Hægt að kaupa tölvuárás fyrir um tvö þúsund krónur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. júní 2019 20:45 Hópar tyrkneskra tölvuþrjóta hafa lýst yfir ábyrgð á hið minnsta þremur tölvuárásum á Íslandi síðasta sólarhringinn. Fyrirtæki og stofnanir hér á landi eru ekki nægilega vel varin að sögn framkvæmdastjóra Syndis. Hann hefur áhyggjur af alvarlegri hluta árásanna sem fólk tekur ekki endilega eftir. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi í dag um öryggisleitina sem tyrkneska landsliðið undirgekkst í Keflavík við utanríkisráðherra Tyrklands. Isavia hefur greint frá því að leitin hafi tekið um áttatíu mínútur vegna þess að brottfararvöllur þeirra er ekki hluti af skilgreindu heildstæðu öryggissvæði. Í samtalinu lýsti Guðlaugur Þór yfir undrun á hörðum viðbrögðum tyrkneskra yfirvalda. Á samfélagsmiðlum hefur uppákoma þar sem belgískur ferðamaður otaði uppþvottabursta að einum leikmanninum vakið heldur meiri athygli og frá því í gær hafa tyrkneskir tölvuþrjótar lýst yfir ábyrgð á árásum á heimasíður Isavia, KSÍ og fréttamiðilsins Sunnlenska. Framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins Syndis segir árásir sem þessar afar einfaldar og bendir á að auðvelt sé að kaupa þær á netinu. „Svona árásir eru ekkert voðalega dýrar. Við erum að tala um að þær kosta tuttugu til tuttugu og fimm dollara, eða innan við þrjú þúsund krónur á klukkutíma. Þegar um svona hópa er að ræða sem hafa aðgang að mörgum tölvum til að framkvæma árásina er kostnaðurinn miklu minni," segir Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis. Í tilvikum sem þessum er mikilli umferð beint á sömu síðu á sama tíma. Til verksins er hægt að nota allt sem er nettengt, líkt og heimilistölvur hjá grunlausum almenningi. „Svona búnaður getur verið það sem talað er um sem Internet of things; ljósaperur eða hvað það er, þar sem búið er að koma fyrir einhverri óværu sem þessir aðilar hafa aðgang að til að geta framkvæmt svona árás," segir Valdimar. Hann telur varnir ófullnægjandi hjá mörgum fyrirtækjum og stofnunum hér á landi. „Ég held að það sé of lítið um það," segir hann.Finnst þér að slíkt ætti að vera algengara?„Já mér finnst það með vefi sem eru að sinna einhverju krítísku hlutverki, að þá já," segir Valdimar. Oft séu síðurnar einnig illa varðar fyrir alvarlegri árásum. „Af hverju ættu þeir að stoppa þarna? Af hverju myndu þeir ekki reyna að brjótast inn á vef og sækja gögn. Þetta er eitthvað sem við verðum áþreifanlega vör við af því við komumst ekki inn á vefinn en við vitum ekki hvort þeir séu að reyna að brjóta sig inn á vefinn eða hakka sig inn. Sem er ákveðið áhyggjuefni og við ættum að fylgjast með," segir Valdimar. Tölvuárásir Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Hópar tyrkneskra tölvuþrjóta hafa lýst yfir ábyrgð á hið minnsta þremur tölvuárásum á Íslandi síðasta sólarhringinn. Fyrirtæki og stofnanir hér á landi eru ekki nægilega vel varin að sögn framkvæmdastjóra Syndis. Hann hefur áhyggjur af alvarlegri hluta árásanna sem fólk tekur ekki endilega eftir. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi í dag um öryggisleitina sem tyrkneska landsliðið undirgekkst í Keflavík við utanríkisráðherra Tyrklands. Isavia hefur greint frá því að leitin hafi tekið um áttatíu mínútur vegna þess að brottfararvöllur þeirra er ekki hluti af skilgreindu heildstæðu öryggissvæði. Í samtalinu lýsti Guðlaugur Þór yfir undrun á hörðum viðbrögðum tyrkneskra yfirvalda. Á samfélagsmiðlum hefur uppákoma þar sem belgískur ferðamaður otaði uppþvottabursta að einum leikmanninum vakið heldur meiri athygli og frá því í gær hafa tyrkneskir tölvuþrjótar lýst yfir ábyrgð á árásum á heimasíður Isavia, KSÍ og fréttamiðilsins Sunnlenska. Framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins Syndis segir árásir sem þessar afar einfaldar og bendir á að auðvelt sé að kaupa þær á netinu. „Svona árásir eru ekkert voðalega dýrar. Við erum að tala um að þær kosta tuttugu til tuttugu og fimm dollara, eða innan við þrjú þúsund krónur á klukkutíma. Þegar um svona hópa er að ræða sem hafa aðgang að mörgum tölvum til að framkvæma árásina er kostnaðurinn miklu minni," segir Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis. Í tilvikum sem þessum er mikilli umferð beint á sömu síðu á sama tíma. Til verksins er hægt að nota allt sem er nettengt, líkt og heimilistölvur hjá grunlausum almenningi. „Svona búnaður getur verið það sem talað er um sem Internet of things; ljósaperur eða hvað það er, þar sem búið er að koma fyrir einhverri óværu sem þessir aðilar hafa aðgang að til að geta framkvæmt svona árás," segir Valdimar. Hann telur varnir ófullnægjandi hjá mörgum fyrirtækjum og stofnunum hér á landi. „Ég held að það sé of lítið um það," segir hann.Finnst þér að slíkt ætti að vera algengara?„Já mér finnst það með vefi sem eru að sinna einhverju krítísku hlutverki, að þá já," segir Valdimar. Oft séu síðurnar einnig illa varðar fyrir alvarlegri árásum. „Af hverju ættu þeir að stoppa þarna? Af hverju myndu þeir ekki reyna að brjótast inn á vef og sækja gögn. Þetta er eitthvað sem við verðum áþreifanlega vör við af því við komumst ekki inn á vefinn en við vitum ekki hvort þeir séu að reyna að brjóta sig inn á vefinn eða hakka sig inn. Sem er ákveðið áhyggjuefni og við ættum að fylgjast með," segir Valdimar.
Tölvuárásir Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira