Erfitt að gera bændum til hæfis varðandi veður Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. júní 2019 20:00 Fyrri slætti er nú víða lokið eða er að ljúka hjá kúabændum á Suðurlandi þrátt fyrir litla sprettu síðustu vikur vegna þurrka, enda tún víða brunnin. Bóndi í Landeyjunum segist ekki nenna að kvarta undan rigningarleysi, rigningin komi fyrr eða síðar. Það hefur vorað mjög vel á Suðurlandi og mikil grasspretta var fyrstur vikurnar af sumrinu en síðan hægði verulega á allri sprettu vegna þurrka því það hefur lítiði sem ekkert ringt í landshlutunum frá miðjum maí. Bændur hafa þó ekki setið auðum höndum og slegið og pakkað í rúllur og nú er svo komið að einhverjir bændur, aðallega kúabændur eru búnir með fyrsta slátt og aðrir eru að alveg að ljúka honum. Elvar Eyvindsson er bóndi á bænum Skíðbakka í Austur Landeyjum. „Það er enn þá snemma sumars og það er allt á góðri leið en hins vegar hefur dregið úr sprettu í miklum þurrkum undanfarið en maður getur eiginlega ekki kvartað,“ segir Elvar. Elvar segir að sandtún hafi helst brunnið og á einhverjum stöðum hafi tilbúin áburður síðan í vor ekki náð að skolast niður í jarðveginn.En eru bændur orðnir stressaðir yfir veðrinu?„Nei, nei, menn eru aðeins tvístíga, þeir vita ekki alveg hvernig þeir eiga að bregðast við. Verður sól í allt sumar eða rignir það sem eftir er, þetta er alltaf dauðans óvissu tími,“ svarar Elvar.Elvar Eyvindsson kúabóndi á bænum Skíðbakka í Austur Landeyjum, sem þakkar fyrir gott veður það sem af er sumri.Mynd/Magnús Hlynur HreiðarssonEn hver er óskastaðan?„Óskastaðan er að halda áfram að fá gott veður myndi ég segja og þá verður þetta örugglega mjög fínt.“ Þegar Elvar var spurður hvort bændur væru of óþolinmóðir gagnvart rigningunni sagði hann þetta. „Það er erfitt að gera bændum til hæfis varðandi veður, þeir vilja fá þetta sitt á hvað og sitt lítið af hverju, en nei, nei, ég held ekki.“ Elvar segist ekki heyra annað að hljóðið sé gott í bændum hvað varðar heyskap og ástandið í rigningarleysinu. „Það er náttúrulega frábært að fá gott veður, menn geta ekki verið annað en ánægðir með það,“ segir Elvar. Landbúnaður Rangárþing eystra Veður Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Fyrri slætti er nú víða lokið eða er að ljúka hjá kúabændum á Suðurlandi þrátt fyrir litla sprettu síðustu vikur vegna þurrka, enda tún víða brunnin. Bóndi í Landeyjunum segist ekki nenna að kvarta undan rigningarleysi, rigningin komi fyrr eða síðar. Það hefur vorað mjög vel á Suðurlandi og mikil grasspretta var fyrstur vikurnar af sumrinu en síðan hægði verulega á allri sprettu vegna þurrka því það hefur lítiði sem ekkert ringt í landshlutunum frá miðjum maí. Bændur hafa þó ekki setið auðum höndum og slegið og pakkað í rúllur og nú er svo komið að einhverjir bændur, aðallega kúabændur eru búnir með fyrsta slátt og aðrir eru að alveg að ljúka honum. Elvar Eyvindsson er bóndi á bænum Skíðbakka í Austur Landeyjum. „Það er enn þá snemma sumars og það er allt á góðri leið en hins vegar hefur dregið úr sprettu í miklum þurrkum undanfarið en maður getur eiginlega ekki kvartað,“ segir Elvar. Elvar segir að sandtún hafi helst brunnið og á einhverjum stöðum hafi tilbúin áburður síðan í vor ekki náð að skolast niður í jarðveginn.En eru bændur orðnir stressaðir yfir veðrinu?„Nei, nei, menn eru aðeins tvístíga, þeir vita ekki alveg hvernig þeir eiga að bregðast við. Verður sól í allt sumar eða rignir það sem eftir er, þetta er alltaf dauðans óvissu tími,“ svarar Elvar.Elvar Eyvindsson kúabóndi á bænum Skíðbakka í Austur Landeyjum, sem þakkar fyrir gott veður það sem af er sumri.Mynd/Magnús Hlynur HreiðarssonEn hver er óskastaðan?„Óskastaðan er að halda áfram að fá gott veður myndi ég segja og þá verður þetta örugglega mjög fínt.“ Þegar Elvar var spurður hvort bændur væru of óþolinmóðir gagnvart rigningunni sagði hann þetta. „Það er erfitt að gera bændum til hæfis varðandi veður, þeir vilja fá þetta sitt á hvað og sitt lítið af hverju, en nei, nei, ég held ekki.“ Elvar segist ekki heyra annað að hljóðið sé gott í bændum hvað varðar heyskap og ástandið í rigningarleysinu. „Það er náttúrulega frábært að fá gott veður, menn geta ekki verið annað en ánægðir með það,“ segir Elvar.
Landbúnaður Rangárþing eystra Veður Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira