Samið við undanfara á Flúðum vegna neyðarhjálpar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. júní 2019 20:37 Björgunarfélagið Eyvindur á Flúðum hefur mikilvægu hlutverki að gegna í Uppsveitum Árnessýslu í neyðartilfellum því félagar þar eru undanfarar og hefja aðstoð á vettvangi og veita fyrstu hjálp þar til sérhæfð aðstoð kemur á staðinn. Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur nú gert samning við Eyvind um þeirra vinnu og framlag í alvarlegum slysum eða veikindum. Björgunarfélagið er vel tækjum búið og með góða aðstöðu í húsnæði sínu á Flúðum. Tækjakosturinn er til fyrirmyndar og öll umgjörð í kringum félagið er til sóma. Í uppsveitum Árnessýslu er oft á tíðum langt í sérhæfða aðstoð. Í alvarlegum tilfellum er því nauðsynlegt að hafa yfir að ráða öflugum viðbragðshóp til þess að bregðast skjótt við og hefja fyrstu hjálp þar til sjúkraflutningamenn og lögregla koma á staðinn. Herdís Gunnardóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og Borgþór Vignisson, formaður Eyvindar skrifuðu nýlega undir samning um bætti öryggi við fyrstu hjálp í uppsveitunum en Heilbrigðisstofnun mun greiða félaginu ákveðna upphæð á samningstímabilinu, sem eru tvö ár, sem nýtt verða í endurnýjun á búnaði og menntun félagsmanna. „Það hagar þannig til að í stóru umdæmi getur oft verið langt í fyrstu hjálp ef það koma upp alvarleg tilvik og þess vegna er samningur eins og þessi mjög mikilvægur og gagnlegur þar sem að björgunarfélagið hér býr yfir mjög öflugum og góðum hópi viðbragðsliða, sem hefur verið í frábæru samstarfi við sjúkraflutninga og Heilbrigðisstofnun Suðurlands“, segir Herdís.Björgunarfélagið Eyvindur á Flúðum er mjög vel tækjum búið enda með nokkra sérhæfða björgunarsveitarbíla.Mynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson.Nýi samningurinn er endurnýjun á samningi frá 2011 en nú fylgja peningar með. Mikil ánægja er með samninginn hjá Björgunarfélaginu Eyvindi. „Við erum með nokkuð öfluga sveit hérna í uppsveitunum og höfum sérhæft okkur í sjúkra og skyndihjálp og aðkomu að slysum og öðru slíku“, segir Borgþór.Og þið eruð að fá ansi mörg útköll á ári?„Já, þetta hefur hlaðist ansi grimmt á okkur undanfarin ár og ætli vettvangshjálpin sé ekki að taka á bilinu þrjátíu til fimmtíu útköll á ári og það eru tuttugu til þrjátíu á að giska á almenna björgunarsveitarmanninn.“Sjúkraflutningamenn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands eru í skýjunum með framlag félagsmanna Eyvindar.„Við getum eiginlega ekkert lýst því hversu mikilvæg þau eru fyrir okkur í þessari utanspítalaþjónustu, sem sumir kalla nafla alheimsins því hér koma lang flestir ferðamenn og það styttir viðbragðstímann í fyrstu hjálp. Það er ómetanlegt, það er bara svoleiðis“, segir Hermann Marinó Maggýjarson yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi. Björgunarsveitir Hrunamannahreppur Sjúkraflutningar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Björgunarfélagið Eyvindur á Flúðum hefur mikilvægu hlutverki að gegna í Uppsveitum Árnessýslu í neyðartilfellum því félagar þar eru undanfarar og hefja aðstoð á vettvangi og veita fyrstu hjálp þar til sérhæfð aðstoð kemur á staðinn. Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur nú gert samning við Eyvind um þeirra vinnu og framlag í alvarlegum slysum eða veikindum. Björgunarfélagið er vel tækjum búið og með góða aðstöðu í húsnæði sínu á Flúðum. Tækjakosturinn er til fyrirmyndar og öll umgjörð í kringum félagið er til sóma. Í uppsveitum Árnessýslu er oft á tíðum langt í sérhæfða aðstoð. Í alvarlegum tilfellum er því nauðsynlegt að hafa yfir að ráða öflugum viðbragðshóp til þess að bregðast skjótt við og hefja fyrstu hjálp þar til sjúkraflutningamenn og lögregla koma á staðinn. Herdís Gunnardóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og Borgþór Vignisson, formaður Eyvindar skrifuðu nýlega undir samning um bætti öryggi við fyrstu hjálp í uppsveitunum en Heilbrigðisstofnun mun greiða félaginu ákveðna upphæð á samningstímabilinu, sem eru tvö ár, sem nýtt verða í endurnýjun á búnaði og menntun félagsmanna. „Það hagar þannig til að í stóru umdæmi getur oft verið langt í fyrstu hjálp ef það koma upp alvarleg tilvik og þess vegna er samningur eins og þessi mjög mikilvægur og gagnlegur þar sem að björgunarfélagið hér býr yfir mjög öflugum og góðum hópi viðbragðsliða, sem hefur verið í frábæru samstarfi við sjúkraflutninga og Heilbrigðisstofnun Suðurlands“, segir Herdís.Björgunarfélagið Eyvindur á Flúðum er mjög vel tækjum búið enda með nokkra sérhæfða björgunarsveitarbíla.Mynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson.Nýi samningurinn er endurnýjun á samningi frá 2011 en nú fylgja peningar með. Mikil ánægja er með samninginn hjá Björgunarfélaginu Eyvindi. „Við erum með nokkuð öfluga sveit hérna í uppsveitunum og höfum sérhæft okkur í sjúkra og skyndihjálp og aðkomu að slysum og öðru slíku“, segir Borgþór.Og þið eruð að fá ansi mörg útköll á ári?„Já, þetta hefur hlaðist ansi grimmt á okkur undanfarin ár og ætli vettvangshjálpin sé ekki að taka á bilinu þrjátíu til fimmtíu útköll á ári og það eru tuttugu til þrjátíu á að giska á almenna björgunarsveitarmanninn.“Sjúkraflutningamenn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands eru í skýjunum með framlag félagsmanna Eyvindar.„Við getum eiginlega ekkert lýst því hversu mikilvæg þau eru fyrir okkur í þessari utanspítalaþjónustu, sem sumir kalla nafla alheimsins því hér koma lang flestir ferðamenn og það styttir viðbragðstímann í fyrstu hjálp. Það er ómetanlegt, það er bara svoleiðis“, segir Hermann Marinó Maggýjarson yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi.
Björgunarsveitir Hrunamannahreppur Sjúkraflutningar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira