Breytingar á upplýsingalögum liður í því að Ísland verði í fremstu röð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. júní 2019 14:05 Breytingar á upplýsingalögum fela í sér útvíkkun gildissviðs og ríkar kröfur á herðar stjórnvöldum til að tryggja aðgengi almennings að upplýsingum. Visir/vilhelm Víkkun gildissviðs upplýsingaréttarins, frumkvæðisbirting upplýsinga úr málaskrám ráðuneyta, málshraðaregla og sérstakur ráðgjafi um upplýsingarétt almennings eru allt á meðal breytinga á upplýsingalögum sem Alþingi samþykkti í gær með 52 atkvæðum.Breytingar á upplýsingalögum voru unnin í nefnd um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, skipaði í mars í fyrra. Katrín segir að með frumvarpinu séu Íslendingar að stíga mikilvægt skref í átt að gagnsærri stjórnsýslu. Hún vill að Ísland verði í fremstu röð á þessu sviði. Breytingarnar miða allar að því að bæta upplýsingagjöf stjórnvalda og tryggja rétt almennings að upplýsingum um stjórnsýslu allra þriggja greina ríkisvaldsins með skýrum lagaákvæðum þannig að rétturinn til aðgangs að upplýsingum ráðist síður af geðþótta valdhafa hverju sinni. Í skýrslu starfshóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu er því lýst hvernig vítahringur vantrausts geti myndast þegar sú skoðun er orðin viðtekin í samfélaginu að starfsfólk stjórnsýslu reyni almennt að hindra upplýsingagjöf. Við þær aðstæður geti tortryggni orðið svo megn að upplýsingar sem veittar eru verði uppspretta enn frekari tortryggni.Frumkvæðisbirting upplýsinga Ein af þeim nýjungum sem kveðið er á um í upplýsingalögunum er frumkvæðisbirting upplýsinga úr málaskrám stjórnvalda. Hið opinbera birti þannig að eigin frumkvæði upplýsingar um mál sem eru til meðferðar þannig að almenningur geti óskað frekari upplýsinga um hvert mál fyrir sig.Starf ráðgjafa um upplýsingarétt Víða erlendis hefur verið komið á fót embætti eða stofnun sem hefur virkara hlutverk þegar kemur að framkvæmd upplýsingaréttar almennings (e. Information Commissioner). Í lögunum er kveðið á um að slíkri starfsemi verði komið á fót. Ráðgjafi upplýsingaréttar myndi þá vera almenningi og stjórnvöldum innan handar. Hlutverk ráðgjafans felst aðallega í því að leiðbeina borgurum um framsetningu gagnabeiðna til að auka líkur á því að þær verði afgreiddar efnislega en ekki vísað frá vegna formgalla. Þá er gert ráð fyrir því að ráðgjafinn verði stjórnvöldum til ráðgjafar við meðferð og afgreiðslu beiðna um aðgang að gögnum. Í skýrslu starfshóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu kemur fram að nokkuð algengt sé að beiðni sé synjað með almennri vísun til takmörkunarheimildar upplýsinga án þess að farið hafi fram nægjanlega vandað mat á því hvort umbeðin gögn falli raunverulega undir heimildina. Þannig sé oft látið á það reyna hvort beiðandi vísar málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Hámarksafgreiðslutími lögfestur Í lögunum er kveðið á um að regla verði sett um hámarksafgreiðslutíma um aðgang að gögnum en úrskurðarnefnd um upplýsingamál berast árlega tugir kærumála sem lúta að óhóflegum töfum á afgreiðslu fyrirspurn. Hin nýsamþykktu lög kveða á um að beiðanda sé heimilt að bera rétt sinn til endurnota undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál ef beiðni hefur ekki verið afgreidd innan 40 daga eftir að hún barst opinberum aðila. Í lögunum er jafnframt að finna ákvæði um hámarksmeðferðartíma úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem eru 150 dagar frá móttöku kærunnar. Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Upplýsingagjöf hins opinbera í vítahring vantrausts Tregða stjórnvalda til að veita fjölmiðlum og almenningi upplýsingar er meðal ástæðna vantrausts á íslenskum stjórnvöldum að mati starfhóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu, sem kynnti niðurstöður sínar í gær. 6. september 2018 07:00 Stórefla tjáningfrelsi og vernda uppljóstrara í nýjum frumvarpsdrögum Tjáningarfrelsi verður stóraukið hér á landi verði fjögur frumvarpsdrög sem kynnt voru í dag að lögum. Þau fela í sér vernd uppljóstrara, nýja meðferð lögbannsmála, rýmri upplýsingalög og bætta réttastöðu blaðamanna. Opinberum starfsmönnum verður skylt að láta vita af brotum í starfsemi hins opinbera og fjölmiðlar geta leitað til dómstóla áður en lögbann kemur til framkvæmda. 7. mars 2019 21:00 Víkka út rétt til upplýsinga Starfshópur um traust á stjórnmálum og stjórnsýslu hefur skilað skýrslu til forsætisráðherra og kynnir niðurstöður sínar í dag. 5. september 2018 07:00 Frumvarpið festi í sessi of langa bið almennings eftir upplýsingum Frumvarp forsætisráðherra leysir ekki of langan málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar um upplýsingamál heldur festir vandamálið í sessi, að mati blaðamanns. Meðalbiðtími eftir úrskurði var 212 dagar á síðasta ári. 11. júní 2019 07:15 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
Víkkun gildissviðs upplýsingaréttarins, frumkvæðisbirting upplýsinga úr málaskrám ráðuneyta, málshraðaregla og sérstakur ráðgjafi um upplýsingarétt almennings eru allt á meðal breytinga á upplýsingalögum sem Alþingi samþykkti í gær með 52 atkvæðum.Breytingar á upplýsingalögum voru unnin í nefnd um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, skipaði í mars í fyrra. Katrín segir að með frumvarpinu séu Íslendingar að stíga mikilvægt skref í átt að gagnsærri stjórnsýslu. Hún vill að Ísland verði í fremstu röð á þessu sviði. Breytingarnar miða allar að því að bæta upplýsingagjöf stjórnvalda og tryggja rétt almennings að upplýsingum um stjórnsýslu allra þriggja greina ríkisvaldsins með skýrum lagaákvæðum þannig að rétturinn til aðgangs að upplýsingum ráðist síður af geðþótta valdhafa hverju sinni. Í skýrslu starfshóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu er því lýst hvernig vítahringur vantrausts geti myndast þegar sú skoðun er orðin viðtekin í samfélaginu að starfsfólk stjórnsýslu reyni almennt að hindra upplýsingagjöf. Við þær aðstæður geti tortryggni orðið svo megn að upplýsingar sem veittar eru verði uppspretta enn frekari tortryggni.Frumkvæðisbirting upplýsinga Ein af þeim nýjungum sem kveðið er á um í upplýsingalögunum er frumkvæðisbirting upplýsinga úr málaskrám stjórnvalda. Hið opinbera birti þannig að eigin frumkvæði upplýsingar um mál sem eru til meðferðar þannig að almenningur geti óskað frekari upplýsinga um hvert mál fyrir sig.Starf ráðgjafa um upplýsingarétt Víða erlendis hefur verið komið á fót embætti eða stofnun sem hefur virkara hlutverk þegar kemur að framkvæmd upplýsingaréttar almennings (e. Information Commissioner). Í lögunum er kveðið á um að slíkri starfsemi verði komið á fót. Ráðgjafi upplýsingaréttar myndi þá vera almenningi og stjórnvöldum innan handar. Hlutverk ráðgjafans felst aðallega í því að leiðbeina borgurum um framsetningu gagnabeiðna til að auka líkur á því að þær verði afgreiddar efnislega en ekki vísað frá vegna formgalla. Þá er gert ráð fyrir því að ráðgjafinn verði stjórnvöldum til ráðgjafar við meðferð og afgreiðslu beiðna um aðgang að gögnum. Í skýrslu starfshóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu kemur fram að nokkuð algengt sé að beiðni sé synjað með almennri vísun til takmörkunarheimildar upplýsinga án þess að farið hafi fram nægjanlega vandað mat á því hvort umbeðin gögn falli raunverulega undir heimildina. Þannig sé oft látið á það reyna hvort beiðandi vísar málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Hámarksafgreiðslutími lögfestur Í lögunum er kveðið á um að regla verði sett um hámarksafgreiðslutíma um aðgang að gögnum en úrskurðarnefnd um upplýsingamál berast árlega tugir kærumála sem lúta að óhóflegum töfum á afgreiðslu fyrirspurn. Hin nýsamþykktu lög kveða á um að beiðanda sé heimilt að bera rétt sinn til endurnota undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál ef beiðni hefur ekki verið afgreidd innan 40 daga eftir að hún barst opinberum aðila. Í lögunum er jafnframt að finna ákvæði um hámarksmeðferðartíma úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem eru 150 dagar frá móttöku kærunnar.
Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Upplýsingagjöf hins opinbera í vítahring vantrausts Tregða stjórnvalda til að veita fjölmiðlum og almenningi upplýsingar er meðal ástæðna vantrausts á íslenskum stjórnvöldum að mati starfhóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu, sem kynnti niðurstöður sínar í gær. 6. september 2018 07:00 Stórefla tjáningfrelsi og vernda uppljóstrara í nýjum frumvarpsdrögum Tjáningarfrelsi verður stóraukið hér á landi verði fjögur frumvarpsdrög sem kynnt voru í dag að lögum. Þau fela í sér vernd uppljóstrara, nýja meðferð lögbannsmála, rýmri upplýsingalög og bætta réttastöðu blaðamanna. Opinberum starfsmönnum verður skylt að láta vita af brotum í starfsemi hins opinbera og fjölmiðlar geta leitað til dómstóla áður en lögbann kemur til framkvæmda. 7. mars 2019 21:00 Víkka út rétt til upplýsinga Starfshópur um traust á stjórnmálum og stjórnsýslu hefur skilað skýrslu til forsætisráðherra og kynnir niðurstöður sínar í dag. 5. september 2018 07:00 Frumvarpið festi í sessi of langa bið almennings eftir upplýsingum Frumvarp forsætisráðherra leysir ekki of langan málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar um upplýsingamál heldur festir vandamálið í sessi, að mati blaðamanns. Meðalbiðtími eftir úrskurði var 212 dagar á síðasta ári. 11. júní 2019 07:15 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
Upplýsingagjöf hins opinbera í vítahring vantrausts Tregða stjórnvalda til að veita fjölmiðlum og almenningi upplýsingar er meðal ástæðna vantrausts á íslenskum stjórnvöldum að mati starfhóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu, sem kynnti niðurstöður sínar í gær. 6. september 2018 07:00
Stórefla tjáningfrelsi og vernda uppljóstrara í nýjum frumvarpsdrögum Tjáningarfrelsi verður stóraukið hér á landi verði fjögur frumvarpsdrög sem kynnt voru í dag að lögum. Þau fela í sér vernd uppljóstrara, nýja meðferð lögbannsmála, rýmri upplýsingalög og bætta réttastöðu blaðamanna. Opinberum starfsmönnum verður skylt að láta vita af brotum í starfsemi hins opinbera og fjölmiðlar geta leitað til dómstóla áður en lögbann kemur til framkvæmda. 7. mars 2019 21:00
Víkka út rétt til upplýsinga Starfshópur um traust á stjórnmálum og stjórnsýslu hefur skilað skýrslu til forsætisráðherra og kynnir niðurstöður sínar í dag. 5. september 2018 07:00
Frumvarpið festi í sessi of langa bið almennings eftir upplýsingum Frumvarp forsætisráðherra leysir ekki of langan málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar um upplýsingamál heldur festir vandamálið í sessi, að mati blaðamanns. Meðalbiðtími eftir úrskurði var 212 dagar á síðasta ári. 11. júní 2019 07:15