Framfaraskref fyrir innflytjendur Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 14. júní 2019 07:00 Alþingi samþykkti í vikunni þingsályktunartillögu um að komið verði á fót ráðgjafarstofu fyrir innflytjendur. Auk mín voru á tillögunni fleiri úr þingflokki Vinstri grænna. Það er mikið ánægjuefni að málið hafi náð í gegn, en nú bíður ráðherra félagsmála að útfæra tillöguna betur og hvernig að ráðgjafarstofunni verði best staðið. Í þeirri vinnu er gríðarlega mikilvægt að vera í sem bestu samstarfi við þau sem að málaflokknum koma. Það að taka sig upp og setjast að í nýju samfélagi getur verið erfitt, sama af hvaða völdum það er. Fólk sem finnur sig statt í nýju umhverfi, þekkir ekki réttindi sín og skyldur, hvernig það best getur komið sér fyrir í nýju samfélagi. Það að hjálpa fólki við þær aðstæður er því sjálfsagt mál. Ráðgjafarstofa innflytjenda mun einmitt gera það, vera gátt inn í nýtt samfélag fyrir fólk sem af einhverjum ástæðum hefur ákveðið að setjast hér að, til skemmri eða lengri tíma. Nógu erfitt getur verið fyrir okkur sjálf að vita hvert best er að snúa sér í hinum ýmsu aðstæðum, hvað þá þegar maður talar ekki tungumálið og þarf að sækja sér þjónustu eða er í atvinnuleit. Okkur, sem höfum dvalið langdvölum hér á landi og sum jafnvel frá fæðingu, getur reynst erfitt að skilja það regluverk sem hið opinbera hefur sett utan um líf okkar. Það er ennþá flóknara fyrir fólk sem er nýtt í samfélaginu. Þetta þekkja þau sem hafa dvalið í öðrum löndum, í dag eru um 47 þúsund Íslendingar til dæmis búsettir í öðrum löndum en Íslandi. Þeir lesendur sem það hafa reynt geta velt því fyrir sér hvort ekki hefði verið gott að geta sótt þjónustu í álíka stofnun og einhver hafa kannski gert það, því þær eru víða til. Því meira sem flækjustigið verður, því meira sem fólk þarf að fara af einum stað á annan og jafnvel fara bónleitt til búðar því það er ekki á réttum stað, því verr líður fólki. Skilvirknin er svo annað mál, en fyrst og fremst eigum við að hugsa út frá líðan fólks. Afi minn og amma kenndu mér að taka vel á móti gestum, það á enn frekar við um innflytjendur. Því það er fólk sem hefur ákveðið að sækjast eftir því að vera hluti af okkar samfélagi. Bjóðum það velkomið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Innflytjendamál Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Alþingi samþykkti í vikunni þingsályktunartillögu um að komið verði á fót ráðgjafarstofu fyrir innflytjendur. Auk mín voru á tillögunni fleiri úr þingflokki Vinstri grænna. Það er mikið ánægjuefni að málið hafi náð í gegn, en nú bíður ráðherra félagsmála að útfæra tillöguna betur og hvernig að ráðgjafarstofunni verði best staðið. Í þeirri vinnu er gríðarlega mikilvægt að vera í sem bestu samstarfi við þau sem að málaflokknum koma. Það að taka sig upp og setjast að í nýju samfélagi getur verið erfitt, sama af hvaða völdum það er. Fólk sem finnur sig statt í nýju umhverfi, þekkir ekki réttindi sín og skyldur, hvernig það best getur komið sér fyrir í nýju samfélagi. Það að hjálpa fólki við þær aðstæður er því sjálfsagt mál. Ráðgjafarstofa innflytjenda mun einmitt gera það, vera gátt inn í nýtt samfélag fyrir fólk sem af einhverjum ástæðum hefur ákveðið að setjast hér að, til skemmri eða lengri tíma. Nógu erfitt getur verið fyrir okkur sjálf að vita hvert best er að snúa sér í hinum ýmsu aðstæðum, hvað þá þegar maður talar ekki tungumálið og þarf að sækja sér þjónustu eða er í atvinnuleit. Okkur, sem höfum dvalið langdvölum hér á landi og sum jafnvel frá fæðingu, getur reynst erfitt að skilja það regluverk sem hið opinbera hefur sett utan um líf okkar. Það er ennþá flóknara fyrir fólk sem er nýtt í samfélaginu. Þetta þekkja þau sem hafa dvalið í öðrum löndum, í dag eru um 47 þúsund Íslendingar til dæmis búsettir í öðrum löndum en Íslandi. Þeir lesendur sem það hafa reynt geta velt því fyrir sér hvort ekki hefði verið gott að geta sótt þjónustu í álíka stofnun og einhver hafa kannski gert það, því þær eru víða til. Því meira sem flækjustigið verður, því meira sem fólk þarf að fara af einum stað á annan og jafnvel fara bónleitt til búðar því það er ekki á réttum stað, því verr líður fólki. Skilvirknin er svo annað mál, en fyrst og fremst eigum við að hugsa út frá líðan fólks. Afi minn og amma kenndu mér að taka vel á móti gestum, það á enn frekar við um innflytjendur. Því það er fólk sem hefur ákveðið að sækjast eftir því að vera hluti af okkar samfélagi. Bjóðum það velkomið.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun