Háþrýstimetið í júní slegið Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2019 13:17 Guðmundarlundur í Kópavogi. Höfuðborgarbúar mega enn búast við því að sólin skíni glatt á réttláta sem rangláta. visir/vilhelm Trausti Jónsson veðurfræðingur segir sólarsyrpuna miklu halda áfram á Suður- og Vesturlandi samhliða því sem hann greinir frá því að nýtt háþrýstimet júnímánaðar liggi fyrir. „Á miðnætti (að kvöldi 11.júní) mældist loftþrýstingur á Reykjavíkurflugvelli 1040,6 hPa. Svo hár þrýstingur hefur aldrei mælst hér á landi í júnímánuði. Gamla metið, sett í Stykkishólmi 21. júní 1939 var 1040,4 hPa. Munurinn er sannarlega ómarktækur, en nýja talan verður trúlega staðfest sem nýtt met - fari þrýstingur ekki enn hærra á vellinum eða á einhverri annarri löglegri stöð í nótt,“ skrifar Trausti á blogg sitt, sem margir áhugamenn um veður fylgjast með.Veisla fyrir veðurnörda Trausti bendir á að vert sé að hafa í huga að nú á dögum, þegar athuganir eru þéttari í tíma og rúmi, sé ívið líklegra að met falli en fyrr á tímum. „Að vísu var landið allvel þakið þrýstiathugunum þegar gamla metið var sett 1939, en hvergi var þá athugað að næturlagi. Hefði það verið gert er hugsanlegt að enn hærri tala hefði sést. Venjulega var reynt að leita útgildi uppi á þrýstisíritum - en betur var leitað að lægstu gildum heldur en þeim hæstu. Þetta þykir veðurnördum afskaplega merkilegt - þó minni athygli veki en hita- eða úrkomumet.“Trausti Jónsson, veðurfræðingur.VísirÞegar háþrýstimetið var sett í Stykkishólmi var Íslandshitamet sett á Teigarhorni, sem enn stendur, 30,5 stig. „Sama dag mældist hiti 30,2 stig á Kirkjubæjarklaustri. Um þessi hitamet var fjallað í pistli hungurdiska 21. ágúst 2018,“ segir Trausti sem er manna fróðastur um sögu veðurfars á Íslandi.Sólskinssyrpan mikla heldur áfram Trausti segir að loftið yfir landinu á morgun verði 3 til 4 stigum kaldara í neðri hluta veðurhvolfs en var 1939, líkur á nýju hitameti eru því ekki miklar en veðurlag ekki ósvipað. Og svo áfram sé vitnað í Trausta:Sólskinssyrpan mikla heldur áfram á Suður- og Vesturlandi, sólskinsstundafjöldi í Reykjavík í mánuðinum kominn í 171,3 stundir, 8,3 stundum meira en mest hefur áður mælst sömu daga. Það var 1924. Þá segir Trausti jafnframt að sólskinsstundafjöldinn sé kominn upp fyrir meðalsólarstundafjölda í júní í Reykjavík 1961-1990 (161,3 stundir) og einnig yfir meðalsólskinsstundafjölda júnímánaðar alls síðustu tíu árin (170,5 stundir). „Langt er þó enn til mánaðamóta og mánaðarsólarmeta, þar trónir júní 1928 á toppnum með 338,3 stundir - enn vantar 167 stundir upp á þá tölu.“ Og víst er að ekki eru það eingöngu veðurfræðingar og veðurnördar sem fylgjast með veðrinu. Í þessum orðum rituðum liggur fyrir að veðurvefur Veðurstofu Íslands, veður.is, liggur niðri. Veður Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Trausti Jónsson veðurfræðingur segir sólarsyrpuna miklu halda áfram á Suður- og Vesturlandi samhliða því sem hann greinir frá því að nýtt háþrýstimet júnímánaðar liggi fyrir. „Á miðnætti (að kvöldi 11.júní) mældist loftþrýstingur á Reykjavíkurflugvelli 1040,6 hPa. Svo hár þrýstingur hefur aldrei mælst hér á landi í júnímánuði. Gamla metið, sett í Stykkishólmi 21. júní 1939 var 1040,4 hPa. Munurinn er sannarlega ómarktækur, en nýja talan verður trúlega staðfest sem nýtt met - fari þrýstingur ekki enn hærra á vellinum eða á einhverri annarri löglegri stöð í nótt,“ skrifar Trausti á blogg sitt, sem margir áhugamenn um veður fylgjast með.Veisla fyrir veðurnörda Trausti bendir á að vert sé að hafa í huga að nú á dögum, þegar athuganir eru þéttari í tíma og rúmi, sé ívið líklegra að met falli en fyrr á tímum. „Að vísu var landið allvel þakið þrýstiathugunum þegar gamla metið var sett 1939, en hvergi var þá athugað að næturlagi. Hefði það verið gert er hugsanlegt að enn hærri tala hefði sést. Venjulega var reynt að leita útgildi uppi á þrýstisíritum - en betur var leitað að lægstu gildum heldur en þeim hæstu. Þetta þykir veðurnördum afskaplega merkilegt - þó minni athygli veki en hita- eða úrkomumet.“Trausti Jónsson, veðurfræðingur.VísirÞegar háþrýstimetið var sett í Stykkishólmi var Íslandshitamet sett á Teigarhorni, sem enn stendur, 30,5 stig. „Sama dag mældist hiti 30,2 stig á Kirkjubæjarklaustri. Um þessi hitamet var fjallað í pistli hungurdiska 21. ágúst 2018,“ segir Trausti sem er manna fróðastur um sögu veðurfars á Íslandi.Sólskinssyrpan mikla heldur áfram Trausti segir að loftið yfir landinu á morgun verði 3 til 4 stigum kaldara í neðri hluta veðurhvolfs en var 1939, líkur á nýju hitameti eru því ekki miklar en veðurlag ekki ósvipað. Og svo áfram sé vitnað í Trausta:Sólskinssyrpan mikla heldur áfram á Suður- og Vesturlandi, sólskinsstundafjöldi í Reykjavík í mánuðinum kominn í 171,3 stundir, 8,3 stundum meira en mest hefur áður mælst sömu daga. Það var 1924. Þá segir Trausti jafnframt að sólskinsstundafjöldinn sé kominn upp fyrir meðalsólarstundafjölda í júní í Reykjavík 1961-1990 (161,3 stundir) og einnig yfir meðalsólskinsstundafjölda júnímánaðar alls síðustu tíu árin (170,5 stundir). „Langt er þó enn til mánaðamóta og mánaðarsólarmeta, þar trónir júní 1928 á toppnum með 338,3 stundir - enn vantar 167 stundir upp á þá tölu.“ Og víst er að ekki eru það eingöngu veðurfræðingar og veðurnördar sem fylgjast með veðrinu. Í þessum orðum rituðum liggur fyrir að veðurvefur Veðurstofu Íslands, veður.is, liggur niðri.
Veður Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira