Sorgarhelgi Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 12. júní 2019 08:15 Slysin gera ekki boð á undan sér, segjum við eftir þessa liðnu hvítasunnuhelgi og horfum raunaleg á hvert annað. Það er satt. Slysin gerast á þessu skelfilega augnabliki þegar tíminn stendur í stað, allt hljóðnar og ekkert verður framar eins og áður var. Þegar slysin dynja yfir eiga margir um sárt að binda. Persónur kveðja, önnur liggja slösuð og ástvinir þjást og syrgja. Við hugsum líka til þeirra sem mæta fyrst á vettvang eftir að allt er breytt og fá það hlutverk að bjarga því sem bjargað verður. Þau eru fólkið sem fyrst áttar sig á því sem orðið er. Þetta fólk fær það verkefni að halda ró sinni við erfiðar aðstæður, sýna algera yfirvegun og starfa sem einn maður í þágu vonarinnar. Eitt augnablik birtist fregnin í fjölmiðlum og við finnum til. En þau sem eiga hliðstæða reynslu finna hvernig sárin opnast hið innra og gamall sársauki minnir á sig. Á svona dögum er ég alltaf svo þakklát að búa í litlu landi þar sem áföllin verða svo miklu meira en frétt þegar samkenndin kemur eins og hlýr andvari, sorginni er deilt og engum stendur á sama. Það er rétt sem sagt er, að léttar raunir eru málgefnar en þungar sorgir þöglar. Samt verðum við að tala um flugslysið við Múlakot og ekki síst við unga fólkið okkar því við finnum öll til. Ég bið þess að himneskir og jarðneskir englar umvefji þau sem látin eru, þau sem eru slösuð og þau öll sem hafa misst. Einnig hugsum við til viðbragðsaðilanna allra sem hafa lagt mikið af mörkum og gert sitt besta. Öll slys af þessu tagi búa í minni þjóðarinnar líkt og ör á þjóðarlíkamanum. Hvítasunnuhelgin 2019, með blíðviðri sínu og sól, verður um ókomna tíð sorgarhelgi í minni þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Slysin gera ekki boð á undan sér, segjum við eftir þessa liðnu hvítasunnuhelgi og horfum raunaleg á hvert annað. Það er satt. Slysin gerast á þessu skelfilega augnabliki þegar tíminn stendur í stað, allt hljóðnar og ekkert verður framar eins og áður var. Þegar slysin dynja yfir eiga margir um sárt að binda. Persónur kveðja, önnur liggja slösuð og ástvinir þjást og syrgja. Við hugsum líka til þeirra sem mæta fyrst á vettvang eftir að allt er breytt og fá það hlutverk að bjarga því sem bjargað verður. Þau eru fólkið sem fyrst áttar sig á því sem orðið er. Þetta fólk fær það verkefni að halda ró sinni við erfiðar aðstæður, sýna algera yfirvegun og starfa sem einn maður í þágu vonarinnar. Eitt augnablik birtist fregnin í fjölmiðlum og við finnum til. En þau sem eiga hliðstæða reynslu finna hvernig sárin opnast hið innra og gamall sársauki minnir á sig. Á svona dögum er ég alltaf svo þakklát að búa í litlu landi þar sem áföllin verða svo miklu meira en frétt þegar samkenndin kemur eins og hlýr andvari, sorginni er deilt og engum stendur á sama. Það er rétt sem sagt er, að léttar raunir eru málgefnar en þungar sorgir þöglar. Samt verðum við að tala um flugslysið við Múlakot og ekki síst við unga fólkið okkar því við finnum öll til. Ég bið þess að himneskir og jarðneskir englar umvefji þau sem látin eru, þau sem eru slösuð og þau öll sem hafa misst. Einnig hugsum við til viðbragðsaðilanna allra sem hafa lagt mikið af mörkum og gert sitt besta. Öll slys af þessu tagi búa í minni þjóðarinnar líkt og ör á þjóðarlíkamanum. Hvítasunnuhelgin 2019, með blíðviðri sínu og sól, verður um ókomna tíð sorgarhelgi í minni þjóðarinnar.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar