannréttindum? ·Er starsfmaður, sem hefur slík viðhorf, fær um að sýna óhlutdrægni við málsmeðferð? ·Hvaða eftirlit er haft með vinnubrögðum starfsmanna? ·Er þetta einangrað tilvik eða víðtækt vandamál innan stofnunarinnar? Traust er brothætt og erfitt að endurbyggja Traust er viðkvæmt og vandmeðfarið. Það tekur langan tíma að byggja upp, en augnablik að eyðileggja. Fólk sem sækir um vernd eða dvalarleyfi á Íslandi verður að geta treyst því að mál þess séu metin af fagmennsku, hlutlægni og virðingu. Útlendingastofnun ber skylda, til að nýta þetta alvarlega mál, til að endurskoða eigin starfshætti. Það er skylda gagnvart öllum þeim sem treysta kerfinu. Skylda gagnvart skjólstæðingum stofnunarinnar. Skylda gagnvart þeim starfsmönnum sem vinna fagmannlega og samviskusamlega. Skylda gagnvart íslensku samfélagi sem þarf að geta treyst því að stofnanir þess starfi af heilindum. Verkferlar þurfa að vera endurskoðaðir. Innra eftirlit stofnunarinnar þarf að vera virkt. Ráðningarferlar þurfa að tryggja að fagmennska og viðhorf séu metin jafn mikils og formleg hæfni. Umræður um siðfræði, viðhorf og ábyrgð valds, þarf að vera stöðug, ekki eingöngu við upphaf starfs. Starfsmannamenning þarf að vera slík að svona hegðun getur ekki viðgengist. Fólk sem kemur til Íslands í leit að betra lífi eða í örvæntingarfullri leit að öryggi á skilið að vera mætt af virðingu. Ekki sjálfsupphefjun. Ekki niðurlægjandi léttúð. Heldur virðingu. Það er lágmarkið. Ef stofnunin getur ekki tryggt það lágmark, þá hefur hún brugðist alvarlega. Höfundur er mannfræðingur, hefur unnið á Útlendingastofnun í Noregi í 14 ár og vinnur í dag sem ráðgjafi á móttökustöð fyrir flóttafólk í Frakklandi.
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar