Indverskur töframaður talinn hafa drukknað eftir Houdini brellu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júní 2019 11:48 Töframaðurinn Chanchal Lahiri áður en hann reyndi brellu töframannsins Harry Houdini. skjáskot Indverskur töframaður, sem reyndi að endurgera víðfræga brellu töframannsins Harry Houdini með því að fara út í á bundinn hlekkjum, er talinn látinn. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Chanchal Lahiri ætlaði að sleppa úr fjötrum sínum og synda í land en komst aldrei upp úr Hooghly ánni í ríkinu Vestur Bengal. Áhorfendur sem höfðu safnast saman til að horfa á hann hverfa ofan í ána á sunnudag tilkynntu málið til lögreglu sem nú leita hans. Lahiri, sem einnig er þekktur sem Mandrake, var slakað ofan í ána af báti. Hann var bundinn keðjum sem var læst með sex hengilásum og fylgdust áhorfendur með honum af tveimur bátum. Hópur fólks hafði einnig safnast saman á árbakkanum og einhverjir fylgdust með af Howrah brúnni í Kolkata. Lögregla, ásamt kafarateymi, leituðu í ánni en hafa enn ekki fundið töframanninn. Einn lögreglumannanna sagði í samtali við Hindustan Times dagblaðið að ekki yrði staðhæft um andlát Lahiri fyrr en lík hans myndi finnast. Jayanta Shaw, myndatökumaður hjá fréttamiðli á sæðinu, fylgdist með Lahiri þegar hann reyndi brelluna. Hann sagði í samtali við BBC að hann hafi rætt við töframanninn áður en hann byrjaði brelluna. „Ég spurði hann hvers vegna hann hætti lífi sínu fyrir töfra,“ sagði Shaw. „Hann brosti og sagði, „ Ef ég geri þetta rétt, eru þetta töfrar. Ef ég geri mistök verður þetta harmleikur.“ Töframaðurinn sagði við hann að hann vildi gera brelluna í von um að „endurvekja áhugann á töfrum.“ Þetta er ekki fyrsta skipti sem Lahiri reynir áhættusamt atriði í vatni. Fyrir 20 árum síðan fór hann ofan í þessa sömu á í glerkassa en náði að sleppa óskaddaður. Shaw hafði einnig verið á staðnum þegar það atriði fór fram. „Ég hélt að hann myndi aldrei koma upp úr vatninu í þetta skiptið,“ sagði hann. Indland Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Indverskur töframaður, sem reyndi að endurgera víðfræga brellu töframannsins Harry Houdini með því að fara út í á bundinn hlekkjum, er talinn látinn. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Chanchal Lahiri ætlaði að sleppa úr fjötrum sínum og synda í land en komst aldrei upp úr Hooghly ánni í ríkinu Vestur Bengal. Áhorfendur sem höfðu safnast saman til að horfa á hann hverfa ofan í ána á sunnudag tilkynntu málið til lögreglu sem nú leita hans. Lahiri, sem einnig er þekktur sem Mandrake, var slakað ofan í ána af báti. Hann var bundinn keðjum sem var læst með sex hengilásum og fylgdust áhorfendur með honum af tveimur bátum. Hópur fólks hafði einnig safnast saman á árbakkanum og einhverjir fylgdust með af Howrah brúnni í Kolkata. Lögregla, ásamt kafarateymi, leituðu í ánni en hafa enn ekki fundið töframanninn. Einn lögreglumannanna sagði í samtali við Hindustan Times dagblaðið að ekki yrði staðhæft um andlát Lahiri fyrr en lík hans myndi finnast. Jayanta Shaw, myndatökumaður hjá fréttamiðli á sæðinu, fylgdist með Lahiri þegar hann reyndi brelluna. Hann sagði í samtali við BBC að hann hafi rætt við töframanninn áður en hann byrjaði brelluna. „Ég spurði hann hvers vegna hann hætti lífi sínu fyrir töfra,“ sagði Shaw. „Hann brosti og sagði, „ Ef ég geri þetta rétt, eru þetta töfrar. Ef ég geri mistök verður þetta harmleikur.“ Töframaðurinn sagði við hann að hann vildi gera brelluna í von um að „endurvekja áhugann á töfrum.“ Þetta er ekki fyrsta skipti sem Lahiri reynir áhættusamt atriði í vatni. Fyrir 20 árum síðan fór hann ofan í þessa sömu á í glerkassa en náði að sleppa óskaddaður. Shaw hafði einnig verið á staðnum þegar það atriði fór fram. „Ég hélt að hann myndi aldrei koma upp úr vatninu í þetta skiptið,“ sagði hann.
Indland Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira