Skólastjóri kveður mygluna í Fossvogsskóla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júní 2019 16:27 Ástandið í Fossvogsskóla er ekki gott þessa dagana. Vísir/Vilhelm Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, mun hætta sem skólastjóri Fossvogsskóla um næstu áramót. Hún tekur við starfi skólastjóra Norðlingaskóla. Segja má að um enn eitt áfallið sé að ræða fyrir nemendur, foreldra og kennara í skólanum. Samkvæmt heimildum Vísis hefur a.m.k. einn reynslumikill kennari ákveðið að færa sig um set og kveðja skólann eftir tæplega tveggja áratuga starf. Fossvogsskóla var lokað um miðjan mars vegna myglu í húsnæðinu en sýnataka leiddi í ljós raka-og loftgæðavandamál. Bæði nemendur og starfsfólk skólans höfðu kvartað undan einkennum vegna myglu. Hafa nemendur meðal annars fengið inni í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardal vegna aðstöðuleysis. Aðalbjörg segir í tölvupósti til foreldra í dag að hún hafi verið ráðin skólastjóri í Norðlingaskóla frá áramótum. „Ákvörðun mín að sækja um skólastjórastöðu Norðlingaskóla var mér um margt erfið þar sem ég hef átt mjög gott og gefandi samstarf við ykkur, ekki síst í verkefnum síðustu mánuði. Hins vegar er það svo að ég vann við Norðlingaskóla í tíu ár lengst af sem aðstoðarskólastjóri auk þess að leysa skólastjóra af um nokkurt skeið í fjarveru hans.“ Nú bjóðist það tækifæri að taka við stjórn skólans þar sem hún hafi átt hvað lengstan starfsaldur auk þess sem hún hafi tekið ríkan þátt í að móta stefnu og starfhætti sem þar ríkja. „Þetta var því tækifæri sem ég gat ekki látið mér úr greipum ganga þó svo að tímasetningin sé ekki sú heppilegasta í ljósi þeirra aðstæðna sem skólastarf Fossvogsskóla býr við um þessar mundir. Ég hef notið þess að vinna með ykkur síðustu tvö ár og vona að ýmislegt af því sem við höfum endurmetið og mótað í sameiningu efli starf skólans inn í framtíðina.“ Aðalbjörg segist hafa komið þeim tilmælum til yfirmanna skóla- og frístundasviðs að mikilvægt sé að hugað verði að því að auglýsa skólastjórastöðu Fossvogsskóla eins fljótt og kostur er svo eyða megi þeirri óvissu hver taki við af henni og hvenær. „Þetta er ekki hvað síst mikilvægt þar sem skólasamfélagið okkar hér í Fossvogskóla hefur þurft að búa við mikla óvissu í vetur eins og kunnugt er.“ Fram kom á fundi skólastjóra með foreldrum á dögunum að Fossvogsskóli væri enn verr farinn af myglu en áður hefði verið talið. Var Aðalbjörg spurð að því á fundinum hvernig gengi að halda í kennara við svona óvissuástand þar sem óvíst er hvenær hægt verði að framhalda skólahaldi í Fossvoginum. Samkvæmt heimildum Vísis sagði Aðalbjörg að vel gengi að halda í kennara og mikill einhugur væri í hópnum. Ekki náðist í Aðalbjörgu við vinnslu fréttarinnar. Skóla - og menntamál Vistaskipti Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Sjá meira
Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, mun hætta sem skólastjóri Fossvogsskóla um næstu áramót. Hún tekur við starfi skólastjóra Norðlingaskóla. Segja má að um enn eitt áfallið sé að ræða fyrir nemendur, foreldra og kennara í skólanum. Samkvæmt heimildum Vísis hefur a.m.k. einn reynslumikill kennari ákveðið að færa sig um set og kveðja skólann eftir tæplega tveggja áratuga starf. Fossvogsskóla var lokað um miðjan mars vegna myglu í húsnæðinu en sýnataka leiddi í ljós raka-og loftgæðavandamál. Bæði nemendur og starfsfólk skólans höfðu kvartað undan einkennum vegna myglu. Hafa nemendur meðal annars fengið inni í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardal vegna aðstöðuleysis. Aðalbjörg segir í tölvupósti til foreldra í dag að hún hafi verið ráðin skólastjóri í Norðlingaskóla frá áramótum. „Ákvörðun mín að sækja um skólastjórastöðu Norðlingaskóla var mér um margt erfið þar sem ég hef átt mjög gott og gefandi samstarf við ykkur, ekki síst í verkefnum síðustu mánuði. Hins vegar er það svo að ég vann við Norðlingaskóla í tíu ár lengst af sem aðstoðarskólastjóri auk þess að leysa skólastjóra af um nokkurt skeið í fjarveru hans.“ Nú bjóðist það tækifæri að taka við stjórn skólans þar sem hún hafi átt hvað lengstan starfsaldur auk þess sem hún hafi tekið ríkan þátt í að móta stefnu og starfhætti sem þar ríkja. „Þetta var því tækifæri sem ég gat ekki látið mér úr greipum ganga þó svo að tímasetningin sé ekki sú heppilegasta í ljósi þeirra aðstæðna sem skólastarf Fossvogsskóla býr við um þessar mundir. Ég hef notið þess að vinna með ykkur síðustu tvö ár og vona að ýmislegt af því sem við höfum endurmetið og mótað í sameiningu efli starf skólans inn í framtíðina.“ Aðalbjörg segist hafa komið þeim tilmælum til yfirmanna skóla- og frístundasviðs að mikilvægt sé að hugað verði að því að auglýsa skólastjórastöðu Fossvogsskóla eins fljótt og kostur er svo eyða megi þeirri óvissu hver taki við af henni og hvenær. „Þetta er ekki hvað síst mikilvægt þar sem skólasamfélagið okkar hér í Fossvogskóla hefur þurft að búa við mikla óvissu í vetur eins og kunnugt er.“ Fram kom á fundi skólastjóra með foreldrum á dögunum að Fossvogsskóli væri enn verr farinn af myglu en áður hefði verið talið. Var Aðalbjörg spurð að því á fundinum hvernig gengi að halda í kennara við svona óvissuástand þar sem óvíst er hvenær hægt verði að framhalda skólahaldi í Fossvoginum. Samkvæmt heimildum Vísis sagði Aðalbjörg að vel gengi að halda í kennara og mikill einhugur væri í hópnum. Ekki náðist í Aðalbjörgu við vinnslu fréttarinnar.
Skóla - og menntamál Vistaskipti Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Sjá meira