Vantrú fagnar sigri en bingóið er komið til að vera Andri Eysteinsson skrifar 13. júní 2019 12:00 Vantrú hefur haldið Bingó við Austurvöll frá árinu 2007. Nú hefur lögunum verið breytt en bingóið er komið til að vera. Vísir/Sigurjón Breytingar á lögum um helgidagafrið voru samþykktar á Alþingi í gær og verður skemmtanahald því ekki lengur bannað á helgidögum þjóðkirkjunnar. Samtökin Vantrú hafa frá árinu 2007 staðið fyrir mótmælum gegn löggjöf, sem þeirri sem nú hefur verið breytt, og eru þekktust mótmæli í formi bingós á Austurvelli föstudaginn langa á ári hverju. Sindri Guðjónsson, formaður Vantrúar, segir meðlimi samtakanna vera mjög ánægða með lagabreytinguna. Okkur finnst að það eigi að vera trúarlega hlutlaust ríkisvald og löggjöf sem hyglir ekki sérstaklega einhverri trúararfleifð, sagði Sindri. „Það er ekki að það sé svo hræðilegt að geta ekki spilað bingó heldur, að það séu sérréttindi fyrir ákveðna trúarskoðun í landslögum sem okkur finnst ekki í samræmi við jafnræðissjónarmið“ segir Sindri í samtali við Vísi. Bingó Vantrúar á Austurvelli á föstudeginum langa hefur nú verið haldið 13. Sinnum en Vantrú stóð fyrir fyrsta bingóinu 2007. Nú hefur markmiðinu verið náð og því væntanlega útséð með Vantrúar bingó, eða hvað? „Það getur vel verið að við höldum bingó til þess að halda upp á eitthvað, þetta er orðinn siður sem okkur finnst mjög skemmtilegur. Bingóið verður allavega löglegt næst,“ segir Sindri. Breytingarnar voru samþykktar af meirihluta Alþingis í gær en 44 greiddu atkvæði með tillögunni en níu gegn henni, allir þeir níu voru þingmenn Miðflokksins. Sindri segir það ekki hafa komið sér á óvart að svo hafi farið, niðurstaða þeirra sé í anda flokksins. Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokksins, tveir framsóknarmenn og einn þingmaður Vinstri Grænna greiddu ekki atkvæði sökum fjarveru er breytingarnar voru samþykktar. Með því náðist markmið Vantrúar en að hverju munu samtökin snúa sér næst? „Sóknargjöldin eru alltaf eitthvað sem við erum að hugsa um en það er margt annað, það er ekkert eitt sérstakt mál sem verður „okkar“ mál næst, við lítum á þetta með breiðu samhengi.“ segir Sindri Guðjónsson, formaður Vantrúar. Alþingi Trúmál Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Fleiri fréttir Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Sjá meira
Breytingar á lögum um helgidagafrið voru samþykktar á Alþingi í gær og verður skemmtanahald því ekki lengur bannað á helgidögum þjóðkirkjunnar. Samtökin Vantrú hafa frá árinu 2007 staðið fyrir mótmælum gegn löggjöf, sem þeirri sem nú hefur verið breytt, og eru þekktust mótmæli í formi bingós á Austurvelli föstudaginn langa á ári hverju. Sindri Guðjónsson, formaður Vantrúar, segir meðlimi samtakanna vera mjög ánægða með lagabreytinguna. Okkur finnst að það eigi að vera trúarlega hlutlaust ríkisvald og löggjöf sem hyglir ekki sérstaklega einhverri trúararfleifð, sagði Sindri. „Það er ekki að það sé svo hræðilegt að geta ekki spilað bingó heldur, að það séu sérréttindi fyrir ákveðna trúarskoðun í landslögum sem okkur finnst ekki í samræmi við jafnræðissjónarmið“ segir Sindri í samtali við Vísi. Bingó Vantrúar á Austurvelli á föstudeginum langa hefur nú verið haldið 13. Sinnum en Vantrú stóð fyrir fyrsta bingóinu 2007. Nú hefur markmiðinu verið náð og því væntanlega útséð með Vantrúar bingó, eða hvað? „Það getur vel verið að við höldum bingó til þess að halda upp á eitthvað, þetta er orðinn siður sem okkur finnst mjög skemmtilegur. Bingóið verður allavega löglegt næst,“ segir Sindri. Breytingarnar voru samþykktar af meirihluta Alþingis í gær en 44 greiddu atkvæði með tillögunni en níu gegn henni, allir þeir níu voru þingmenn Miðflokksins. Sindri segir það ekki hafa komið sér á óvart að svo hafi farið, niðurstaða þeirra sé í anda flokksins. Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokksins, tveir framsóknarmenn og einn þingmaður Vinstri Grænna greiddu ekki atkvæði sökum fjarveru er breytingarnar voru samþykktar. Með því náðist markmið Vantrúar en að hverju munu samtökin snúa sér næst? „Sóknargjöldin eru alltaf eitthvað sem við erum að hugsa um en það er margt annað, það er ekkert eitt sérstakt mál sem verður „okkar“ mál næst, við lítum á þetta með breiðu samhengi.“ segir Sindri Guðjónsson, formaður Vantrúar.
Alþingi Trúmál Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Fleiri fréttir Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning