Sigurinn ekki unninn hjá Johnson Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. júní 2019 06:15 Boris Johnson þykir sigurstranglegur. AP Boris Johnson, hinn litríki fyrrverandi utanríkisráðherra Breta, er í yfirburðastöðu í leiðtogavali Íhaldsflokksins eftir gærdaginn. Fyrsta umferð atkvæðagreiðslu þingflokks fór fram í gær og þurftu frambjóðendurnir tíu að fá að minnsta kosti sautján atkvæði til þess að detta ekki úr leik. Mark Harper, Esther McVey og Andrea Leadsom féllu á prófinu og standa því sjö eftir. Leadsom og McVey voru einu konurnar sem gáfu kost á sér og því ljóst að arftaki Theresu May á forsætisráðherrastóli verður karlkyns. Fyrirfram var búist við því að Rory Stewart, ráðherra þróunaraðstoðarmála, myndi eiga erfitt uppdráttar enda höfðu einungis sex þingmenn opinberlega lýst yfir stuðningi við framboð hans. Stewart gerði sér þó lítið fyrir og nældi sér í nítján atkvæði. Óskoraður sigurvegari gærdagsins er hins vegar Johnson. Hann fékk 114 atkvæði, eða rúman þriðjung. Næsti maður, Jeremy Hunt, arftaki Johnsons í utanríkisráðuneytinu, fékk 43 atkvæði. Michael Gove umhverfismálaráðherra fékk 37, Dominic Raab útgöngumálaráðherra 27 og Sajid Javid innanríkisráðherra 23. Matt Hancock fékk svo tuttugu atkvæði. Þótt Johnson hafi fengið langflest atkvæði og mælist vinsælastur í skoðanakönnunum á meðal almennra flokksmanna er sigurinn ekki enn unninn. Í næstu umferð, sem fer fram eftir helgi, verður kosið endurtekið þar til aðeins tveir standa eftir og eftir það velja almennir flokksmenn á milli þeirra tveggja. Þetta þýðir að þeir 199 þingmenn sem greiddu Johnson ekki atkvæði sitt í gær gætu sameinast um annan frambjóðanda. Áður hefur það gerst að sigurvegari fyrstu umferðar situr eftir með sárt ennið að lokum. Til að mynda þegar David Davis tapaði fyrir David Cameron í leiðtogakjöri árið 2005, líkt og Iain Watson, stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins, minntist á í gær. Þá var munurinn hins vegar mun minni á milli efstu manna. Davis fékk 62 en Cameron 56 samanborið við 114 hjá Johnson nú og 43 hjá Hunt. Sami stjórnmálaskýrandi tók einnig fram að það gæti komið sér vel fyrir flokksmenn persónulega að styðja Johnson sem fyrst. Því fyrr sem maður sýnir leiðtoga stuðning þeim mun líklegri væri hann til þess að gera viðkomandi að ráðherra. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir Sækist ekki eftir samningslausri útgöngu Breta Þótt Boris Johnson ætli ekki að sækjast sérstaklega eftir því að Bretar gangi út úr Evrópusambandinu án samnings þegar þar að kemur er nauðsynlegt að halda þeim möguleika opnum. 13. júní 2019 06:30 Boris Johnson með yfirburðarstöðu þegar sjö eru eftir í kapphlaupinu Fyrrverandi borgarstjóri í London og utanríkisráðherra Breta fékk langflest atkvæði í annarri umferð atkvæðagreiðslu þingmanna Íhaldsflokksins. 13. júní 2019 13:59 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Boris Johnson, hinn litríki fyrrverandi utanríkisráðherra Breta, er í yfirburðastöðu í leiðtogavali Íhaldsflokksins eftir gærdaginn. Fyrsta umferð atkvæðagreiðslu þingflokks fór fram í gær og þurftu frambjóðendurnir tíu að fá að minnsta kosti sautján atkvæði til þess að detta ekki úr leik. Mark Harper, Esther McVey og Andrea Leadsom féllu á prófinu og standa því sjö eftir. Leadsom og McVey voru einu konurnar sem gáfu kost á sér og því ljóst að arftaki Theresu May á forsætisráðherrastóli verður karlkyns. Fyrirfram var búist við því að Rory Stewart, ráðherra þróunaraðstoðarmála, myndi eiga erfitt uppdráttar enda höfðu einungis sex þingmenn opinberlega lýst yfir stuðningi við framboð hans. Stewart gerði sér þó lítið fyrir og nældi sér í nítján atkvæði. Óskoraður sigurvegari gærdagsins er hins vegar Johnson. Hann fékk 114 atkvæði, eða rúman þriðjung. Næsti maður, Jeremy Hunt, arftaki Johnsons í utanríkisráðuneytinu, fékk 43 atkvæði. Michael Gove umhverfismálaráðherra fékk 37, Dominic Raab útgöngumálaráðherra 27 og Sajid Javid innanríkisráðherra 23. Matt Hancock fékk svo tuttugu atkvæði. Þótt Johnson hafi fengið langflest atkvæði og mælist vinsælastur í skoðanakönnunum á meðal almennra flokksmanna er sigurinn ekki enn unninn. Í næstu umferð, sem fer fram eftir helgi, verður kosið endurtekið þar til aðeins tveir standa eftir og eftir það velja almennir flokksmenn á milli þeirra tveggja. Þetta þýðir að þeir 199 þingmenn sem greiddu Johnson ekki atkvæði sitt í gær gætu sameinast um annan frambjóðanda. Áður hefur það gerst að sigurvegari fyrstu umferðar situr eftir með sárt ennið að lokum. Til að mynda þegar David Davis tapaði fyrir David Cameron í leiðtogakjöri árið 2005, líkt og Iain Watson, stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins, minntist á í gær. Þá var munurinn hins vegar mun minni á milli efstu manna. Davis fékk 62 en Cameron 56 samanborið við 114 hjá Johnson nú og 43 hjá Hunt. Sami stjórnmálaskýrandi tók einnig fram að það gæti komið sér vel fyrir flokksmenn persónulega að styðja Johnson sem fyrst. Því fyrr sem maður sýnir leiðtoga stuðning þeim mun líklegri væri hann til þess að gera viðkomandi að ráðherra.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir Sækist ekki eftir samningslausri útgöngu Breta Þótt Boris Johnson ætli ekki að sækjast sérstaklega eftir því að Bretar gangi út úr Evrópusambandinu án samnings þegar þar að kemur er nauðsynlegt að halda þeim möguleika opnum. 13. júní 2019 06:30 Boris Johnson með yfirburðarstöðu þegar sjö eru eftir í kapphlaupinu Fyrrverandi borgarstjóri í London og utanríkisráðherra Breta fékk langflest atkvæði í annarri umferð atkvæðagreiðslu þingmanna Íhaldsflokksins. 13. júní 2019 13:59 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Sækist ekki eftir samningslausri útgöngu Breta Þótt Boris Johnson ætli ekki að sækjast sérstaklega eftir því að Bretar gangi út úr Evrópusambandinu án samnings þegar þar að kemur er nauðsynlegt að halda þeim möguleika opnum. 13. júní 2019 06:30
Boris Johnson með yfirburðarstöðu þegar sjö eru eftir í kapphlaupinu Fyrrverandi borgarstjóri í London og utanríkisráðherra Breta fékk langflest atkvæði í annarri umferð atkvæðagreiðslu þingmanna Íhaldsflokksins. 13. júní 2019 13:59